Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 318

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
07.11.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður,
Helga Björg Arnardóttir aðalmaður,
Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi,
Tinna Hallbergsdóttir varamaður,
Ásta Rut Jónasdóttir Varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Halldór Ingólfsson verkefnastjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 16011208 - Leiðarendi, aðgerðir og verndun
Árni Stefánsson frá Hellarannsóknarfélagi Íslands kynnir hugmyndir varðandi rekstur Leiðarenda.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og felur sviðinu að fylgja eftir samningi og aðgerðaráætlun sem samþykkt var í maí 2017.
2. 1608517 - Villikettir, ósk um samstarfssamning
Fulltrúi Villikatta, Arndís Kjartansdóttir, mætir til fundarins og kynnir starfsemi félagsins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og samþykkir að framlengja samstarfssamningi um eitt ár.

Fulltrúi Viðreisnar ítrekar bókun frá síðasta fundi. "Telur mikilvægt að vinna að heildstæðari lausnum hvað varðar föngun dýra, skráningu og eftirliti hvort um er að ræða gæludýr eða villiketti. Einnig er lögð áhersla á að lög nr. 55 frá 2013 séu höfð að leiðarljósi í allri vinnu er viðkemur velferð dýra. Fulltrúi Viðreisnar telur mikilvægt að faglega ráðin umhverfisfulltrúi í Hafnarfirði hafi einnig umsjón með dýravernd og verði í samstarfi við vistfræðinga, líffræðinga og dýralækna og önnur samtök í bænum er vinna að dýravernd og að unnið sé að heildstæðari lausnum."
3. 1810217 - Klappir Grænar Lausnir hf, umhverfishugbúnaður
Fulltrúar Klappa kynna umhverfishugbúnað frá Klappir Core.
4. 1810410 - Snjómokstur og hálkuvarnir 2018-2019
Kynntar áætlanir um snjómokstur og hálkuvarnir.
5. 1810411 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hafnarfjarðarkaupstað
Kynnt tillaga að samþykkt um meðhöndlun úrgangs hjá Hafnarfjarðarkaupstað.
6. 1006286 - Umhverfis- og auðlindastefna
Tekin til umræðu Umhverfis- og auðlindastefna og staða sambærilegra mála á höfuðborgarsvæðinu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að boðað verði til íbúafundar þar sem umhverfis- og auðlindastefna Hafnarfjarðar verði kynnt.
7. 1810084 - Upplýsingaskilti við Reykjavíkurveg
Efirfarandi erindi var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá Menningar- og ferðamálanefnd 4. okt 2018.

Menningar- og ferðamálanefnd leggur til að sett verði upp upplýsingaskilti fyrir ferðamenn neðst á Reykjarvíkurveginum áður en komið er að hringtorgi þar sem eru 2 bílastæði. Skiltið myndi taka á móti ferðamönnum þegar þeir koma inn í bæinn og veita upplýsingar um helstu staði í bænum. Slíkt skilti er tilbúið hjá Markaðsstofu Hafnarfjarðar til framleiðslu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð frestar erindinu og óskar eftir að sviðið í samvinnu við menningar- og ferðamálanefnd og Markaðsstofu Hafnarfjarðar taki til skoðunar skiltamál í bænum heilstætt og komi með tillögur til úrbóta.
8. 1810299 - Bæjarbíó, stjörnur íslenskrar tónlistar, erindi
Lagt fram erindi Bæjarbíós varðandi stjörnur íslenskrar tónlistar. Bæjarráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum 25. október sl. og vísar því til vinnslu á umhverfis- og skipulagsþjónustu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati verkefnisins.
9. 1811018 - Áskorun til Hafnarfjarðarbæjar á úrbótum við Skarðshlíðarskóla
Lögð fram áskorun stjórnar foreldrafélags Skarðshlíðarskóla til Hafnarfjarðarbæjar á úrbótum við Skarðshlíðarskóla dags. 31. okt sl.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að svara erindinu.
Áskorun.pdf
10. 1808352 - Leikskólamál í Suðurbæ
Lögð fram bókun Fræðsluráðs frá 29. október sl. þar sem óskað er eftir því við Umhverfis- og framkvæmdarráð að ráðist verði í kostnaðargreiningu og undirbúning að viðbyggingu tveggja leikskóladeilda við Smáralund. Vinna við undirbúning færi fram á árinu 2019 og stefnt yrði að því að framkvæmdir hæfust árið 2020.
Fjárhagsáætlun 2019 er í vinnslu og þar er gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings viðbyggingu við Smáralund.

Fulltrúi Samfylkingarinnar Friðþjófur Helgi Karlsson óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar:
Það voru vonbrigði að meirihluti bæjarstjórnar skyldi fella tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um uppbyggingu á leikskóla í Öldutúnsskólahverfinu þar sem þörfin fyrir leikskólapláss er mikil umfram það sem er í boði í hverfinu. Rúmlega 100 börn og foreldrar þeirra þurfa því áfram að leita út fyrir hverfið að þessari mikilvægu nærþjónustu.

Fyrirspurn:
Hvernig ætlar meirihlutinn að taka á offramboði leikskólaplássa í þeim hverfum bæjarins þar sem um slíkt er að ræða og ljóst er að þannig verði það til framtíðar?

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar framkominni fyrirspurn til fræðsluráðs.
Fundargerðir
11. 1801244 - Sorpa bs, fundargerðir 2018
Fundargerðir nr. 398 og 399 lagðar fram.
12. 1706369 - Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll
Lagðar fram fundargerðir starfshóps nr. 2-4.
13. 1801455 - Starfshópur um Ásvelli 2018
Lagðar fram fundargerðir starfshóps nr. 3-6.
14. 1708176 - Skarðshlíðarskóli, framkvæmdir
Lagðar fram verkfundargerðir nr. 17 og 18.
15. 1701334 - Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir
Lagðar fram verkfundargerðir nr. 35 og 36.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta