Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 392

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
18.04.2018 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir formaður,
Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður,
Hörður Svavarsson aðalmaður,
Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður,
Sverrir Garðarsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir, ritari
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, , Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristjana Ósk Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1406187 - Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar
Á fundi bæjarstjórnar 11. apríl sl. var samþykkt tillaga um breytingu á fulltrúum Bjartrar framtíðar í fræðsluráði þar sem varamaðurinn Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7, fer úr ráðinu og í hennar stað tekur sæti varamanns Áshildur Hlín Valtýsdóttir, Ljósabergi 48, 221 Hafnarfirði.
2. 1702253 - Róló
Tekið upp aftur mál varðandi rekstur á gæsluvellinum Róló og
lögð fram tillaga starfsmanna fræðslu- og frístundaþjónustu að starfsemi gæsluvallar í Hafnarfirði.

Lagt fram.
Tillaga að starfsemi gæsluvallar 2018.pdf
3. 1803304 - Frístundaakstur haust 2018
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að auknum frístundaakstri næsta haust.


Fræðsluráð fagnar því að búið sé að útfæra aukinn frístundaakstur í Hafnarfirði en frá og með komandi hausti mun fleiri börnum en nú, þ.e. 8 og 9 ára, standa þjónustan til boða og öllum íþrótta- og frístundafélögum boðin þátttaka. Með þessu er aukið aðgengi hafnfirskra barna að tómstundum, vinnudagur barna styttist, íþróttamannvirkin nýtast betur og þjónustan við fjölskyldur eykst.
Frístundabíllinn 2018.pdf
4. 1804224 - Skóladagatöl 2019-2020
Fyrstu hugmyndir að grunnskóladagatali fyrir leik- og grunnskóla skólaárið 2019-2020 lagt fram til umræðu.
Lagt fram.
Skoladagatal-2018-2019_grunnur_MeðDagaMerkingu.pdf
5. 1702299 - Skóladagatöl 2018-2019
Skóladagatöl leik- og grunnskóla lögð fram til samþykktar.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl.
Vesturkot_staðfesting foreldraráðs.pdf
Vesturkot_Leikskoladagatal-2018-2019.pdf
Tjarnarás_staðfesting foreldraráðs.pdf
Tjarnarás_Leikskoladagatal-2018-2019.pdf
Stekkjarás_Staðfesting foreldraráðs skóladagatalið.pdf
Stekkjarás_Leikskoladagatal-2018-2019.pdf
Smáralundur_staðfesting foreldraráðs.pdf
Smáralundu_Leikskoladagatal-2018-2019.pdf
Norðurberg_samþykkt skóladagatal 2018-2019.pdf
Norðurberg_leikskoladagatal-2018-2019.pdf
Hörðuvellir_leikskóladagatal 2018-2019 og staðfesting foreldraráðs.pdf
Hvammur_Samþ.foreldraráðs skóladagatal 2018-19.pdf
Hvammur_leikskoladagatal-2018-2019.pdf
Hlíðarendi_Leikskóladagatal_2018_2019.pdf
Hlíðarendi_staðfesting foreldraráðs.pdf
Hlíðarberg_Leikskoladagatal-2018-2019.pdf
Hjallastefnan_staðfesting forledraráðs.pdf
Hjallastefnan_foreldrar_Leikskoladagatal-2018-2019_lotur1.pdf
Hamravellir_leikskoladagatal-2018-2019.pdf
Hamravellir staðfesting foreldraráðs.pdf
Bjarkalundur_skóladagatal 2018-2019 og staðfesting foreldrarráðs.pdf
Álfasteinn_staðfesting foreldraráðs.pdf
Álfasteinn_skóladagatal 2018-2019.pdf
Álfaberg_leikskoladagatal-2018-2019.pdf
Arnarberg_staðfesting foreldraráðs.pdf
Arnarberg_leikskoladagatal 2018-2019.pdf
Hjallastefnan_foreldrar_Leikskoladagatal-2018-2019_lotur1.pdf
Barnaskóli-Hjall_ Skoladagatal-2018-2019.pdf
Barnaskóli-Hjall_Staðfesting_skóladagatali-2018-2019.pdf
NÚ-Framsýn_ Skoladagatal-2018-2019.pdf
NÚ-Framsýn_Staðfesting_skóladagatal_2018-2019.pdf
Víðivellir_leikskoladagatal-2018-2019.pdf
6. 1804225 - Ungmennahús
Skýrsla um ungmennahús lögð fram.

Í henni er kynnt starfsemi ungmennahúsa á Íslandi, svör lykilstjórnenda í Hafnarfirði vegna hugmynda um ungmennahús og könnun meðal ungs fólks um viðhorf og hugmyndir þeirra varðandi ungmennahús.
Fræðsluráð óskar eftir rekstrar- og kostnaðaráætlun fyrir ungmennahús.

Fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun;

"Það er alveg á hreinu að vilji og þörf er, og hefur alltaf verið, fyrir Ungmennahúsi í Hafnarfirði. Það er alveg ótrúlegt að finna að málflutningur minn hefur ekki náð til eyrna fulltrúa meirihlutans í Fræðsluráði um hversu mikilvæg starfsemi fer fram í Ungmennahúsum um allt land. Úttekt þessi og skýrsla er góð en segir nákvæmlega það sem haldið hefur verið fram og voru nákvæmlega sömu rök þegar reist var Ungmennahús í Hafnarfirði árið 2003.
Nú má engan tíma missa og hefjast þarf handa strax við að koma starfseminni á laggirnar aftur í samstarfi og samtali við Ungmennaráð, Flensborg og Tækniskólann."

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggja því fram þessa tillögu:
"Fræðslu- og frístundaráð leggur til að Íþrótta- og tómstundafulltrúi bæjarins hefjist handa strax við undirbúning Ungmennahúss í Skattstofunni í Hafnarfirði sem verður opnuð, með prýði, í byrjun september þessa árs."

Afgreiðslu tillögunar frestað til næsta fundar.
Ungmennahús- skýrsla fyrir fræðsluráð.pdf
7. 1610417 - Fundargerð ÍTH
Lögð fram fundargerð númer 268. fundar frá íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 268.pdf
8. 1601182 - Skólaskipan í Suðurbæ
Leikskólapláss á miðbæjarsvæði. Gert er ráð fyrir að undirbúningur á byggingu leikskóla í suðurbæ/miðbæ fari af stað á árinu í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið. Framkvæmdir hefjist síðan á árinu 2019 og ljúki árið 2020.
Fræðsluráð óskar eftir því að undirbúningur hefjist við uppbyggingu leikskóla í suðurbæ/miðbæ samkvæmt því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Fulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun;

"Fulltrúi Samfylkingarinnar fögnum því að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar ætli loksins að ávarpa þann mikla skort á leikskplássum sem blasað hafa við íbúum í Suðurbæ frá því að starfsstöðinni við Hlíðarbraut (Kató) var lokað.
Það þarf þó að taka mun ákveðnari skref í málinu en hér eru lögð fram og lítið fé lagt til málsins á árinu. Fulltrúar meirihlutans hafa ekki sýnt þessu máli neinn áhuga allt kjörtímabilið og eru nú með óljós loforð inn á næsta kjörtímabil. Það er of lítið og of seint fyrir íbúa í Suðurbæ.

Ekki er komin staðsetning fyrir leikskólann þó fyrir liggi í skipulagi lóð við Öldurnar svokölluðu og ekki er búið að tryggja nægilegt fé í framkvæmdirnar á næstu 3 árum. Einnig er ekki búið að taka ákvörðun um hversu marga nemendur leikskólinn mun hýsa eða hvort gert er ráð fyrir ungbarnadeild innan leikskólans.
Því segir þessi bókun meirihlutans lítið annað en að byggja eigi leikskóla í Suðurbænum sem á að vera lokið eftir 2 ár.

Ef markmiðum um að öll börn í bænum fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur þarf að vera í mun metnaðarfylltri uppbyggingu í öllum hverfum bæjarins. Ekki er til nein áætlun um hvernig á að ná þeim markmiðum, það er miður og sýnir metnaðarleysi.
9. 1804352 - Vímuefnaneysla ungs fólks 2018
Kynntar vímuefnaneyslutölur nemenda í 8. - 10. bekk en könnun var gerð í febrúar 2018.
Fræðsluráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fá nánari upplýsingar og greiningar á stöðunni í Hafnarfirði og koma með tillögur að viðbrögðum og næstu skrefum.
Vímuefnaneysla 2018.pdf
10. 1804385 - Leikskóli, aukin stöðugildi vegna fjögurra og fimm ára barna.
Tillaga starfshóps um starfsaðstæður í leikskólum um aukin stöðugildi vegna fjögurra og fimm ára barna lögð fram.
Fræðsluráð óskar eftir kostnaðargreiningu á tillögunni á næsta fundi.
Tillaga til fræsðluráðs stöðugildi leikskólum.pdf
11. 1611367 - Rýmisáætlun leikskóla
Til umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15 

Til bakaPrenta