Til bakaPrenta
Bæjarráð - 3507

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
08.11.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Guðríður Guðmundsdóttir, 
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1712270 - Bæjarráð, styrkir 2018
Tekið fyrir að nýju til afgreiðslu.
Andri Ómarsson, verkefnastjóri mætti til fundarins.

Bæjarráð samþykkir að veita eftir eftirfarandi styrki:

-Ástráður ? Kynfræðslufélag læknanema = 100þkr
-Hátíð Hamarskotslækjar = 150þkr
-Túlkun á tómstunda- og menningarviðburðum 2019 = 300þkr
-Kóramót eldri borgara í Hafnarfirði = 100þkr
-Aðstaða og efniviður fyrir skapandi námskeið ætluð börnum og ungmennum í Hafnarfirði = 600þkr
2. 1712233 - Persónuvernd, innleiðing
Lögð fram persónuverndarstefna Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Jón Ingi Þorvaldsson persónuverndarfulltrúi mætti til fundarins.

Bæjarráð samþykkir framlagða persónuverndarstefnu og vísar til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Persónuverndarstefna Hafnafjarðarfjarðarkaupstaðar.pdf
3. 1801099 - Kaplakriki, framkvæmdir
Lögð fram tillaga Kaplakrikhóps um endanlegt verðmat íþróttamannvirkja í Kaplakrika: íþróttahús fasteignanr. 207-6777, 030101, knatthúsin Risann, fasteignanr. 227-8089 050101 og Dverginn fasteignanr. 235-4357 100101, sbr. 3. tl. rammasamkomulags milli Hafnarfjarðarkaupstðar og FH frá 13. ágúst 2018.

Helga Stefánsdóttir forstöðumaður framkvæmda- og rekstardeildar á umhverfis- og skipulagsþjónustu, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Ásmundur Ingvarsson verkfræðingur mættu til fundarins.
Bæjarráð samþykkir tillögu Kaplakrikahóps um verð á 3 tilgreindum íþróttamannvirkjum sem koma í hlut Hafnarfjarðarbæjar skv. rammasamkomulagi frá 13. ágúst sl.

Jón Ingi Hákonarson fulltrúi Viðreisnar og Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi bókun:

Við viljum fullvissa okkur um að aðferðafræðin sem liggur að baki verðmats fasteigna á Kaplakrika sé í samræmi við vandaðar reikningsskilavenjur. Við áskiljum okkur rétt til að ráðfæra okkur við sérfræðinga á sviði reikningsskila til að fullvissa okkur um að stuðst hafi verið við viðurkenndar aðferðir varðandi afskriftir slíkra fasteigna. Því sitjum við hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi:

Samkvæmt rammasamkomulagi sem undirritað var í ágúst sl. var ákveðið að setja á fót Kaplakrikahóp sem hefur það hlutverk að leiða til lykta eignaskiptingu og eignarhald. Hópurinn var faglega skipaður af bæjarráði og eru fulltrúar hans bæði pólitískir og ópólitískir sérfræðingar, auk þess sem háttsettir starfsmenn bæjarfélagsins starfa með hópnum. Það verðmat sem hér liggur fyrir er niðurstaða vinnu hópsins og lýsum við yfir fullum stuðningi við þá niðurstöðu og vinnu. Hér er um að ræða mikilvægt innlegg í þá vinnu sem fram undan er varðandi endanleg eignaskipti á Kaplakrikasvæðinu.

Verðmat Kaplakriki Verkís Hfj. 5.11.2018.pdf
4. 1405420 - Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram erindi frá SSH dags. 6. nóv. sl. varðandi tillögur að fyrirkomulagi samstarfs um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri Fjölskylduþjónustu mætti til fundarins.
Erindinu vísað til umfjöllunar í fjölskylduráði.
5. 1706369 - Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll
Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.

Ný lóðamörk vegna Sörlaskeiðs 13A, lóð fyrir Reiðhöll.

Samkvæmt nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir að íþróttasvæðið verði ein lóð, en áður var aðeins lóð utan um reiðhöllina. Lóðin breytist úr lóð Sörlaskeiðs 13A 7.582,4m² í 84.725,9m² skv. lóðarblaði sem er unnin eftir ný samþykktu deiliskipulagi.

Forsendur þessarar stækkunar eru að skilgreina eina stóra lóð umhverfis öll mannvirki á svæðinu þar með talin bílastæðin, keppnisvellina og allar byggingar.

Bæjarráð samþykkir breytta lóðarstærð og leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni til Hafnarfjarðarkaupstaðar og Hestamannafélagsins Sörla.
Deiliskipulag athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla.pdf
Sorlaskeid_13A_Tillaga_112018.pdf
6. 1806284 - Lántökur 2018
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármálasviðs vegna lántöku.

Bæjarráð vísar til bæjarstjórnar að samþykkja lántökur í samræmi við framlagt minnisblað og viðauka sem lagður er fram samhliða í máli nr. 1704040.
Minnisblað v lántöku nóv 2018_1806284.pdf
7. 1704040 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021
Lagður fram viðauki við fjárhagsáæltun 2018.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Viðauki V bæjarráð 08.11.2018.pdf
8. 1810333 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fjárhagsáætlun 2019
Lagðar fram tillögur að gjaldskrá heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar tillögur að gjaldskrám heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
GJALDSKRÁ 2019 hhk.pdf
GJALDSKRÁ 2019 viðauki 2.pdf
HUNDAGJALDSKRÁ 2019 tillaga.pdf
Fjárhagsáætlun 2019 loka 01.10.2018.pdf
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2019 endurbætt 30.9.2018.pdf
9. 1810400 - Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, gjaldskrá
Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. lögð fram.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá SHS verði samþykkt.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, gjaldskrá.pdf
10. 1810348 - Kríuás 19, íbúð 0102, kauptilboð
Lagt fram kauptilboð í íbúð að Kríuási 19 ásamt söluyfirliti.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð sveitarfélagsins í íbúð að Kríuási 19 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
11. 1810347 - Berjavellir 6, kauptilboð
Lagt fram kauptilboð í íbúð að Berjavöllum 6 ásamt söluyfirliti.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð sveitarfélagsins í íbúð að Berjavöllum 6 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
12. 1801455 - Starfshópur um Ásvelli 2018
Formaður hópsins, Kristinn Andersen, gerir grein fyrri stöðu verkefnisins og leggur fram ósk um að umboð hópsins verði framlengt.
Bæjarráð samþykkir að framlengja umboð starfshóps um Ásvelli til 1. febrúar 2019.
13. 1708577 - Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir
Lögð fram beiðni Fjarðarmóta ehf. um afsal lóðarinnar Glimmerskarð 2.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja afsal Fjarðarmóta ehf. á lóðinni Glimmerskarði 2.
14. 1808272 - Skátalundur, lóð við Hvaleyrarvatn, lóðarleiga, ósk um niðurfellingu
Tekið fyrir að nýju til afgreiðslu.
Bæjarráð hafnar beiðninni. Ákvörðun um niðurfellingu lóðarleigu á knatthúsi er reist á ákvæði í samstarfssamningi ÍBH og Hafnarfjarðarbæjar. Það ákvæði á ekki við í þessu máli. Umsækjandi fær niðurfellingu fastegnaskatts skv. reglum samþykktum í bæjarstjórn þann 5.12.2012.
15. 1811046 - Sönghátíð í Hafnarborg, samstarfssamningur, erindi
Lögð fram umsókn um samstarfssamning um Sönghátíð í Hafnarborg 2019-2021.

Erindinu er vísað til menningar- og ferðamálanefndar.
Sönghátíð í Hafnarborg, samstarfssamningur, erindi.pdf
16. 1810029 - Kærumál vegna ákvarðana bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar
Lögð fram umsögn Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna kæru dags 21. og 24. ágúst sl. um ógildingu ákvarðana.
Lagt fram.
Umsögn Hafnarfjarðarkaupstaðar dags 5. nóvember 2018 ásamt fylgiskjali..pdf
17. 1810433 - Móbergsskarð 1-3, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Gunnars Agnarssonar og Önnu B. Sigurðardóttur um parhúsalóðina Móbergsskarð 1-3.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 1-3 verði úthlutað til Gunnars Agnarssonar og Önnu B. Sigurðardóttur.
18. 1501090 - Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Athygli mín hefur verið vakin á því að fylgigögn fyrir síðasta fund bæjarstjórnar, þar sem til umfjöllunar var skipulagslýsing Flensborgarhafnar sem meirihlutinn felldi úr gildi hafi verið þeim galla haldin að fyrir fundinum (sem og fyrri fundum í Hafnarstjórn og skip/bygg) hafi ekki legið endanleg skipulagslýsing, heldur eldri drög.
Ég vísa í þessu samhengi til fundar bæjarstjórnar þann 13. apríl 2016, þar sem eftirfarandi var afgreitt:
2. 1501090 - Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá 17.febr. og 16.mars sl. Lögð fram drög að lýsingu á notkun og skipulagi hafnarsvæðisins. Verkefnisstjóri mætti á fundinn og fór yfir lýsingu. Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi lýsingu fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem fram komu á fundinum um stækkun svæðisins að Stapagötu og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu að breyttri notkun og skipulagi hafnarsvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi gögn."
Fylgiskjöl:
Niðurstaða fundar:
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson situr hjá.

Þarna var til umfjöllunar eftirfarandi plagg, dagsett þann 3. mars 2016:
https://www.hafnarfjordur.is/media/skipulag/FlensborgarhofnSkipulagslysingMars2016.pdf


Í inngangi þess segir m.a.: ,,Skipulagssvæðið liggur við Flensborgarhöfn sem er stutt frá miðbæ Hafnarfjarðar. Það er afmarkað af Cuxhavengötu til vesturs, Hvaleyrarbraut og Strandgötu til suðurs og lóðarmörkum Strandgötu 75 (Drafnarhúsið) til austurs. Smábátahöfnin frá Suðurbakka að norðan og að Strandgötu 75 er einnig hluti af skipulagssvæðinu. Miðað við fyrri skipulagsvinnu á svæðinu hafa mörkin víkkað út. Svæðið sem um ræðir nær nú lengra til vesturs en það sem nær til smábátahafnarinnar samkvæmt núgildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi. Stækkun skipulagssvæðisins nær inn á Suðurhöfn sem er skilgreint atvinnusvæði í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013- 2025 og þarf að endurskoða það meðfram deiliskipulagsvinnu á svæðinu..."

Þessi útvíkkun var staðfest á umræddum fundi bæjarstjórnar, þ.e. færsla yfir Drafnarhús og Stapagötu. Sá flötur er nákvæmlega sá sami og var skilgreindur í keppnislýsingu þeirri sem nú er unnið með í samráðshópi um rammaskipulag svæðisins.

Hlekkur á bæjarstjórnarfundinn er hér:
https://livestream.com/accounts/5108236/events/2361147/videos/119370878

Nú óska ég álits á því hvernig þetta sem rakið er hér að ofan samræmist nýlegum málatilbúnaði, þess efnis að skipulagslýsingin og síðari keppnislýsing stangist á, sem og svörum við því hvaða þýðingu, ef einhverja, það hafi að hafa fellt úr gildi drög sem voru í vinnslu áður en þessi staðfesting í apríl 2016 átti sér stað.

Semsagt: óskað er skýringa á því hvers vegna úrelt plagg var notað í undirbúningi og afgreiðslu málsins í síðustu viku og þar á undan í ráðsviku.
Einnig spyr ég: er skipulagslýsingin sem samþykkt var í apríl 2016, með stækkuðu flatarmáli, enn í gildi, þar sem hún var ekki til umfjöllunar nú á síðustu vikum, heldur eldri útgáfa með öðru flatarmáli.
Fundargerðir
19. 1801455 - Starfshópur um Ásvelli 2018
Lagðar fram fundargerðir starfshópsins frá 23. og 30. október sl.
5 fundur starfshóps um Ásvelli 23. október 2018.pdf
6 fundur starfshóps um Ásvelli 30. október 2018.pdf
20. 1801099 - Kaplakriki, framkvæmdir
Lagðar fram fundargerðir Kaplakrikahóps frá 30.október og 6.nóvember sl.
Fundargerð 30.október 2018.pdf
Fundargerð Kaplakrikahóps 6.nóvember 2018.pdf
21. 1810023F - Hafnarstjórn - 1536
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 24.okt.sl.
22. 1810034F - Hafnarstjórn - 1537
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 31.okt.sl.
23. 1801608 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2018
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.okt. sl.
29102018 Heilbrigðisnefnd 239.pdf
24. 1810032F - Menningar- og ferðamálanefnd - 314
Lögð fram fundargerð mennningar- og ferðamálanefndar frá 31.okt.sl.
25. 1801244 - Sorpa bs, fundargerðir 2018
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 24. og 25.okt. sl.
Fundargerð 398 stjórnarfundar undirrituð.pdf
Fundargerð 399 stjórnarfundar undirrituð.pdf
26. 1801243 - Strætó bs, fundargerðir 2018
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25.október sl.
Fundargerð stjórnarfundur 293 25.10 2018.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta