Til bakaPrenta
Bæjarráð - 3491

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
20.04.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir formaður,
Kristinn Andersen aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Einar Birkir Einarsson varamaður,
Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Guðríður Guðmundsdóttir, 
Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1708254 - Sandskeiðslína 1, framkvæmdaleyfi, kæra mál 84/2017 - Lyklafellslína
Fulltrúar frá Landsneti, Guðmundur Ingi Ágústsson og Þórarinn Bjarnason, mættu til fundarins.

Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram úr þeim tillögum sem Landsnet kynnti á fundinum varðandi bráðabirgðaframkvæmdir við færslu Hamraneslínunnar. Umhverfis- og skipulagsþjónustu er falið að hefja nú þegar undirbúning málsins, m.a. skoða valkostina með óháðum aðila.
2. 1711050 - Traðarberg 7, umsókn um lóðarstækkun
Lögð fram umsókn um lóðarstækkun á lóð Traðarbergs 7.

Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætti til fundarins.
Bæjarráð telur að fram skuli fara grenndarkynning og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna áfram að málinu.
3. 1801613 - Suðurgata 39, ósk um stofnun lóðar
Lögð fram umsókn lóðarhafa Suðurgötu 39 um stofnun lóðar nr. 39a við Suðurgötu í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætti til fundarins.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna að málinu.
Suðurgata 39.bréf.ósk.stofnun.lóð.28.12.2017.pdf
Deiliskipulagsuppdráttur.Suðurgata.Hamarsbraut.2011.pdf
Suðurgata 39, umsögn arkitekts vegna skiptingu lóð.pdf
4. 1706097 - Bærum, vinabæjarmót 2019, boð
Lagt fram boð á undirbúningsfund þann 23. til 25. ágúst n.k. vegna vinabæjarmóts 2019.

Tveir fulltrúar fara frá Hafnarfjarðarkaupstað, kostnaður vegna ferðarinnar er á fjárhagsáætlun.
Lagt fram.
invitasjon Twin city premeeting.pdf
Twin City premeeting in Bærum.pdf
5. 1803258 - Stytting vinnuvikunnar, erindi
Lagt fram erindi frá starfsmönnum Fjölskylduþjónustu um að tekin verði til skoðunar stytting vinnuvikunnar.
Erindi lagt fram og bæjarstjóra falið að taka málið til skoðunar.
6. 1802416 - Straumur, sala fasteignar
Lagt fram kauptilboð í Straum.
Bæjaráð samþykkir framlagt kauptilboð með fjórum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sölu á Straumi, fastanr. 308-1150, í samræmi við framlagt kauptilboð. Einn greiðir atkvæði á móti.


Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir fulltrúi Vinstri Grænna og Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Vinstri grænna Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir og fulltrúi Samfylkingar Adda María Jóhannsdóttir telja það vera mikil mistök að selja Straum. Húsið sjálft á sér mjög merka sögu. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelsyni og hefur hýst margskonar menningarstarfsemi eftir að búskap var hætt á jörðinni. Reknar hafa verið þar vinnustofur og sýningarrými fyrir myndlistarmenn og einnig hefur verið í húsinu aðstaða til þess að taka á móti erlendum listamönnum.
Það verður mikill missir af Straumi og mikil vonbrigði að ákveðið hafi verið að selja eignina í stað þess að byggja upp menningartengda starfsemi í húsinu.

7. 1803266 - Hádegisskarð 11, umsókn um lóð, afsal
Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Hádegisskarði 11 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 11 við Hádegisskarð til Björns Arnars Magnússonar og Rannveigar Sigurðardóttur verði afturkölluð.
8. 1804366 - Hádegisskarð 11, umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumókn um lóðina Hádegisskarð 11. Umsækjendur Snorri Sigurðsson kt. 210386-6029 og Sylvía Rut Sigfúsdóttir kt. 130187-2699.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 11 verði úthlutað til Snorra Sigurðssonar og Sylvíu Rut Sigfúsdóttur.
9. 1804372 - Einhella 11, Umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Blikaás ehf kt.670602-2810, um lóðina Einhellu 11.

Bæjarráð leggur til bæjarstjórn að lóðinni Einhellu 11 verði úthlutað til Blikáss ehf.
10. 1804383 - Breiðhella 1, Umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Suðurverks hf, kt. 520885-0219 um lóðina Breiðhella 1.

Bæjarráð leggur til bæjarstjórn að lóðinni Breiðhellu 1 verði úthlutað til Suðurverks hf.
11. 1708315 - Móbergsskarð 10, Umsókn um lóð, úthlutun
Lagt fram bréf þar sem fram kemur að lóðarhafar að 50% hluta að parhúsalóðinni Móbergsskarð 10,óska eftir að afsala sér sínum hluta parhúsalóðarinnar.

Lögð fram lóðarumsókn um 50% lóðarinnar Móbergsskarð 10 frá Víði Inga Ívarssyni. Lóðarhafar Jórunn og Sigurður hafa samþykkt Víði Inga sem nýjan meðbyggjanda.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun 50% lóðarinnar Móbergsskarð 10 til Jón B. Björgvinssonar og Halldóru Oddsdóttur verði afturkölluð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta 50% lóðarinnar Móbergsskarði 10 til Víðis Inga Ívarssonar.
12. 1804353 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ársreikningur 2017
Ársskýrsla og ársreikningur heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2017 lagt fram.
Lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 2017.
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, undirritaður ársreikningur 2017.pdf
Ársskýrsla 2017.pdf
13. 1612120 - Barnvænt samfélag, vottun
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Þann 7. desember 2016 lögðum við fram tillögu í bæjarstjórn um að samstarfi yrði komið á við Unicef og Akureyrarbæ við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í allt starf, reglur, samþykktir og stefnur bæjarins til að uppfylla kröfur til þess að fá vottun sem Barnvænt samfélag.
Samþykkt var að vísa tillögunni til bæjarráðs þar sem það var tekið til afgreiðslu þann 15. desember sama ár og óskað eftir kynningu um verkefnið og næstu skref í innleiðingu þess frá Unicef. Sú kynning var á fundi bæjarráðs þann 6. apríl 2017 þar sem framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi kynnti hugmyndina um barnvæn samfélög. Á þeim fundi var bæjarstjóra falið að undirbúa stofnun stýrihóps um verkefnið „fyrir haustið“.
Þar sem engin sjáanleg merki eru um frekari afgreiðslu eða framkvæmd þessa máls leggjum við fram eftirfarandi fyrirspurnir.
- Var stýrihópur um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna stofnaður?
- Ef svo er, hvenær var það gert og hvar er sú vinna stödd?
- Ef ekki, hvaða skýringar eru á því?



14. 1404083 - Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta gera ítarlega úttekt fyrir næsta fund ráðsins varðandi tilkynningu um lok lóðarafnota vegna færslu Kaldárselsvegar.
Fundargerðir
15. 1804002F - Hafnarstjórn - 1525
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 11.apríl sl.
16. 1804007F - Menningar- og ferðamálanefnd - 304
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.apríl sl.
17. 1801326 - Stjórn SSH, fundargerðir 2018
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 9.apríl sl.
FW: SSH Stjórn -fundargerð nr. 454.pdf
18. 1801244 - Sorpa bs, fundargerðir 2018
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 13.apríl sl.
SORPA bs. - Fundargerð 388 - 13. apríl 2018.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta