Til bakaPrenta
Bæjarstjórn - 1803

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
11.04.2018 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti,
Margrét Gaua Magnúsdóttir 1. varaforseti,
Kristinn Andersen 2. varaforseti,
Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður,
Unnur Lára Bryde aðalmaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Helga Ingólfsdóttir aðalmaður,
Einar Birkir Einarsson aðalmaður,
Gunnar Axel Axelsson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður,
Pétur Gautur Svavarsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar
Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar. Helga Ingólfsdóttir vék af fundi í fundarhléi kl. 17:21 en í hennar stað mætti Pétur Gautur Sigurðsson og sat út fundinn. [line][line]Auk þeirra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1406187 - Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar
1.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 21.mars sl.
Breyting á fulltrúum Bjartrar framtíðar í fræðsluráði þar sem Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7, fer úr ráðinu og í hennar stað tekur sæti Áshildur Hlín Valtýsdóttir, Ljósabergi 48, 221 Hafnarfirði.

Vísað aftur til Bæjarstjórnar vegna formgalla.
Forseti ber upp tillögu um breytingu á fulltrúum Bjartrar framtíðar í fræðsluráði þar sem varamaðurinn Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7, fer úr ráðinu og í hennar stað tekur sæti varamanns Áshildur Hlín Valtýsdóttir, Ljósabergi 48, 221 Hafnarfirði. Er tillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

Einnig ber forseti upp tillögu um eftirfarandi breytingar á fulltrúum í skipulags- og byggingarráði, þar sem þau hætta Borghildur Sölvey Sturludóttir og Pétur Óskarsson sem aðalmenn. Helga Björg Arnardóttir, Álfaskeiði 1 hættir sem varamaður og verður aðalfulltrúi. Hörður Svavarsson, Hólabraut 6 verður aðalfulltrúi. Nýr varamaður verður Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Glitvöllum 5. Sigurður P Sigmundsson er áfram varamaður.

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

Fundarhlé kl. 17:21.

Fundi framhaldið kl. 18:14.

Helga Ingólfsdóttir vék af fundi í fundarhléi og í hennar stað er mættur Pétur Gautur Sigurðsson.

Forseti ber aftur upp ofangreinda tillögu að breytingu á fulltrúum í skipulags- og byggingarráði og er tillagan samþykkt með 7 atkvæðum en 4 sitja hjá. Einar Birkir Einarsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, Pétur Gautur Sigurðsson, Kristinn Andersen, Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir og Unnur Lára Bryde greiddu atkvæði með tillögunni. Adda María Jóhannsdóttir, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Gunnar Axel Axelsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir sátu hjá.

Þá ber forseti upp tillögu að breytingumn í Hafnarstjórn sem felur í sér að þar hætta þau Borghildur Sölvey Sturludóttir, aðalmaður og í hennar stað kemur Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24 sem aðalfulltrúi. Pétur Óskarsson hættir sem varamaður og í hans stað kemur Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Glitvöllum 5.

Er tillagan samþykkt með 7 atkvæðum og 4 sitja hjá. Einar Birkir Einarsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, Pétur Gautur Sigurðsson, Kristinn Andersen, Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir og Unnur Lára Bryde greiddu atkvæði með tillögunni. Adda María Jóhannsdóttir, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Gunnar Axel Axelsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir sátu hjá.

Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna vegna breytinga á skipulags- og byggingarráði og Hafnarstjórn:

"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá og óska bókað.
Við treystum okkur ekki til að taka afstöðu til tillögunnar eins og hún er lögð fram."


3. 1312019 - Hraðlest, fluglest
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.mars sl.
Til umræðu og afgreiðslu.

Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson og ber jafnframt upp tillögu um að málinu verði vísað til umsagnar í skipulags- og byggingarráði.

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að málinu verði frestað milli funda.

Fundarhlé kl. 18:34.

Fundi framhaldið kl. 18:36.

Forseti ber upp framkomna tillögu um að fresta málinu milli funda og er tillagan samþykkt með 9 greiddum atkvæðum og tveir sitja hjá.
Einar Birkir Einarsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, Pétur Gautur Sigurðsson, Kristinn Andersen , Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir og Unnur Lára Bryde, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir samþykkja tillögu um frestun málsins en þau Adda María Jóhannsdóttir og Gunnar Axel Axelsson sitja hjá.
Samstarfssamningur_SSH_um_throun_hradlestar_31.05.2017.pdf
4. 1801249 - Strandgata 6, Bæjarbíó, erindi
7. liður úr fundargerð bæjarráðs 5. apríl s.l. "Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að ljúka málinu í samræmi við umræður á fundinum".

Lagt fram til bæjarstjórnar til samþykktar og staðfestingar, breytingar á samningi um rekstur og umsjón Bæjarbíós 2016 til 2019 ásamt samningi um rekstur og umsjón Bæjarbíós 2016 til 2019.
Bæjarstjórn samþykkir og staðfestir breytingar á fyrirliggjandi samningi um rekstur og umsjón Bæjarbíós 2016 til 2019 ásamt fyrirliggjandi samningi um rekstur og umsjón Bæjarbíós 2016 til 2019.
5. 1612131 - Sörlaskeið 22, ósk um lóðarstækkun
7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.mars sl.
Lögð fram beiðni lóðarhafa um ósk um lóðarstækkun í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Lílja Ólafsdóttir lóðaritari mættu til fundarins.

Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stækkun á lóðinni í samræmi við gildandi deiliskipulag og að lóðarleigusamningur verði gerður miðað við stærð lóðarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða stækkun á lóðinni Sörlaskeið 22 í samræmi við gildandi deiliskipulag og að lóðarleigusamningur verði gerður miðað við stærð lóðarinnar.
6. 1803270 - Malarskarð 8, umsókn um lóð
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.mars sl.
Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Malarskarð 8. Umsækjendur Hilmar Rafn Emilsson, kt. 120986-3179 og Hrafnhildur Ágústsdóttir kt. 041188-3329 og Jón Hjörtur Emilsson kt. 150491-2159 og Emilía Ýr Jónsdóttir, kt. 281191-2099.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Malarskarði 8 verði úthlutað til Hilmars Rafn Emilssonar og Hrafnhildar Ágústsdóttur og Jóns Hjartar Emilssonar og Emilíu Ýrar Jónsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Malarskarði 8 verði úthlutað til Hilmars Rafn Emilssonar og Hrafnhildar Ágústsdóttur og Jóns Hjartar Emilssonar og Emilíu Ýrar Jónsdóttur.
7. 1803261 - Malarskarð 18, Umsókn um parhúsalóð
14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.mars sl.
Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Malarskarð 18. Umsækjendur Kristinn Þór Ásgeirsson kt. 010957-2149 og Inga Kristín Guðmannsdóttir, kt. 290360-2429 og Benedikt Reynir Kristinsson kt. 251190-2599.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Malarskarði 18 verði úthlutað til Kristins Þórs Ásgeirssonar og Ingu Kristínar Guðmannsdóttur og Benedikts Reynis Kristinssonar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Malarskarði 18 verði úthlutað til Kristins Þórs Ásgeirssonar og Ingu Kristínar Guðmannsdóttur og Benedikts Reynis Kristinssonar.
8. 1803268 - Móbergsskarð 1, umsókn um lóð
15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.mars sl.
Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Móbergsskarð 1. Umsækjendur eru Heiðdís Rún Guðmundsdóttir kt. 110892-2419 og Brynjar Darri Baldursson, kt. 150193-2659 og Guðmundur Karlsson kt. 050164-2419 og Björg Gilsdóttir kt. 290663-3859.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 1 verði úthlutað til Heiðdísar Rúnar Guðmundsdóttur, Brynjars Darra Baldurssonar, Guðmundar Karlssonar og Bjargar Gilsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Móbergsskarði 1 verði úthlutað til Heiðdísar Rúnar Guðmundsdóttur, Brynjars Darra Baldurssonar, Guðmundar Karlssonar og Bjargar Gilsdóttur.

9. 1803267 - Hádegisskarð 23, umsókn um lóð
16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.mars sl.
Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Hádegisskarð 23. Umsækjandi er Helga Björg Sigurðardóttir kt. 280771-5039.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 23 verði úthlutað til Helgu Bjargar Sigurðardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Hádegisskarði 23 verði úthlutað til Helgu Bjargar Sigurðardóttur.
10. 1803274 - Hádegisskarð 21, umsókn um lóð
17.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.mars sl.
Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Hádegisskarð 21. Umsækjandi er Einar Þór Lárusson, kt. 281082-6049 og Hildur Hálfdanardóttir, kt. 281284-3209

Tvær umsóknir eru um lóðina Hádegisskarð 21 og dregið er á milli umsækjenda. Nafn Einars Þórs Lárussonar og Hildar Hálfdanardóttur er dregið út.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni Hádegisskarði 21 til Einars Þórs Lárussonar og Hildar Hálfdanardóttur.
Gunnar Axel Axelsson víkur af fundi. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 10 greiddum atkvæðum að úthluta lóðinni Hádegisskarði 21 til Einars Þórs Lárussonar og Hildar Hálfdanardóttur.

11. 1803266 - Hádegisskarð 21, umsókn um lóð
18.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.mars sl.
Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Hádegisskarð 21. Umsækjandi Björn Arnar Magnússon kt. 040964-2589 og Rannveig Sigurðardóttir kt. 090667-5569.

Tvær umsóknir eru um lóðina Hádegisskarð 21 og dregið er á milli umsækjenda. Nafn Einars Þórs Lárussonar og Hildar Hálfdanardóttur er dregið út.
Umsækjendur sækja um til vara lóðina Hádegisskarð 11.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 11 verði úthlutað til Björns Arnars Magnússonar og Rannveigar Sigurðardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 10 greiddum atkvæðum að lóðinni Hádegisskarði 11 verði úthlutað til Björns Arnars Magnússonar og Rannveigar Sigurðardóttur.

12. 1608293 - Fornubúðir 5, byggingaráform
1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 28.mars sl.
Lagt fram erindi frá Fornubúðum eignarhaldsfélagi ehf dags. 20. mars 2018 þar sem óskað er eftir afslætti af álögðum gatnagerðargjöldum vegna nýbyggingar við Fornubúðir 5.

Hafnarstjórn mælir ekki með erindinu en vísar því til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Gunnar Axel Axelsson kemur á ný inn á fund.

Til máls tekur Unnur Lára Bryde.

Forseti ber upp tillögu um að erindinu verði synjað og er tillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

13. 1803343 - Óseyrarbraut 25
2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 28.mars sl.
Lagt fram erindi frá Gunnar Berg Viktorssyni dags 28. mars 2018 fyrir hönd ÞAG ehf þar sem sótt er um lóðina Óseyrarbraut 25 fyrir hafnsækna starfsemi og lagerhúsnæði

Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjorn að ÞAG ehf. kt: 680318-0180 verði úthlutað lóðinni Óseyrarbraut 25 með nánari skilmálum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ÞAG ehf. kt: 680318-0180 verði úthlutað lóðinni Óseyrarbraut 25 með nánari skilmálum, sbr. bókun Hafnarstjórnar.
Umsókn um lóð.pdf
14. 1803389 - Sólvangsvegur 3, fastanr. 222-0530, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.apríl sl.
Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Sólvangsvegi 3.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði að framlögðu kauptilboði vegna íbúðar að Sólvangsvegi 3.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði að framlögðu kauptilboði vegna íbúðar að Sólvangsvegi 3.

15. 1411212 - Borgarlína
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.apríl sl.
Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að aðalskipulagsbreytingu vegna borgarlínu á fundi sínum þann 9. feb. s.l.
Lögð fram til kynningar drög að breyttu aðalskipulagi. Jafnframt lögð fram lokafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir lokaafgreiðslu á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018 og vísar erindinu til bæjarstjórnar sbr. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingu á greinagerð Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 m.t.t. fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu.
Forseti ber upp tillögu að afgreiðslu málsins sem hljóðar svo:

"Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lokaafgreiðslu Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018, sbr. bréf svæðisskipulagsstjóra, dags. 6. mars sl. Einnig staðfestir bæjarstjórn afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs um að skipulagsfulltrúa sé falið að vinna að breytingu á greinagerð með Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 með tilliti til framangreinds."

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Er tillgan borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.
Aðalskipbr. borgarl. 2017 tillaga.pdf
Borgarlína afrit af svari Skipulagsstofnunar vegna breytinga á svæðisskipulagi.pdf
Lokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 -Hf-ráð.pdf
Fundargerðir
16. 1801218 - Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.
Fundargerðir fjölskylduráðs frá 23.mars og 6.apríl sl.
Fundargerðir bæjarráðs frá 22.mars og 5.apríl sl.
a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 1.,14. og 28. mars sl.
b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.mars sl.
c. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 26.febr. og 14.mars sl.
d. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 23.mars sl.
e. Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.jan. og 21.febr. sl.
f. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 7.og 16. mars sl.
g. Fundargerð stjórnar SSH frá 5.mars sl.
h. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16.mars sl.
Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.mars og 4.apríl sl.
a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 7. og 16. mars sl.
b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16.mars sl.
Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 20.mars og 3.apríl sl.
Fundargerðir fræðsluráðs frá 21.mars og 4.apríl sl.
a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 2.,14. og 22.mars sl.
Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson undir 1. lið fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4.apríl sl. Til andsvars kemur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. Gunnar Axel svarar andsvari.

Haraldur L. Haraldsson tekur til máls.
Áætlanir og ársreikningar
17. 1804118 - Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2017, fyrri umræða
Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson.

Næst til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

Forseti ber upp tillögu um að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar og er tillagan samþykkt samhljóða.

Fundarhlé kl. 19:42.

Fundi framhaldið kl. 20:08.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

"Það er jákvætt að afkoma Hafnarfjarðarbæjar styrkist á milli ára eins og reyndin er hjá öðrum sveitarfélögum á Íslandi en bætt niðurstaða í rekstri Hafnarfjarðarbæjar byggir ekki síst á því að skatttekjur reyndust 1184 milljónum krónum meiri en upphafleg fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Framlög úr Jöfnunarsjóði reyndust sömuleiðis ríflega 400 milljónum umfram samþykkta fjárhagsáætlun. Ef borin er saman upphafleg fjárhagsáætlun ársins og rekstrarniðurstaða eins og hún birtist í ársreikningi blasir við að skatttekjur og tekjur frá jöfnunarsjóði reyndust yfir 1600 milljónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir.
Betri afkoma byggir því fyrst og fremst á því að skattheimta hefur aukist hlutfallslega meira en sem nemur vexti gjalda og þar munar mestu um auknar útsvarsgreiðslur og fasteignaskatta sem bæjarbúar hafa greitt umfram það sem áætlað var.
Árangurinn endurspeglar sömuleiðis þá stefnu sem núverandi meirihluti hefur rekið síðustu ár og birtist meðal annars í því að sveitarfélagið hefur dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við foreldra ungra barna, að rekstri leikskóla, að kaupum á félagslegu húsnæði og á aðgerðarleysi meirihlutans við húsnæðisvanda bæði ungra hafnfirðinga og eldri.
Það er ánægjulegt að skuldaviðmiðið lækki en það er rétt að undirstrika að hlutfallið lækkar ekki vegna lægri skulda heldur vegna þess að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist eins og áður segir. Mikilvægt er að lækkun skulda verði sett í forgang næstu ár en fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir núverandi meirihluta gefa því miður ekki von slíkt."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og þau Einar Birkir Einarsson og Guðlaug Kristjánsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:

"Meirihlutinn fagnar þeim frábæra árangri sem náðst hefur í að bæta fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar undanfarið og á kjörtímabilinu öllu. Starfsfólki bæjarins er þakkað samstarfið og ómetanlegt framlag við að ná þessum árangri.

Nú er bjart framundan í Hafnarfirði."


Hafnarfjardarbaer_ársreikningur_ 2017_Bæjarstjórn_11.04.2018.pdf
Ársreikningur 2017 - glærukynning.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:31 

Til bakaPrenta