Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarráð - 656

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
11.09.2018 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson aðalmaður,
Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Kristján Jónas Svavarsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ívar Bragason lögmaður og Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1701084 - Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Teknar fyrir á ný hugmyndir VA arkitekta að uppbyggingu og þróun Hamraness sem nýbyggingarsvæðis.
Bjarki Gunnar Halldórsson og Karl Magnús Karlsson frá VA arkitektum kynntu hugmyndir að uppbyggingu í Hamranesi.
2. 1602144 - Þéttingarsvæði, deiliskipulag
Tekin til umræðu deiliskipulagsvinna á þéttingarsvæðum.
Skipulagsfulltrúi, Þormóður Sveinsson, kynnti möguleg svæði til þéttingar byggðar og hugmyndir að verklagi.
3. 1807152 - Hvaleyrarbraut 3, umsókn til skipulagsfulltrúa
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar eftirfarandi erindi til skipulags-og byggingarráðs með vísan til fyrri meðferða erindis og umsagnar frá 09.06.2018.
Húsfélagið Hvaleyrarbraut 3 óskar eftir að breyta byggingarmörkum og að heimilað verði að innrétta 6 íbúðir í húsinu skv. greinargerð á uppdrætti.
Skipulags- og byggingarráð vísar hugmyndum að uppbyggingu að Hvaleyrarbraut 3 til skipulagsvinnu vegna Flensborgarhafnar.
4. 1804540 - Hrauntunga 20, fyrirspurn
Örn þór Halldórsson arkitekt f.h. eiganda Hrauntungu 20 óskar eftir með bréfi dags. 2.9.2018 að umsókn þeirra frá 20.4.2018 um byggingu 40m2 viðbyggingu við húsið fái efnislega meðferð hjá skipulags- og byggingarráði. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa þann 9. maí s.l. tók neikvætt í erindið eins og það lá fyrir þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa.
5. 1808426 - Kirkjuvegur 8b, lóðarstækkun
Valur Sveinbjörnsson sækir um stækkun lóðarinnar Kirkjuvegur 8b, L121380, um 19,5m2 fyrir hönd meðeigenda Enoks Sveinbjörnssonar, Halldóru S. Hafsteinsdóttur og Guðrúnar A. Guðmundsdóttur.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn arkitekts vegna lóðarstækkunar við Kirkjuveg 8b og samþykkir fyrirhugaða lóðarstækkun og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Kirkjuvegur 8b, umsókn um stækkun á lóð.pdf
Lóðarblað stækkun.pdf
6. 1807137 - Trönuhraun 9, gistiheimili
Lagt fram erindi Ingvars og Kristjáns ehf. sem barst 5. júlí 2018. Óskað er eftir að skipulags-og byggingarráð standi við fyrri ákvörðun um að auglýsa deiliskipulagsbreytingu sem unnin hefur verið.
Skipulags- og byggingarráð hafnar erindinu og vísar umsækjanda í upplýsingar í nýsamþykktu rammaskipulagi fyrir Hraun vestur og tekur undir bréf skipulagsfulltrúa frá 28.11.2016.
7. 1305167 - Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju, að lokinni kynningu og endurauglýsingu, tillaga að breyttu deiliskipulagi Miðbær Hraun Vestur. Breytingin tekur til reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 31.10.2017 var samþykkt að auglýsa tillöguna að nýju vegna athugasemda Skipulagsstofnunar. Auglýsingartími var frá 4.4. til 16.5.2018. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum og lá fyrir umsögn skipulagsfulltrúa um þær 20.6.2018. Veitt var heimild til að koma að frekari athugasemdum á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. júlí s.l. samanber bréf Hjalta Steinþórssonar dags. 25.7.2018. Lagt fram svar skipulagsfulltrúa dags. 10.9.2018 við síðari athugasemdum Hjalta.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Miðbær Hraun Vest skilm..pdf
Miðbær Hraun Vestur. uppdráttur.pdf
Aths.UMSÖGN_Miðbær_Hraun_Vestur.pdf
Hverfisgata 49 andmæli.pdf
Athugas.Miðb.Hr.Ve..pdf
Athugasemdir_dsk.Miðb.Hr.Ve..pdf
Andmæli.pdf
8. 1809050 - Hraun V - hverfi 1, Gjótur
Lagt fram erindi Óskars Hafnfjörð Auðunssonar fh. Skeljar ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu skipulags- og byggingarráðs á hvort kvaðir um verslun og þjónustu skv. fyrirliggjandi rammaskipulagi, Hraun vestur, verði endurskoðaðar og hvort heimilt verði að hækka hlutfall íbúðarhúsnæðis á skipulagssvæðinu.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.
Fyrirspurnir
9. 1806391 - Brenniskarð 1-3, fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Þrastarverk ehf. um byggingu fjölbýlishúss á lóðinni Brenniskarð 1-3 samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 19.7.2017 síðar breytt dags. 6.9.2018. Sótt er um deiliskipulagsbreytingu á lóðinni. Í breytingunni felst að bílakjallari verði staðsettur við hús númer 1 í stað 3 líkt og deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.
Fundargerðir
10. 1808003F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 717
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 8.8.2018.
11. 1808006F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 718
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 15.8.2018.
12. 1808018F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 719
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 29.8.2018.
13. 1809005F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 720
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 5.9.2018.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:55 

Til bakaPrenta