Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarráð - 662

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
06.11.2018 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi,
Jón Garðar Snædal Jónsson Varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Helga Stefánssdóttir, forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1704230 - Gámar stöðuleyfi
Tekin til umræðu staðsetning og notkun gáma. Í byggingarreglugerð segir í gr. 2.6.1 m.a.:Sækja skal um stöðuleyfi til leyfisveitanda til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:
a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí.
b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna drög að verklagi og leyfisveitingu er varðar staðsetningu og notkun gáma á lóðum.
2. 1810319 - Trönuhraun 10, fyrirspurn
Lindaberg ehf. leggur 25.10.2018 inn fyrispurn þar sem óskað er eftir að byggja ofan á núverandi hús allt að 8. hæðir samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dagsettar 24.09.2018. Erindinu var vísað til skipulags- og byggingarráðs á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 31.10. s.l.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að gera umsögn um fyrirliggjandi tillögu.
Tronuhraun_10_.pdf
3. 1810468 - Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni
Þórhildur F. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Grænni Byggða mætir til fundarins og kynnir hugmyndir um vistvænar byggingar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra leggja til: Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna að stefnumótun í vistvænni hönnun á svæðum og lóðum sem eru til umfjöllunar á hverjum tíma hjá skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði. Þættir eins og umhverfisspor byggingarefna, umhverfisvænt og endurnýtt efnisval svo og lífsferilsgreining stærri framkvæmda eru atriði sem skipulagsyfirvöld og hönnuðir þurfa að taka tillit til með hliðsjón af minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda, bættu umhverfi og sjálfbærni í byggingariðnaði. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu um tilhögun gerðar við stefnumótunina.
4. 1810469 - Kapelluhraun 1. áfangi, endurskoðun deiliskipulags
Lagt er til að deiliskipulag Kapelluhrauns 1. áfanga verði tekið til endurskoðunar m.t.t. aðkomu inn á lóðir og stærðir þeirra. Enfremur lagt fram bréf Arcus ehf dags. 01.10.2018 varðandi lóðina Koparhella 5.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og felur skipulagsfulltrúa að hefja endurskoðun á deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga.
Scanned from a Xerox Multifunction Printer.pdf
Gísli Sveinbergsson vék af fundi við afgreiðslu máls 1706394
5. 1706394 - Skipalón 3, ófrágengin lóð
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 19.9.2018 frá bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurði Þ. Ragnarssyni og vísað til afgreiðslu skipulags og byggingarráðs. Fyrirspurninni var frestað á fundi skipulags- og byggingarráðs 25.9.2018.
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar Sigurðar.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar tillögu að lóðarskiptingu og endurskoðun lóðarleigusamnings til Bæjarráðs. Jafnframt er lögð fram tillaga lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi.

Fulltrúi Viðreisnar, Jón Garðar Snædal Jónsson, vill taka undir fyrirspurnir Miðflokksins og bóka eftirfarandi í kjölfarið.

1. Að bent er á að í byggingarreglugerð kafli 2.4 gr.2.4.7 Gildistími byggingarleyfis og stöðvun framkvæmda. Er skýrt tekið á því í byggingarreglugerð að byggingarleyfi fellur úr gildi hafi byggingarframkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá útgáfu þess. Stöðvast byggingarframkvæmdir í eitt ár eða lengur og getur leyfisveitandi þá að undangenginni aðvörun fellt byggingarleyfið úr gildi. Hafi byggingarframkvæmdir stöðvast í tvö ár hið skemmsta getur leyfisveitandi tekið ófullgert mannvirki, byggingarefni og lóð eignarnámi samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms.

2. Er það með öllu óskiljanlegt að leyfið hafi ekki verið afturkallað þar sem engar framkvæmdir hafa hafist enn og frestur til að skila inn gögnum er löngu búinn að firnast og engar áætlanir frá lóðararhafa um nýtingu lóðar eða framkvæmdir liggja fyrir.

3. Er það því eindregin áskorun að lóðarleyfið verði afturkallað og úthlutað öðrum til nýtingar, það getur ekki talist arðbært að skipulagðar lóðir standi auðar svo árum skipti sérstaklega í ljósi þess að hart er lagt í að komast í að byggja opin græn svæði í þéttingu byggðar sem mættu nýtast á annan hátt í þéttingarvæðingu meirihlutans.

4. Tekur því Viðreisn undir spurningu Miðflokksins og spyr hver eru næstu viðbrögð bæjarins í málinu?
Skipalón 3 Þráinn lóð nóv. 2018.pdf
S3 spurningar Miðflokksins..pdf
6. 1803108 - Reykjanesbraut við Víkurgötu, tenging við suðursvæði
Kynnt tillaga að breyttum gatnamótum við Víkurgötu, Straumsvík.
Lagt fram til kynningar.
7. 0809375 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu á Ásvöllum, annars vegar er um að ræða færslu á byggingarreit fyrir knatthúss og hins vegar allt að 80 íbúðir innan núverandi svæðis Ásvalla.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.
8. 1806391 - Brenniskarð 1-3, fyrirspurn
Lagt fram á ný leiðrétt erindi Jóns Guðmundssonar fh. Þrastarverks ehf. þar sem sótt er um að færa bílakjallara frá húsi nr. 1 og að húsi nr. 3 breyta skipulagi á bílastæðum og fjölga um eina íbúð í húsi nr. 3. Erindinu var vísað aftur til skipulags-byggingarráðs á fundi bæjarstjórnar þann 31.10. s.l.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að nýju að tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Brenniskarðs 1-3 verði auglýst og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa framangreinda deiliskipulagsbreytingu og að málsmeðferð verði í samræmi við framangreind lagaákvæði.

Fulltrúi Viðreisnar, Jón Garðar Snædal Jónsson, óskar eftir að fært sé til bókar:

1. Verði deiliskipulagsbreytingin samþykkt. Þá er eðlilegt að benda á það, að á deiliskipulagssvæðinu, þá hafa aðrir lóðarhafar þegar lagt í kostnað vegna jarðvinnu við það að koma fyrir bílakjallara. Við þessa deiliskipulagsbreytingu sem er nú til afgreiðslu, þá má eiga von á því að aðrir lóðarhafar óski eftir sömu deiliskipulagsbreytingu, sambærilegri þeirri sem nú er gerð tillaga að.
2. Einhverjir lóðarhafar hafa þegar lagt í kostnað vegna jarðvinnu við það að koma fyrir bílakjallara, þann kostnað vilja þeir væntanlega fá til baka, verði þessi breytingartillaga samþykkt. Það gæti leitt til skaðabótaskyldu fyrir Hafnarfjarðarbæ.
3. Búast má við að meiri kostnaður leggst á bæjarfélagið, ef lóðarhafar telja að jafnræðis á milli aðila hafi ekki verið gætt.
9. 1606249 - Sveitarfélög, fasteignaskattur o.fl. á mannvirki, ferðaþjónusta, ábendingar
Lögð fram tillaga að mögulegri staðsetningu gistiheimila. Tekið er mið af landnotkun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 og greinagerð ferðaþjónustuhóps frá 2016.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsþjónustu að vinna tillöguna áfram.
Fundargerðir
10. 1810025F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 727
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 24.10.2018.
11. 1810035F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 728
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 31.10.2018.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta