Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 396

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
11.07.2018 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
 varamaður,
Klara Guðrún Guðmundsdóttir varamaður,
Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir, ritari
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra,


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1806149 - Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Á fundi bæjarráðs þ. 28.júní var eftirfarandi tekið fyrir:

Leiðrétt mistök frá síðsta bæjarstjórnarfundi.

Tilnefning varaáheyrnafulltrúa í fræðsluráð er Harpa Þrastardóttir, Hamarsbraut 16, ekki Harpa Þorsteinsdóttir.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir tilnefninguna.
Staðfest.
2. 1305252 - Læsisverkefni
Verkefnastjóri Lestur er lífsins leikur fer yfir stöðu læsistefnu Hafnarfjarðar.
Fræðsluráð þakkar fyrir kynningu á Lestur er lífsins leikur og fagnar því metnaðarfullu starfi sem nú þegar hefur verið unnið.
3. 1804550 - Nú framsýn menntun, þjónustusamningur
Samningur við Nú framsýn lagður fram til samþykktar með fjölgun um fimm nemendagildi.
Fræðsluráð samþykkir að fjölga nemendur hjá Nú, framsýn úr 45 í 50 nemendur.
4. 1604375 - Grunnskólar, ytra mat, Hraunvallaskóli
Lagt fram bréf Mennta- og menntamálaráðuneytisins dags. 25. júní um að eftirfyld með úttekt á Hraunvallaskóla er lokið.
Lagt fram til kynningar.
5. 1503055 - Heilsueflandi samfélag
Kynning á verkefnum Heilsueflandi Hafnarfjarðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta