Til bakaPrenta
Bæjarráð - 3498

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
12.07.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Rósa Guðbjartsdóttir varamaður,
Helga Ingólfsdóttir varamaður,
Vaka Ágústsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Lögmaður á stjórnsýslusviði


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1602126 - Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði
Lilja Guðríður Karlsdóttir framkvæmdastjóri Viaplan, samgönguskipulag, mætir til fundarins.

Helga Stefánsdóttir, forstöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar mætir til fundarins.
Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram með málið.
Kynning_framkvæmdarad_21032018_Strætó_.pdf
2. 1705168 - Suðurgata 40-44, breyting á aðalskipulagi
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.júní sl.
Breyting á aðalskipulagi vegna lóða við Suðurgötu. Engar athugasemdir voru gerðar við aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar notkunar á landi.
Komið hefur verið til móts við athugsemdir vegna deiliskipulags lóðanna þar sem fyrirhuguð lóð við Suðurgötu 46 er felld út og þess í stað rýmkað fyrir og komið fyrir fleiri bílastæðum innan lóðar við Suðurgötu 44.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti þær breytingar sem gerðar hafa verið á aðalskipulagi vegna Suðurgötu 40 - 44 og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025".
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Í umsögn frá fræðslustjóra dags. 17. ágúst 2017 sem upphaflega fylgdi málinu var fjallað um möguleg áhrif umræddra skipulagsbreytinga á leik- og grunnskólastarf á svæðinu. Þar sem engar breytingar hafa orðið á stöðu leikskólamála í Suðurbæ er fullt tilefni til að ítreka bókun sem fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram í bæjarstjórn þann 24. maí 2017 og minna á að við þéttingu byggðar er mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum. Í lýsingu sem fylgdi upphaflegu tillögunni er bent á mikilvægi þess að skoða áhrif fjölgunar íbúða í hverfum á stofnanir er sinna grunn- og stoðþjónustu. Á þetta höfum við lagt áherslu og ítrekum fyrri bókanir okkar og tillögur er varða leikskólamál í umræddu hverfi þar sem vöntun á leikskólaplássum er hvað mest í bænum. Nú síðast var tillaga þess efnis lögð fram í bæjarstjórn sem vísaði henni til úrvinnslu í fræðsluráði.
ASK_2013_2025_Sudurgata_19032018.pdf
1701 Skýringarmynd Deiliskipulag Suðurgata 40 og 44 V2.pdf
1701 Deiliskipulag Suðurgata 40 og 44 V2.pdf
3. 1806310 - Suðurgata 40-44, breyting á deiliskipulagi
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

13.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.júní sl.
Breyting á deiliskipulagi vegna lóða við Suðurgötu tekin fyrir að nýju.
Komið hefur verið til móts við athugsemdir vegna deiliskipulagstillögunnar þar sem fyrirhuguð lóð við Suðurgötu 46 er felld út og þess í stað rýmkað fyrir og komið fyrir fleiri bílastæðum innan lóðar við Suðurgötu 44.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyri þær breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagstillögunni vegna Suðurgötu 40 - 44 og leggur til við bæjarstjór:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytt deiliskipulag vegna Suðurgötu 40-44".
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir breytt deiliskipulag vegna Suðurgötu 40-44.

Fulltrúi Samfylkingar ítrekar bókun sína undir 3. lið.

1701 Deiliskipulag Suðurgata 40 og 44 V3.pdf
1701 Skýringarmynd Deiliskipulag Suðurgata 40 og 44 V2.pdf
4. 1710412 - Vitastígur 5, Hækkun á þaki
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.júlí sl.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti á fundi sínum þann 14.02.2018 að grenndarkynna breytingu/hækkun á húsinu að Vitastíg 5 skv. 2.mgr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar. Tillagan var grenndarkynnt frá 11.04. 2018 til 09.05. 2018 með framlengingu á athugasemdfresti til 25.05. 2018.
Athugasemdir bárust frá fjórum aðilum í nærliggjandi húsum við Áfaskeið 30 og 32.
Með vísan til 4. gr um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar vísar skipulagsfulltrúi erindinu til meðferðar skipulags- og byggingarráðs. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.18.06.2018. Með vísan til umsagnar er lagt til að erindið verði samþykkt og því lokið með vísan til 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrú dags. 18.6.2018 fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
A01 Afsto¨ðumy.grunnmy - LOKA.pdf
A05 Skuggavo¨rp.pdf
Aths.Umsögn_Vitast.5_18.6.2018.pdf
A04 Go¨tumynd og þri´vi´ddarmyndir.pdf
BRÉF_Viðbótargögn_Grenndark.Vitast5.pdf
A03 Sneiðingar.pdf
5. 1708458 - Lækjargata 2, deiliskipulag
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.júlí sl.
Tekin fyrir á ný deiliskipulagsbreyting vegna lóðanna Lækjargata 2 og Suðurgata 7 sem hefur verið auglýst. Auglýsingatími var frá 09.05. til 20.06.2018. Athugasemdir bárust og eru lagðar fram.
Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi þann 26.06.s.l. að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 09.07.2018.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn skipulagsfullrúa dags. 9.7.2018 og deiliskipulagsbeytingu vegna lóðanna Lækjargata 2 og Suðurgata 7 fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Helga Ingólfsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðslu.

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Þær hugmyndir sem liggja til grundvallar deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðirnar Lækjargötu 2 og Suðurgötu 7 sýna að þau hús sem ráðgert er að þar rísi standa þéttar og eru meiri að umfangi en sú byggð sem fyrir er.
Í þeim lýsingum sem verkefninu voru settar bæði 2008 og 2013 kemur skýrt fram að vilji sé til að endurheimta fyrra yfirbragð byggðarinnar og áherslu ætti að leggja á að endurskapa byggingarstíl fyrri tíma. Húsin átti að fella að aðliggjandi byggð við Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðaði form, efnisval og stærðarhlutföll svo þau yrðu eðlilegt framhald af þeirri byggð.
Þrátt fyrir að uppbygging á Dvergsreitnum sé fagnaðarefni er hins vegar ljóst að þær hugmyndir sem liggja fyrir falla ekki að þeim áformum sem fyrri lýsingar sögðu til um, sem er miður. Fjölmargar athugasemdir bárust frá íbúum sem ekki er tekið tillit til með þessari afgreiðslu.

Einnig eru ítrekaðar athugasemdir sem lagðar voru fram við liði 2 og 3 þar sem minnt er á að við þéttingu byggðar er mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum t.d. varðandi leik- og grunnskóla.
Aths.UMSÖGN_Lækjarg.2-Suðurg.7.pdf
Augl.Lögb. Fréttabl.pdf
Augl.Fréttabl.Lækjarg.2_Suðurg.7_9.5.2018.pdf
Lækjarg.2_dsk.br.LOKA.pdf
6. 1609319 - Hraunskarð 2, lóðarumsókn, úthlutun, afsal
Lagt fram bréf frá Bjargi íbúðafélagi um ósk um skil á lóðinni Hraunskarði 2.

Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir beiðni Bjargs íbúðarfélags hses. um skil á lóðinni Hraunskarð 2.

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað
Það eru mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að finna lausn til að tryggja uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum í samstarfi við Bjarg, íbúðafélag. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið til að gera slíkan samning í þeim tilgangi að auka framboð á leiguhúsnæði fyrir tekjulægri hópa. Uppbygging er nú hafin í Reykjavík og fleiri sveitarfélögum en ljóst að Hafnarfjörður mun enn bíða þegar kemur að uppbyggingu á almennu leighúsnæði.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bókuðu um málið á fundi bæjarráðs þann 8. mars sl. þegar í ljós kom að skipulag lóðarinnar kallaði á meiri kostnað en gert er ráð fyrir samkvæmt reglugerð um almennar íbúðir. Á þeim fundi var fullyrt að unnið væri að lausn á málinu. Nú er hins vegar ljóst að verkefnið mun frestast um ófyrirséðan tíma og lýsir Bjarg íbúðafélag því yfir í bréfi til Hafnarfjarðarbæjar, dags. 19. júní sl. „að miðað við óbreytta afstöðu Hafnarfjarðarbæjar“ skili þeir lóðinni sem þeir fengu úthlutað.
Íþyngjandi skipulagsskilmálar í Skarðshlíð hafa reynst Hafnarfjarðarbæ dýrkeyptir. Það er miður að ekki hafi verið hægt að gera breytingar sem hefðu getað liðkað til fyrir samstarfi við Bjarg íbúðafélag í Skarðshlíð. Það er mikilvægt að Hafnarfjarðarbær leggi áherslu á að samningar náist við Bjarg um uppbyggingu í næstu hverfum sem hugað er að í uppbyggingu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar leggja mikla áherslu á að skipulagsskilmálar í nýjum hverfum taki mið af mismunandi þörfum húsbyggjenda og fjölbreyttum möguleikum í byggingu íbúðahúsnæðis. Eins og kom fram á fundinum eru viðræður og samráð á milli Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúa Bjargs í fullum gangi vegna nýrrar lóðar fyrir félagið í næsta áfanga Skarðshlíðar. Sameiginlegur vilji aðila stendur til að tryggja að markmið verkefnisins um hagkvæmni náist. Samkomulagið við Bjarg til næstu ára er enn í fullu gildi og því ber að fagna.
Skil lóðar - Hraunskarð.pdf
7. 1805237 - Bæjarráð, skipulagsmál, erindi
Lagt fram bréf frá Dyr ehf f.h. Geymslusvæðisins ehf.

Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og skipulagssþjónustu til úrvinnslu.
8. 1806332 - Selhella 8, framsal lóðar, HS Veitur
Tekið fyrir að nýju.

Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.
Afgreiðslu frestað.
selhella 8.sala lóðar.minnisblað.6.7.18.pdf
9. 1805331 - Miðhella 1 og Selhella 10, skipti á lóðum, erindi
Tekið fyrir að nýju.

Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.
Bæjarráð heimilar nafbreytingu á lóð í samræmi við fyrirliggjandi erindi.
10. 1505266 - Endurskoðun lóðarverðs og gatnagerðargjalda
Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:

Gjaldskrá lóðaverðs lögð fram til afgreiðslu.

Tillaga:
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir gjaldskrá fyrir íbúðarhúsnæði, gatnagerðargjald og byggingarréttargjald.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir gjaldskrá fyrir íbúðarhúsnæði, gatnagerðargjald og byggingarréttargjald.
Drög.lóðarverð.tvíbýlishús.4.7.18.pdf
11. 1803270 - Malarskarð 8, umsókn um lóð, úthlutun, afsal
Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 8 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir beiðni um skil á lóðinni Malarskarð 8-10.
12. 1708316 - Malarskarð 16, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal
Lögð fram beiðni lóðarhafa um skil á lóðinni Malarskarði 16.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir beiðni um skil á lóðinni Malarskarð 16.
13. 1806164 - Engjavellir 5B, kauptilboð
Lagt fram að nýju.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir kaup á íbúð að Engjavöllum 5B.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir kaup á íbúð að Engjavöllum 5B í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð.
14. 1804550 - Nú framsýn menntun, þjónustusamningur
17.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 26.júní sl.
Lagt fram bréf frá Framsýn menntun um aukið nemendafjölda fyrir skólaári 2018-2019 þ.e. úr 45 í 50 nemendur.

Fræðsluráð felur fræðslustjóra að vinna að breytingum á samningi við Nú, Framsýn miðað við ákvörðun ráðsins og vísa til bæjarráðs til samþykktar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu fræðsluráðs um fjölgun á nemendum við grunnskólann NÚ úr 45 í 50 nemendur og að þjónustusamningi Hafnarfjarðarbæjar við Framsýn menntun ehf., sem samþykktur var í bæjarstjórn þann 23. maí sl., verði breytt í samræmi við samþykkta fjölgun nemenda.

Adda María Jóhannsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Á fundi bæjarstjórnar þann 23. maí sl. studdu fulltrúar Samfylkingar ekki endurnýjun ótímabundins samnings við Framsýn menntun sem festir greiðslu skólagjalda í sessi. Samkvæmt samningnum er skólanum heimilt að innheimta skólagjöld sem jafngilda um 200 þúsund krónum á ári á hvern nemanda. Það stríðir gegn því grundvallarsjónarmiði jafnaðarfólks að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls og opinn öllum börnum óháð efnahag foreldra. Undirrituð situr því hjá við atkvæðagreiðsluna.

