Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 404

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
07.11.2018 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður,
Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður,
Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir, ritari
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1803158 - Nýsköpunar- og tæknisetur
Lagt fram minnisblað frá starfshópi ásamt fylgigögnum.
Lagt fram.
Minnisblað_Tækni- og nýsköpunarsetur_20181101.pdf
Hönnunar- og tæknisamfélag við Lækinn Staðan júlí 2018.pdf
BusinessmodelCanvas_HonnunarTaeknisetur_5_juli2018.pdf
Minnisblað_hönnunar- og tæknisetur_20180213.pdf
2. 1612327 - Þjónustusamningur við ÍBH
1.liður úr fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 15. október sl.
Samningur við ÍBH um þjónustu bandalagsins vísað til fræðsluráðs til samþykktar.
Fræðsluráð samþykkir þjónustusamning milli Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

3. 1706132 - Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, nýr samstarfssamningur
3. liður úr fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 15. október sl.
Lagður fram til samþykktar nýr samstarfssamningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

Fulltrúi Samfylkingar bókar:
Á fundi sínum þann 10. maí 2017 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögu um að framvegis yrði gengið út frá 100% eignarhlut bæjarins í íþróttamannvirkjum sem byggð yrðu með þátttöku sveitarfélagsins. Í tillögunni fólst að undirbúa ætti nýjan samstarfssamning þar sem kveðið yrði á um þessa breyttu stefnu bæjarins. Í greinargerð sem fylgdi með tillögunni var gerð nánari grein fyrir tillögunni m.a. um að með henni væri aukið jafnræði meðal félaga og deilda innan íþróttahreyfingarinnar.

Í fyrirliggjandi drögum kveður við annan tón, og í stað þess að tala um að gengið verði út frá 100% eignarhlut segir að eignarhlutur bæjarins geti orðið allt að 100%. Þar sem um er að ræða stefnubreytingu á áður samþykktri tillögu í bæjarstjórn er nauðsynlegt að bæjarstjórn fjalli um málið og taki afstöðu til þessarar breytingar.


Samningur samþykktur með atkvæðum meirihlutans og fulltrúi minnihlutans situr hjá. Málinu vísað til fræðsluráðs til samþykktar.
Fulltrúar meirihlutans samþykkja fyrirliggjandi samstarfssamning milli Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Samningurinn er afrakstur samtals milli Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttahreyfingarinnar þar sem fundnar voru leiðir til að standa áfram með þróttmiklu Íþróttastarfi í Hafnarfirði þar sem hagsmunir barna og unglingar eru höfð að leiðarljósi.


Undirritaðir vilja ítreka og taka undir bókun frá fundi íþrótta og tómstundanefndar og ítreka að þann 10. maí 2017 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögu um að framvegis yrði gengið út frá 100% eignarhlut bæjarins í íþróttamannvirkjum sem byggð yrðu með þátttöku sveitarfélagsins. Í tillögunni fólst að undirbúa ætti nýjan samstarfssamning þar sem kveðið yrði á um þessa breyttu stefnu bæjarins. Í greinargerð sem fylgdi með tillögunni var gerð nánari grein fyrir tillögunni m.a. um að með henni væri aukið jafnræði meðal félaga og deilda innan íþróttahreyfingarinnar.
Í fyrirliggjandi drögum kveður við annan tón, og í stað þess að tala um að gengið verði út frá 100% eignarhlut segir að eignarhlutur bæjarins geti orðið allt að 100%. Þar sem um er að ræða stefnubreytingu á áður samþykktri tillögu í bæjarstjórn er nauðsynlegt að bæjarstjórn fjalli um málið og taki afstöðu til þessarar breytingar
Undir þetta rita fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlista, Viðreisnar og Miðflokks í fræðsluráði
4. 11023155 - Skólavogin
Þróunarfulltrúi kynnir niðurstöður Skólavogarinnar 2017-2018 fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar.
Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna.

Fulltrúar minnihluta í fræðsluráði leggja fram svohljóðandi bókun:
Skólavogin er mikilvægur þáttur fyrir skólastjórnendur og skólaskrifstofur til að nýta sér er kemur að innra mati skólanna. Skólapúlsinn gefur vísbendingar um þróun mála í skólanum og gera öllum kleift að beina úrbótum þar sem mestur árangur hlýst af.

Í niðurstöðu nýjustu könnunar Skólavogarinnar fyrir 2017 og 2018 vegna grunnskóla landsins kemur í ljós að grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar fá mun lakari útkomu í heild heldur en þegar sambærileg könnun var gerð fyrir tveimur árum síðan. Þá segir að grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar séu í hópi þeirra 25% sveitarfélaga sem eru með óhagstæðustu útkomuna í 18 af 25 matsþáttum. Hér er sérstaklega vísað til vinnuaðstæður kennara, faglegan stuðning skólastjóra og valddreifingu við ákvarðanatöku.

Að mati okkar er þetta dapurleg niðurstaða fyrir sveitarfélag sem vill vera í fremstu röð og leggum við áherslu á að fræðsluskrifstofa og allt fræðsluráð sameinist um að styrkja þá þætti sem koma hvað lakast út, ásamt því að halda áfram að bæta úr þeim þáttum sem koma vel út. Gerum það að sameiginlegu markmiði okkar allra að Hafnarfjarðarbær verði með bestu niðurstöðu allra sveitafélaga þegar kemur að næstu könnun.
Skolavogin_grunnskólarHfj_2017-2018_LOK.pdf
Skólavogsskýrsla-2017-2018_Hafnarfjordur-grunnskólar_kynning.pdf
5. 1710533 - Skólavogin leikskólar
Þróunarfulltrúi leikskóla kynnir niðurstöður Skólavogarinnar 2017-2018 fyrir leikskóla Hafnarfjarðar.
Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna.
Skolavogin_ leikskólar 10. júlí 2018.pdf
Kynning_Skólavogin_fræðsluráð 7.nóv18.pdf
6. 1810430 - Hljóðvist í leik- og grunnskólum
Lagt fram minnisblað um bætta hljóðvist í leik- og grunnskólum.
Lagt fram.
Hljóðvist_minnisblað_nóv2018.pdf
7. 1806177 - Umboðsmaður barna, erindi
Svar við erindi umboðsmanns barna lagt fram.
Lagt fram.
Samþykkt skólaráðs vegna matarmála 2018.pdf
Erindi-umboðsmanns-2018_svar-Hfj-201811.pdf
8. 1808400 - Skólanefndir hlutverk og skyldur, námskeið
Lagður fram tölvupóstur dags. 1. nóvember sl. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt drög að dagskrá námskeiðs fyrir skólanefndir - 26. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar
Námskeið fyrir skólanefndir.pdf
9. 1809502 - Hópasöfnun í miðbæ
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir stöðu máls.
Fræðsluráð þakkar kynninguna. Fræðsluráð leggur áherslu á nauðsyn þess að setja af stað þverfaglega vinnu til að hindra hópamyndun í miðbæ Hafnarfjarðar.
10. 1810015F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 279
Lögð fram fundargerð 279. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta