Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 319

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
21.11.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1809227 - Zipcar
Árni Sigurjónsson verkefnastjóri Zipcar á Íslandi kynnir deilibílakerfið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.
2. 1811018 - Áskorun til Hafnarfjarðarbæjar á úrbótum við Skarðshlíðarskóla
Lögð fram svör við áskorun til Hafnarfjarðarbæjar á úrbótum við Skarðshlíðarskóla.
Lagt fram til kynningar.
Áskorun.pdf
Svör við fyrirspurnum foreldraráðs Skarðshlíðarskóla.pdf
17207_LL-V-G-04A.pdf
3. 1810411 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hafnarfjarðarkaupstað
Tekin fyrir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða samþykkt um meðhöndlun úrgangs og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Sorpsamþykkt Hafnarfjarðar 2018, þannig samþykkt í umhverfis- og framkvæmdaráði 21.11.2018.pdf
4. 1804460 - Leikskólinn Hlíðarendi, starfsmannaaðstaða
Lögð fram drög að viðbyggingu við Hlíðarenda.
Lagt fram til kynningar.
5. 1810299 - Bæjarbíó, stjörnur íslenskrar tónlistar, erindi
Tekið fyrir að nýju erindi Bæjarbíós varðandi stjörnur íslenskrar tónlistar. Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir kostnaðarmati verkefnisins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti. Enginn kostnaður mun falla til á sviðinu vegna verkefnisins og því ekki þörf á kostnaðarmati.
6. 1809062 - Vettvangsferð Umhverfis- og framkvæmdarráðs
Tekið til umræðu vettvangsferð.
Umhverfis- og framkvæmdaráð áætlar vettvangsferð 16. janúar 2019.
7. 1808075 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022
Lögð er fram leiðrétting á fjárfestingaráætlun þar sem gerðar eru breytingar þannig að óskilgreint fari úr 15 mkr. í 10 mkr. og 5 mkr. verði áætlaðar vegna uppbyggingar á Kvartmílusvæðinu.
Lagðar fram bókanir minnihlutans frá því í bæjarstjórn 14. nóvember sl. sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

"Þar sem fallið hefur verið frá áformum um uppbyggingu leikskóla við Öldugötu og ljóst er að tveggja deilda viðbygging við Smáralund muni ekki svara þeim skorti sem er á leikskólaplássum í skólahverfi Öldutúnsskóla, leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að hafist verði handa við frekari uppbyggingu á leikskóla í hverfinu. Það er fyrirséð að með frekari áætlunum um lækkun á inntökualdri muni þörfin í hverfinu síst fara minnkandi og því mikilvægt að horfa til framtíðar og byggja upp þessa mikilvægu grunnþjónustu innan hverfisins með áherslu á að samnýta grunnstoðir leik- og grunnskóla, og draga þannig úr aðgreiningu milli skólastiga."

"Fasteignir fyrirtækja eru 20% hússnæðis í bænum. Tekjur af fasteignasköttum fyrirtækja nema hins vegar 50% af fasteignatekjum bæjarins. Það gerir þá kröfu að fyrirtæki fái þjónustu í samræmi við það. Fyrirtæki á Hraununum vestan Vallahverfis búa við það að ekki hefur verið klárað árum saman að ljúka við frágang við lóðir í hverfinu s.s. gangstíga. Þetta er frágangur sem snýr að Hafnarfjarðarbæ. Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur til að gert verði sérstakt átak við gerð göngustíga og annars frágangs í hverfinu og eyrnarmerkja 15 milljónir króna til þessa verkefnis. Til fjármögnunar á þessu verði framlög til uppbyggingar Bláfjallasvæðis lækkaðar úr 85 milljónum."

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir
8. 1701334 - Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir
Lögð fram verkfundargerð nr. 37.
9. 1801243 - Strætó bs, fundargerðir 2018
Lagðar fram fundargerðir nr. 293 og 294.
10. 1204331 - Reykjanesfólkvangur, fundargerðir
Lögð fram fundargerð dags. 24. okt 2018.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45 

Til bakaPrenta