Beiðni um aukinn nemendafjölda í Nú 2018.pdf
15. 1807138 - Háskóli Íslands, kennsluhúsnæði
Lagt fram erindi frá Háskóla íslands dags. 10.júlí þar sem óskað er eftir viðræðum vegna kennsluhúsnæðis.
Kristinn Andersen víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við Háskóla Íslands um að kanna möguleika á að tæknifræðinám Háskóla Íslands geti farið fram í Menntasetrinu við Lækinn í samræmi við framkomið erindi.
Ósk um viðræður vegna kennsluhúsnæðis.pdf
16. 1806284 - Lántökur 2018
Lagðir fram lánasamningar.

Tillaga að bókun:
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði Bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga annars vegar að fjárhæð 375.649.590.- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum, og hins vegar lán að fjárhæð 130.000.000 kr. til 15 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum.
Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165.3899, og Sigríði Kristinsdóttur, kt. 171062-2099 í fjarveru Rósu veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Rósa Steingrímsdóttir, fjármálastjóri, mætir til fundarins undir þessum lið.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir svohljóðandi bókun:

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði Bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga annars vegar að fjárhæð 375.649.590.- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum, og hins vegar lán að fjárhæð 130.000.000 kr. til 15 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum.

Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165.3899, og Sigríði Kristinsdóttur, kt. 171062-2099 í fjarveru Rósu veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Hafnarfjörður_ lt. 1806_84 _ EIG FE_VTR br vxt. _130 mkr..pdf
Hafnarfjörður_lt. 1806_83_ LSS55 -370 mkr.pdf
Bókun v lántöku 2018_1806284.pdf
17. 1807028 - Vinnsla fjárheimilda 2019 og fjárhagsáætlana til þriggja ára
Lagt fram minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 29.júní sl. varðandi forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2019.
Rósa Steingrímsdóttir, fjármálastjóri, mætir til fundarins undir þessum lið.
Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 20.pdf
18. 1806100 - Samband íslenskra sveitarfélaga, kosning fulltrúa á landsþing 2018-2022
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að skv. 5. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga skulu sveitarstjórnir kjósa fulltrúa á landsþing sambandsins og gildir sú kosning fyrir kjörtímabil sveitarstjórnar.

Kjósa skal 6 fulltrúa á landsþing og jafnmarga til vara.
Samband íslenskra sveitarfélaga, kosning fulltrúa, samþykktir og fyrirmynd að kjörbréfi.pdf
19. 1502214 - Markaðsstofa Hafnarfjarðar
Tilnefning varamanns í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar, sbr. 3. mgr. 7. gr. samþykktar Markaðsstofunnar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar tilnefnir Kristinn Andersen sem varamann í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar.
20. 1806149 - Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Breyting á fulltrúum í Barnaverndarnefnd.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að Heimir Hilmarsson, Holtabyggð 1, fari úr Barnaverndarnefnd sem aðalmaður. Jafnframt að Sveindís Jóhannsdóttir, Svalbarða 9, 220 Hfj. hætti sem varamaður og fari inn sem aðalmaður og í hennar stað sem varamaður komi Hildur Anna Karlsdóttir, Þrastarási 14, Hfj.
21. 1806156 - Stefnuyfirlýsing meirihluta bæjarstjórnar 2018
Lagt fram svar við fyrirspurn.
Máli frestað til næsta fundar.
22. 1806016 - Jafnréttislög nr. 10/2008, skyldur sveitarfélaga
Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu til sveitarfélaga.
Jafnréttislög nr. 10/2008, skyldur sveitarfélaga.pdf
23. 1805518 - Sjálfstæði og fullveldi Íslands, aldarafmæli, erindi
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fræðsluráðs.
Sjálfstæði og fullveldi Íslands, aldarafmæli, erindi.pdf
24. 1806093 - Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ársreikningur 2017
Lagður fram til kynningar ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2017
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ársreikningur 2017.pdf
Fundargerðir
25. 1801608 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2018
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.júní sl.
26. 1801244 - Sorpa bs, fundargerðir 2018
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 4.júlí sl.
27. 1806013F - Fjölskylduráð - 365
Lögð fram fundargerð fjölskylduráðs frá 3.júlí sl.
28. 1806010F - Fræðsluráð - 395
Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 26.júní sl.
29. 1806007F - Skipulags- og byggingarráð - 651
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 26.júní sl.
30. 1807004F - Skipulags- og byggingarráð - 652
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.júlí sl.
31. 1806008F - Umhverfis- og framkvæmdaráð - 310
Lögð fram fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 27.júní sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta