| |
1. 2506167 - Einhella 9, breyting á deiliskipulagi | Sigríður Ólafsdóttir f.h. lóðarhafa sækir 05.06.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Tillaga gerir ráð fyrir færslu á innkeyrslum að Einhellu og nýja innkeyrslu að Dranghellu. Byggingarreit breytt. | Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. | Einhella 9, tillaga að breytingu á skipulagi í grennd.pdf | | |
|
2. 2503791 - Tunguvegur 3, breyting á deiliskipulagi | Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 07.05.2025 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 erindi STH teiknistofu ehf f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Sótt var um heimild til þess að hækka lofthæð núverandi iðnaðarhluta/bakhús. Erindið var grenndarkynnt frá 13.05.2025 til 12.06.2025. Engar athugasemdir bárust. | Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög. | Slóð á skipulagsgátt.pdf | | |
|
3. 2505096 - Dalshraun 8, breyting á deiliskipulagi | Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 14.05.2025 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 erindi Haralds Ingvarssonar f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni fellst að gerð er að hámarki 270 fm viðbygging á einni hæð sem nýtist sem bílaþvottastöð. Aðkoma að þvottastöðinni er frá Stakkahrauni, útkeyrsla er inn á Dalshraun. Nýtingarhlutfall fer úr 0,37 í 0,41. Erindið var grenndarkynnt frá 15.05.2025 til 16.06.2025. Engar athugasemdir bárust. HS Veitur benda á að hafa samband við sig ef þörf sé á stækkun heimtaugar vegna aukinnar starfsemi. | Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög. | Slóð á skipulagsgátt.pdf | | |
|
4. 2506528 - Suðurhella 5, deiliskipulagsbreyting | Ívar Hauksson f.h. lóðarhafa sækir 24.06.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur sé stækkaður svo hægt verði að koma fyrir svölum á austurhlið 2. hæðar. | Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar uppdráttur hefur verið lagfærður. | | |
|
| |
5. 2506243 - Kaldársel, fyrirspurn | Arnór Heiðarsson, f.h. KFUM og KFUK í Kaldárseli, leggur 11.06.2025 fram fyrirspurn um að fá tilskilin leyfi til að rífa eldri hluta hússins og byggja nýtt hús. Eingöngu er um að ræða eldri hluta hússins sem ekki er hæfur til notkunar í sumarbúðir vegna ágalla á húsinu. | Í greinagerð deiliskipulags fyrir Kaldársels dags. 23.11.2016 kemur fram að gert sé ráð fyrir áframhaldandi starfsemi KFUM og KFUK í Kaldárseli. Húsakostur er rétt innan marka grannsvæðis vatnsverndar og starfsemin því háð samþykki Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness varðandi allar breytingar á húsakosti. Erindinu er því vísað til umsagnar heilbrigðiseftirlitsins. Einnig er óskað eftir áliti Minjastofnunar Íslands. | | |
|
6. 2506293 - Stekkjarberg 9 og 11, fyrirspurn | Mardís Heimisdóttir f.h. húsfélags Stekkjarberg 9 óskar 12.06.2025 eftir að fyrirspurn varðandi fjölgun bílastæða á reitnum við innkeyrslu Stekkjarbergs væri endurskoðuð. | Tekið er neikvætt í erindið samanber umsögn skipulagsdeildar dags. 13.06.2025. | Stekkjarberg 9, umsögn skipulags.pdf | | |
|
7. 2506460 - Álfhella 9, fyrirspurn | Smári Björnsson leggur 20.06.2025 fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir að breyta/stækka byggingarreit á lóð. | Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir. Sjá umsögn skipulagsdeildar dags. 23.06.2025. | Álfhella 9, umsögn skipulags.pdf | | |
|