Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 405

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
21.11.2018 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður,
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Kristjana Ósk Jónsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir, ritari
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1804121 - Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, húsnæðismál, erindi
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri tónlistarskóla Hafnarfjarðar kynna hugmyndir og ósk um viðbyggingu við skólann.
Fræðsluráð þakkar kynninguna. Málið verður tekið til skoðunar í upphafi næsta árs.
2. 1811298 - Samþykkisform myndataka í skólastarfi
Lagt fram til kynningar drög að samþykkisformi fyrir myndatökur í skólastarfi ásamt minnisblaði.
Fræðsluráð þakkar kynninguna og fagnar því að unnið hafi verið að samþykkisformi fyrir myndatökur í skólastarfi.
3. 1801191 - Fæðismál í grunnskólum
Lögð fram greinargerð starfshóps með tillögum um matarþjónustu í grunnskólum Hafnarfjarðar frá hausti 2019
Starfshópur sem skipaður var af fræðsluráði og hefur unnið að tillögum að matarmálum í grunnskólum Hafnarfjarðar um nýjungar í þjónustu við grunnskólabörn. Meðal þess sem fram kemur er meðal annars aðgengi allra barna sem og alls starfsfólks grunnskóla að morgunhressingu/hafragraut áður en skólastarf hefst á morgnanna. Þá er er einnig lagt til að nemendur í 1.-10. bekk hafi aðgang, gegn gjaldi í áskrift, að ávaxta/grænmetisstund í morgunfrímínútum. Starfsfólk grunnskóla hefur jafnframt fullan aðgang að ávöxtum og grænmeti sér að kostnaðarlausu á sama tíma. Síðdegishressing verður í boði fyrir nemendur í 1.-10. bekk gegn greiðslu. Sérstök þjónusta verður veitt á hádegismatartíma starfsfólks í mötuneyti starfsmanna.
Skólar hafa fullt val um það hvort matarþjónustan er framkvæmd af þeim sjálfum að öllu leyti eða fari öll í útboð.

Fræðsluráð vísar tillögunni til umsagnar hjá skólastjórum grunnskóla Hafnarfjarðar, foreldraráðs Hafnarfjarðar og allra skólaráða grunnskóla Hafnarfjarðar, óskað er eftir því að athugasemdir berist til fræðslu- og frístundaþjónustu eigi síðar en fyrir lok janúar.
Starfshópur_Fæðismál-í-grunnskólum_20181117_Tillögur.pdf
4. 1809483 - Stytting vinnuvikunnar starfshópur
Lagðar fram fundargerðir 1. og 2. fundar starfshóps um styttingu vinnuviku.
Lagt fram.
1.fundur.pdf
2.fundur.pdf
5. 1712117 - Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla
Lagðar fram fundargerðir 1. og 2. fundar faghóps um starfsaðstæður í leikskólum.
Lagt fram.
1. fundur faghóps um bættar starfsaðstæður_JG.pdf
2. fundur um bættar starfsaðstæður.pdf
6. 1811277 - Menntastefna
Vinna við gerð menntastefnu Hafnarfjarðarbæjar sett af stað
Rætt og vísað til næsta fundar.
7. 1808352 - Leikskólamál í Suðurbæ
10. liður úr dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 7. nóvember 2018.

Lögð fram bókun fræðsluráðs frá 29. október sl. þar sem óskað er eftir því við Umhverfis- og framkvæmdarráð að ráðist verði í kostnaðargreiningu og undirbúning að viðbyggingu tveggja leikskóladeilda við Smáralund. Vinna við undirbúning færi fram á árinu 2019 og stefnt yrði að því að framkvæmdir hæfust árið 2020.

Fjárhagsáætlun 2019 er í vinnslu og þar er gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings viðbyggingu við Smáralund.

Fulltrúi Samfylkingarinnar Friðþjófur Helgi Karlsson óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar:
Það voru vonbrigði að meirihluti bæjarstjórnar skyldi fella tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um uppbyggingu á leikskóla í Öldutúnsskólahverfinu þar sem þörfin fyrir leikskólapláss er mikil umfram það sem er í boði í hverfinu. Rúmlega 100 börn og foreldrar þeirra þurfa því áfram að leita út fyrir hverfið að þessari mikilvægu nærþjónustu.

Fyrirspurn:
Hvernig ætlar meirihlutinn að taka á offramboði leikskólaplássa í þeim hverfum bæjarins þar sem um slíkt er að ræða og ljóst er að þannig verði það til framtíðar?

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar framkominni fyrirspurn til fræðsluráðs.


17. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14. nóvember sl.
Þar sem fallið hefur verið frá áformum um uppbyggingu leikskóla við Öldugötu og ljóst er að tveggja deilda viðbygging við Smáralund muni ekki svara þeim skorti sem er á leikskólaplássum í skólahverfi Öldutúnsskóla, leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að hafist verði handa við frekari uppbyggingu á leikskóla í hverfinu.

Það er fyrirséð að með frekari áætlunum um lækkun á inntökualdri muni þörfin í hverfinu síst fara minnkandi og því mikilvægt að horfa til framtíðar og byggja upp þessa mikilvægu grunnþjónustu innan hverfisins með áherslu á að samnýta grunnstoðir leik- og grunnskóla, og draga þannig úr aðgreiningu milli skólastiga.

Tillögunni er vísað til fræðsluráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Fræðsluráð vísar fyrirliggjandi fyrirspurn til fræðslu- og frístundaþjónustu.
8. 11023155 - Skólavogin
11. liður úr fundargerð bæjarstjórnar 14. nóvember sl.

"Fyrirspurn bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurðar Þ. Ragnarssonar:
Fyrir skömmu komu fram upplýsingar um að hlutfall réttindikennara í hafnfirskum skólum væri hvað lægst af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins Seltjarnarnes fær lakari útkomu en Hafnarfjörður.

Nú liggja fyrir nýjar upplýsingar úr starfsmannakönnun í skólum og sem fram koma í Skólavoginni, upplýsinga- og greiningakerfi fyrir sveitarfélög.

Hafnarfjarðarbær fær nokkuð lakari útkomu í heild nú en þegar starfsmannakönnunin var gerð fyrir tveimur árum og er í hópi þeirra 25% sveitarfélaga sem eru með óhagstæðustu útkomuna í 18 af 25 matsþáttum. Lökust er útkoman hvað varðar vinnuaðstæður kennara, faglegan stuðning skólastjóra og valddreifingu við ákvarðanatöku. Niðurstöður kaflans um starfsumhverfi kennara eru mun lakari en fyrir tveimur árum og bærinn þar í öllum nema einum þætti í hópi þeirra 25% sveitarfélaga sem hafa hvað lakasta útkomu.

Rétt er að geta að marktækur munur er þó milli hafnfirsku skólanna. Þannig koma Áslandsskóli, Skarðshlíðarskóli og Öldutúnsskóli áberandi best út úr könnuninni.

Spurningar:
1. Telja skólayfirvöld að bregðast þurfi sérstaklega við þessum upplýsingum umfram það sem þegar hefur verið gert?
2. Ef svo er, hvernig hyggjast fræðsluyfirvöld bregðast við þessum upplýsingum til að snúa þessari þróun við?
3. Telja fræðsluyfirvöld ástæðu til að bregðast skjótt við þessum niðurstöðum?
Fræðsluráð vísar fyrirliggjandi fyrirspurn til fræðslu- og frístundaþjónustu.
9. 1806324 - Stuðningur við ungt fólk í Hafnarfirði.
17. liður úr fundargerð bæjarsjórnar frá 14. nóvember sl.

Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í júní sl. lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um stuðning við ungt fólk í Hafnarfirði sem m.a. tók til aukins aðgengis að sálfræðingum. Tillögunni sem slíkri var ekki vísað til fjárhagsáætlunar en gera má ráð fyrir að sú aukning sem fram kemur í áætluninni sé að einhverju leyti viðbrögð við henni. Við teljum hins vegar mikilvægt að gengið verði lengra og leggjum tillögu okkar því fram aftur með áskorun um að gera enn betur og taka einnig fyrir þann hluta sem varðar aðgengi að sálfræðiþjónustu í Ungmennahúsi fyrir ungmenni sem lokið hafa grunnskóla. Það er mikilvægt að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi verkefnum sem þarf að sinna m.a. hvað varðar greiningu á vanda, ráðgjöf, stuðningi og ekki síst forvörnum.

Fulltrúar Samfylkingar taka undir bókun sem fulltrúar minnihlutaflokka í fræðsluráði lögðu fram undir umræðum um fjárhagsáætlun og leggja til fjölgun á stöðugildum sálfræðinga í grunnskólum Hafnarfjarðar umfram það sem kemur fram í fjárhagsáætlun sem og aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir 16-18 ára börn í Ungmennahúsi.
Fræðsluráð tekur undir áskorun minnihlutans í bæjarstjórn varðandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í Ungmennahúsi fyrir ungmenni sem lokið hafa grunnskóla og þannig tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára. Fræðsluráð felur fræðslu- og frístundaþjónustu í samvinnu við fjölskylduþjónustu að vinna að hugmyndum og útfærslum.

Fræðsluráð vísar umræðu um sálfræðinga í grunnskólum til næsta funda og óskar eftir frekari upplýsingum.
10. 1811288 - Stuðningur við ungt fólk, niðurgreiðsla á strætókortum
17. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14. nóvember 2l.

Tillaga 4 - Stuðningur við ungt fólk, niðurgreiðsla á strætókortum

Fulltrúar Samfylkingar ítreka og endurflytja tillögu sína um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri. Til að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum leggjum við til að Hafnarfjarðarbær niðurgreiði strætókort fyrir börn að 18 ára aldri sem verði þeim að kostnaðarlausu. Þannig minnkum við líka skutl og styðjum við umhverfissjónarmið.
Tillagan var áður flutt á fyrsta fundi bæjarstjórnar í júní sl. og hefur ekki hlotið afgreiðslu. Vísum við henni inn í frekari vinnu við fjárhagsáætlun.

Tillögunni er vísað til fræðsluráðs
Fræðsluráð óskar eftir kostnaðargreiningu, fjölda notanda og öðrum þeim þáttum sem liggja þurfi fyrir til að greina tillöguna og kostnað betur.
12. 1410618 - Dagforeldrar - leyfisbeiðnir
Lögð fram beiðni um endurnýjun á starfsleyfi fyrir Þóru J. Hjálmarsdóttur.
Samþykkt.
Starfsleyfisendurnýjun ÞJH.pdf
13. 1810024F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 280
Lögð fram fundargerð 280. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta