Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 268

Haldinn í Lóninu Linnetsstíg 3,
11.04.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður,
Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður,
Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Geir Bjarnason, 
Stefán Örn Gunnlaugsson sat fundinn fyrir hönd Foreldraráðs Hafnarfjarðar og Birta Guðný Árnadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn og kynnti fundargerðir ráðsins.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1706132 - Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, nýr samstarfssamningur
Kynnt drög að samningnum auk viðauka sem er viðmið varðandi hlutdeildar Hafnarfjarðarbæjar í byggingu nýrra íþróttamannvirkja.
ÍBH er að skoða viðauka samningsins en er nokkuð sátt við samninginn sjálfan.
2. 1704173 - Golfklúbburinn Keilir, framkvæmdir, viðræður
Lögð fram samningsdrög um framkvæmdir á öðrum og þriðja áfanga uppbyggingar á aðalgolfvelli Keilis, minnisblað um hvernig til tókst með 1. áfanga og rekstraráætlun verksins.

Gert er ráð fyrir þessari framkvæmd í langtímafjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar og í forgangsröðun ÍBH.
Nefndin tekur vel í verkefnið og mælir með að gengið verði til samninga við Keili um verkefnið.
Kynning_framkvæmdarráð_28062017, framkvæmdir .pdf
Áætlun_breytingar_hvaleyri_uppfært 2018.pdf
Samningur Keilir - uppbygging 2019-2021.pdf
Minnisblad_framkvæmdir_keilir 1. áfangi.pdf
5. 1803304 - Frístundaakstur haust 2018
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að fyrirkomulagi frístundaaksturs næsta haust.
6. 1801551 - Vinnuskóli, sumarstörf 2018
Farið yfir stöðu umsókna fyrir sumarvinnu 17 ára og eldri.

Umsóknarfresti lauk í miðjum mars og var framlengdur til 6. apríl.

Nemendur úr 8. - 10. bekk munu sækja síðar um í byrjun maí.
7. 1803044 - Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar,mannvirki
Tekið fyrir erindi frá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðarðar vegna viðhalds aksturssvæðisins.
Nefndin tekur vel í erindið og hvetur Umhverfis- og framkvæmdasvið að koma til móts við þarfir og óskir AÍH.
Viðhald íþróttamannvirkja Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar 2018, fylgiskjal með útskýringum.pdf
FW: Erindi Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar vegna nauðsynlegs viðhald íþróttamannvirkja félagsins..pdf
8. 1801552 - Þjóðhátíðardagurinn 2018
Kynnt vinna við skipulag hátíðarhaldanna.

Vinna er hafin að undirbúningi.

Auglýst hefur verið eftir atriðum í fjölmiðlum í Hafnarfirði.
9. 1804049 - ÁLYKTUN FRÁ UNGMENNARÁÐSTEFNU UMFÍ 2018
Lögð fram ályktun frá Ungmennaráðstefnu UMFÍ 2018 þar sem m.a. unga fólkið leggur áherslur á aukin þunga í viðhaldi vega og umferðaröryggis auk þess taka þau undir lækkun kosningaaldurs.
Nefndin tekur undir áherslur ályktunar Ungmennaráðstefnu UMFÍ.
Ályktun-Ungt fólk og lýðræði 2018.pdf
10. 1804139 - Sumardagurinn fyrsti og Bjartir dagar
Farið yfir dagskrá Bjartra daga og Sumardagsins fyrsta.
Nefndin bókar að dagskráin sé afar fjölbreytt og áhugaverð og vill hrósa undirbúningsaðilum og íþróttafélögum fyrir hve vel hefur tekist að draga fram marga áhugaverða íþrótta- og hreyfitengda viðburði inn í dagskránna.
Umsóknir
11. 1803110 - Nordjobb, sumarstörf 2018
Óskað er eftir því að Hafnarfjarðarbær ráði tvo Nordjobbara í vinnu í sumar.
Samþykkt að ráða tvo starfsmenn.
Nordjobb, sumarstörf 2018.pdf
Fundargerðir
3. 1510105 - ÍBH, fundargerð
Elísabet fór yfir síðustu fundargerð stjórnar ÍBH.
Nefndin leggur áherslu á að vinna hefjist strax við að uppfæra húsaleigustyrki í takt við raunverulegt virði íþróttamannvirkja. Íþróttafulltrúa falið að hefja þessa vinnu strax þannig að tölur fyrir árið 2017 verði rauntölur.
4. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð
Kynntar 134. og 135. fundargerð Ungmennaráðs.
135.Fundur.umh.pdf
134.fundur.umh.pdf
Kynningar
12. 1804133 - Leikjanámskeið Hafnarfjarðarbæjar 2018
Skráning hefst á Sumardaginn fyrsta fyrir leikjanámskeið sumarsins sem Hafnarfjarðarbær heldur fyrir yngstu árganga í grunnskólum bæjarins. Frístundaheimilin halda utan um þessi námskeið.

Skráningar í Fjölskyldurgarða hefst einnig á Sumardeginum fyrsta auk skráningar í Tómstund sem er leikjanámskeið fyrir miðdeildarbörn.

Allar skráningar eru rafrænar á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og starfsmenn Þjónustuvers að Strandgötu 6 geta aðstoðað.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta