Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 729

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
07.11.2018 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 1810020 - Tjarnarvellir 7, byggingarleyfi, annar áfangi, heilsuræktarstöð.
Laugar ehf. sækir 1.10.2018 um byggingarleyfi heilsuræktarstöðvar samkvæmt teikningnum Baldurs Ó. Svavarssonar dagsettar 3.9.2018. Nýjar teikningar bárust 24.10.2018 með stimpli frá SHS og heilbrigðiseftirliti.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 1810470 - Vikurskarð 12, byggingarleyfi
Óðalhús ehf. sækir þann 31.10.2018 um leyfi til að byggja parhús samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 27.3.2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 1808055 - Álhella 8, reyndarteikningar
Geymslusvæðið ehf. leggja 8.8.2018 inn reyndarteikningar af Áhellu 8 samkvæmt teikningum Kjartans Rafnssonar dagsettar júní 2018. Nýjar teikningar með stimpli SHS bárust þann 3.09.2018. Nýjar teikningar bárust 5.11.2018 með stimpli frá SHS.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 1810280 - Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stöðuleyfi
Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir um stöðuleyfi fyrir gám vegna flugeldasölu tímabilið 14.12.2018-14.1.2019 og auglýsingaskilta vegna flugelda- og jólatrjáasölu tímabilið 7.12.2018 - 7.1.2019.
Afgreiðslufundur skipulags-og byggingarfulltrúa veitir stöðuleyfi fyrir gáma, að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda, og heimilar að sett verða auglýsingaskilti á tímabilinu meðan á sölu stendur.

C-hluti erindi endursend
5. 1811047 - Laufvangur 12, íbúð 7, breyting innan íbúðar
Birkir Pálmason sækir um að breyta burðarvegg skv. teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar dagsettar 1.11.2018.
Frestað vantar samþykki meðeigenda.
6. 1811082 - Lónsbraut 70, byggingarleyfi
Garðar Smári Vestfjörð sækir 6.11.2018 um leyfi til að reisa bátaskýli samkvæmt teikningum Jóns H. Hlöðverssonar dagsettar 13.9.2017
Frestað gögn ófullnægjandi.
7. 1606491 - Hellisgata 36, endurbygging skúrs á lóð
Egill Helgi Lárusson sendir inn erindi þann 16.10.2018 varðandi synjun á endurbyggingu skúrs á lóð, óskar hann eftir að það verði tekið fyrir formlega.
Skipulagsfulltrúa er falið að svara erindinu.
8. 1811066 - Einhella 2, byggingarleyfi
Ný stoð ehf. sækir 5.11.2018 um leyfi til að reisa stálgrindarhús með millilofti samkvæmt teikningum Eggerts Guðmundssonar dagsettar 28.10.2018.
Frestað gögn ófullnægjandi.
9. 1811071 - Fífuvellir 2, reyndarteikningar
Hafþór Ólason leggur 2.11.2018 inn reyndarteikningar Fífuvalla 2 teiknaðar af Maríu Guðmundsdóttur dags. 31.10.2018.
Frestað gögn ófullnægjandi.
10. 1811098 - Sléttuhlíð F7, byggingarleyfi
Sigríður Kristín Helgadóttir og Eyjólfur Einar Elíasson sækja þann 6.11.2018 um að byggja frístundahús á lóð sem hús hefur verið rifið skv. teikningum Grétars Markússonar dags. 2.11.2018. Hæðablað og mæliblað bárust einnig.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta