Til bakaPrenta
Bæjarstjórn - 1641

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
01.09.2010 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu:
Fundargerð ritaði: Anna Jörgensdóttir, starfandi bæjarlögmaður


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. SB040377 - Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa
Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 04.08.2010, 11.08.2010 og 18.08.2010.

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"A- liðir fundargerðanna teknir til umræðu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa á öllum erindum undir A-lið."
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
2. 1006184 - Kosning forseta bæjarstjórnar
Gengið til atkvæðagreiðslu.

Sigríður Björk Jónsdóttir fékk 11 samhljóða atkvæði sem forseti bæjarstjórnar til eins árs. Nýkjörinn forseti tók við fundarstjórn að lokinni kosningu.
3. 1006187 - Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar
Lögð fram tillaga um að formaður fjölskylduráðs verði Gunnar Axel Axelsson. Fleiri tillögur bárust ekki og taldist hann því rétt kjörinn sem formaður fjölskylduráðs.
Lögð fram tillaga um að Eyjólfur Sæmundsson verði aðalmaður í bæjarráði. Fleiri tillögur bárust ekki og taldist hann því rétt kjörinn sem aðalmaður í bæjarráði.
Lögð fram tillaga um að varamaður í bæjarráði verði Guðmundur Rúnar Árnason. Fleiri tillögur bárust ekki og taldist hann því rétt kjörinn sem varamaður í bæjarráði.
4. 1007077 - Land í fóstur tillaga að reglum.
11. liður úr fundargerð SBH frá 24.ágúst sl.
Tekin til umræðu tillaga að reglum varðandi samninga við þá sem taka land í fóstur án þess að um úhlutun eða stækkun lóðar sé að ræða. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að reglum.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að reglugerð fyrir sitt leyti og vísar tillögunni til bæjarstjórnar.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls.
 
Framlögð tillaga samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
5. 0907115 - Búfjárhald, samþykkt
2. liður úr fundargerð BÆJH frá 26.ágúst sl.
Tekið fyrir að nýju.
Lögð fram drög að nýrri samþykkt.
Starfandi bæjarlögmaður mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um búfjárhald."

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.
 
Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa samþykkt um búfjárhald til síðari umræðu í bæjarstjórn. 
6. 10071415 - Strandgata 75, Drafnarhús
8. liður úr fundargerð FJÖH frá 25.ágúst sl.
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi FAAS til heilbrigðisráðherra, dags. 12. ágúst sl. varðandi húsnæði, sem Hafnarfjarðarbær hefur á leigu en ekki hefur verið nýtt, í Drafnarhúsi.

Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform FAAS og hvetur heilbrigðisráðherra til að veita þeim brautargengi.

Geir Jónsson tók til máls.
 
Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
7. 1001079 - Fundargerðir 2010, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð framkvæmdaráðs frá 20.ágúst sl.
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 26.ágúst sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 9.ágúst sl.
b. Fundargerð Strætó bs. frá 13.ágúst sl.
Fundargerð fræðsluráðs frá 23.ágúst sl.
Fundargerð fjölskylduráðs frá 25.ágúst sl.
a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.ágúst sl.
b. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 11. og 18.ágúst sl.
Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 14. lið - Átak í hreinsun iðnaðarsvæða á Hraunum og Hellnahraunum - í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 24. ágúst sl. og 8. lið - Strandgata 75, Drafnarhús - í fundargerð fjölskylduráðs frá 25. ágúst sl. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 8. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 25. ágúst sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls undir fyrrnefndum 8. lið í fundargerð fjölskylduráðs. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 14. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 24. ágúst sl.
 
Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn.
 
Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir 14. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 24. ágúst sl. Sigríður Björk Jónsdóttir tók við fundarstjórn að nýju. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir sama lið. Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 12. lið - Orlofsnefnd húsmæðra, styrkbeiðni 2010 - í fundargerð bæjarráðs frá 26. ágúst sl. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Valdimar Svavarsson kvaddi sér hljóðs undir 2. lið - Þýskur lánveitandi Hafnarfjarðarhafnar - fundargerðar hafnarstjórnar 11. ágúst 2010. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir sama lið. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Bæjarstjóri, Guðmundur Rúnar Árnason, tók til máls undir sama lið. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Lúðvík Geirsson tók til máls undir sama lið, 12. lið í fundargerð bæjarráðs frá 26. ágúst sl. og 14. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs. Geir Jónsson tók til máls undir 14. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 24. ágúst sl. Lúðvík Geirsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Bæjarstjóri, Guðmundur Rúnar Árnason, tók til máls.
8. 1008329 - Sókn í atvinnumálum, tillaga
Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Sókn í atvinnumálum -

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin verði sókn í atvinnumálum í Hafnarfirði. Átakið verði samvinnuverkefni bæjarins, fyrirtækja í bænum og Vinnumálastofnunar.  Átakið er hvatningarátak og gengur út á að virkja þann kraft sem býr í bæjarbúum og fyrirtækjunum í Hafnarfirði til að fjölga atvinnutækifærum í bænum. Átakið er þríþætt:

1.       Kynning á Hafnarfirði, aðstöðu í bænum og kostum þess að reka fyrirtæki þar. Það verði m.a. gert með því að búa til kynningarefni og með því að senda markpóst á öll fyrirtæki í landinu þar sem þau eru hvött til þess að kynna sér kosti þess að byggja upp fyrirtæki í Hafnarfirði

2.       Sett verði upp tímabundið fyrirtækjaþjónusta á bæjarskrifstofunni sem heyri beint undir bæjarráð og hafi það hlutverk að vera tengiliður/þjónustufulltrúi við fyrirtæki í Hafnarfirði og þau fyrirtæki sem áhuga hafa á að setja upp starfsemi í bænum. Það safni saman gögnum og þekkingu frá öllum sviðum bæjarins sem hafa með þjónustu bæjarins við fyrirtæki að gera og hafi það markmið að greiða sem best götu fyrirtækja innan stjórnsýslunnar og veita fyrirtækjum sem besta og fljótasta afgreiðslu á sínum málefnum. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna bæjarins vegna verkefnisins heldur skal reynt að færa til starfsmenn til að sinna því.

3.       Haft verði samband við fyrirtækin í bænum, þeim kynntir kostir þeirra úrræða sem Vinnumálastofnun býður uppá og þau verði hvött til þess að nýta sér úrræðin með það að markmiði að fjölga störfum hjá fyrirtækjum í bænum. T.d. má horfa til hvernig Vinnumálastofnun  styður fyrirtæki og einstaklinga við átaksverkefni og reynsluráðningar.

Skipaður verður vinnuhópur til að útfæra átakið nánar og tryggja að það komist í framkvæmd sem allra fyrst. Bæjarráð skipar 7 manna vinnuhóp sem skal skipaður 5 fulltrúum fyrirtækja í bænum og fulltrúum meiri- og minnihluta í bæjarstjórn. Vinnuhópurinn skal skila endanlegum tillögum til bæjarráðs eigi síðar en 7. október. Gert er ráð fyrir að kostnaður við átakið verði greiddur úr bæjarsjóði og með því að leita samstarfs við fyrirtæki í bænum um kynningarstarfið. Áætluðum markaðs- og kynningarkostnaði verði stillt í hóf og skal honum vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.  Framtíðarskipulagi atvinnumála og þjónustu við fyrirtækin í bænum skal vísað til þeirrar endurskoðunnar sem nú fer fram á skipulagi bæjarins og vinnu sem er í gangi vegna stofnunar Hafnarfjarðarstofu."

Valdimar Svavarsson (sign)

Rósa Guðbjartsdóttir (sign)

Kristinn Andersen (sign)

Geir Jónsson (sign)

Helga Ingólfsdóttir (sign)

 Bæjarstjóri, Guðmundur Rúnar Árnason, tók til máls. Þá Eyjólfur Sæmundsson. Þá Geir Jónsson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson. Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði til f.h. Samfylkingar og Vinstri grænna að tillögu um sókn í atvinnumálum yrði vísað til bæjarráðs til frekari yfirferðar og vinnslu. Var tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fagna fram kominni tillögu um sókn í atvinnumálum. Nú þegar hefur verið unnið heilmikið starf á vegum bæjarins í tengslum við atvinnumál. Sett hefur verið á stofn atvinnu- og þróunarsetrið Deiglan, frumkvölðasetrið Kveikjan, Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar og ýmis átaksverkefni hafa verið og eru í gangi.

Starfshópur er að vinna að undirbúningi að stofnun Hafnarfjarðarstofu. Markmið  með Hafnarfjarðarstofu er m.a. að styðja enn frekar við atvinnuþróun í Hafnarfirði og mun hópurinn skila fystu hugmyndum til bæjarráðs nú í september.

Í lýðræðis- og stjórnsýslunefnd er einnig verið að vinna að mati og endurskoðun á stjórnkerfi bæjarins og þar á meðal litið til atvinnumála sérstaklega.

Auk þessa hefur verið ákveðið að fara í kynningarátak, með aðkomu Vinnumálastofnunar, á þeim atvinnuátaksverkefnum sem standa fyrirtækjum til boða með gerð bæklings sem sendur verður til 1000 fyrirtækja í Hafnarfirði ásamt kynningarbréfi.

Eins og sjá má er nú þegar verið að vinna að alhliða sókn í atvinnumálum á vegum Hafnarfjarðarbæjar þar sem unnið er að atvinnumálum í víðasta skilningi þess orðs."

 

Guðmundur Rúnar Árnason (sign)

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)

Lúðvík Geirsson (sign)

Gunnar Axel Axelsson (sign)

Eyjólfur Sæmundsson (sign)

Sigríður Björk Jónsdóttir (sign)

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15 

Til bakaPrenta