Til bakaPrenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 304

Haldinn í Hafnarborg,
11.04.2018 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Helga Björg Arnardóttir aðalmaður,
Jón Grétar Þórsson aðalmaður,
Ágústa Kristófersdóttir fundarritari.
Fundargerð ritaði: Ágústa Kristófersdóttir, Forstöðumaður


Dagskrá: 
Kynningar
1. 1708274 - Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2018
Rætt um dagskrá Bjartra daga, Ingvar Björn myndlistarmaður kynnti hugyndir sínar um innsetningu á Víðistaðatúni og götumerkingar í miðbænum. Nefndin telur rétt að hugmyndir um breytingar á merkingum í miðbænum verði geymdar til betri tíma þegar hægt er að vinna betur með þær.
2. 1804135 - Ferðamannastaðir í landi Hafnarfjarðar, ástand
Helga Stefánsdóttir frá umhverfis- og framkvæmdasviði fór yfir málefni ferðamannastaða í landi Hafnarfjarðar. Rætt var um Leiðarenda, Seltún, Krýsuvíkurbjarg og fleiri staði.
3. 0703234 - Rekstur tjaldsvæðisins á Víðistaðatúni, samstarfssamningur
Rætt var um tjaldsvæðið á Víðistaðatúni. Haft verði í huga við gerð rekstrarsamnings hvort setja þurfi bann við endurleigu á húsbílum, hjólhýsum og tjöldum. Einnig hvort setja þurfi reglur um hámarks dvalartíma.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta