Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarráð - 663

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
20.11.2018 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson aðalmaður,
Jón Garðar Snædal Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ívar Bragason lögfræðingur, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1801284 - Suðurnesjalína 2, valkostagreining og mat á umhverfisáhrifum
Kynnt mat á umhverfisáhrifum fyrir Suðurnesjalínu 2 og mögulegar nýjar útfærslur á valkostum fyrir framkvæmdina innan Hafnarfjarðar.
Skipulags- og byggingarráð þakkar Elínu Sigríði Óladóttur samráðsfulltrúa og Smára Jóhannessyni verkefnastjóra kynninguna.
2. 1701084 - Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Teknar fyrir á ný hugmyndir VA arkitekta að uppbyggingu og þróun Hamraness sem nýbyggingarsvæðis.
Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 14.08. s.l. að vinna greinargerð er varðar framvindu deiliskipulagsins og úthlutunarleiðir.
Skipulags- og byggingarráð þakkar Bjarka og Karli Magnúsi frá VA arkitektum kynninguna.
3. 1705472 - Stuðlaskarð 1-15, fjölgun íbúða
Lagt fram erindi Harðar Gylfasonar f.h. Byggingarfélags Gylfa og Gunnars með ósk um fjölgun íbúða úr 32 í 56 á lóðinni Stuðlaskarð 1-15. Ennfremur lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.11.2018.
Ekki er fallist á erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16.11.2018.
Stuðlaskarð 1-15 fjölgun íbúða umsögn..pdf
4. 1810304 - Lækjargata 2 og Suðurgata 7, deiliskipulag, mál nr. 125/2018, kæra
Lögð fram kæra frá ÚUA þar sem ECOM lögmenn með bréfi dags. 9.10.2018 kæra f.h. ellefu einstaklinga deiliskipulagsbreytingu að Lækjargötu 2, Dvergsreit.
Lagt fram til kynningar.

Fulltrúi Samfylkingarinnar ítrekar að kæra íbúa við Brekkugötu og Suðurgötu til umhverfis- og úrskurðarnefndar vegna deiluskipulagsbreytinga á Dvegsreitnum minnir á mikilvægi náins samráðs við íbúa og íbúalýðræðis. Þá er mikilvægt að halda í einkenni gamalla húsa í miðbænum og nýbyggingar séu í samræmi við aðliggjandi byggð og þannig vernda einstaka bæjarmynd.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi: Á síðasta kjörtímabili, þann 26. janúar 2016 var ákveðið að taka upp deiliskipulagsforsögn frá árinu 2013 og vísa henni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Þessi ákvörðun var undanfari mikillar og vandaðrar vinnu um skipulagið sem nú er til umfjöllunar. Fulltrúar allra flokka í skipulags- og byggingarráði hafa staðið einhuga á bak við allar ákvarðanir og samþykktir um þennan reit. Síðasta afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs um deiliskipulag reitsins var samþykkt af öllum viðstöddum fulltrúum í skipulags- og byggingarráði þann 10. júlí sl. og án athugasemda frá áheyrnafulltrúum. Því vekur það nú furðu að fulltrúi Samfylkingarinnar skuli hafa breytt afstöðu sinni í lok ferilsins.
5. 1810319 - Trönuhraun 10, fyrirspurn
Tekið fyrir á ný erindi Lindabergs ehf. frá 25.10.2018 þar sem óskað er eftir að byggja ofan á núverandi hús allt að 8. hæðir samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dagsettar 24.09.2018. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.11. sem Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að gera á fundi sínum þann 6.11. s.l.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.11.2018 og synjar erindinu.
Trönuhraun 10 umsögn nóv.2018.pdf
6. 1810469 - Kapelluhraun 1. áfangi, endurskoðun deiliskipulags
Lagt fram á ný erindi Arcusar ehf. dags. 01.10.2018 vegna lóðarinnar Koparhellu 5. Ennfremur lögð fram hugmynd að endurskoðuðu deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga og skilmálum lóðarinnar Koparhella 5.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og þeirri tillögu að lóð sem tillagan gerir grein fyrir og vísar erindinu til Bæjarráðs.
Koparhella 5-Tillaga-DSKPL Koparhella 5a-Till.pdf
Koparhella 5, umsókn um lóð.pdf
7. 1610397 - Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting
Tekin fyrir á ný aðalskipulagbreyting vegna breyttrar landnotkunar við Hjallabraut. Lögð fram endurskoðuð tillaga frá samþykkt skipulags- og byggingarráðs þann 16.05. s.l.
Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breytingu á gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga."
8. 1511358 - Stöðuleyfi, reglur
Lagðar fram endurskoðaðar reglur um stöðuleyfi og ferla- og vinnulýsing umsóknar um stöðuleyfi dags. 19.11.2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðar reglur um stöðuleyfi dags. 19.11.2018. Jafnframt er þeim vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Stöðuleyfi, reglur, samþykkt 20.11.2018.pdf
9. 1811245 - Byggingarleyfi, hönnunargögn, tungumál
Tekið til umræðu gr. 4.2.1 í byggingarreglugerð, en þar segir m.a. í almennum kröfum til hönnunargagna: "Hönnunargögn skulu vera á íslensku nema leyfisveitandi samþykki annað." Lagt fram minnisblað lögfræðings stjórnsýslu.
Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að íslensk tunga skuli höfð að leiðarljósi við vinnslu allra gagna er lúta að skipulags- og byggingarmálum.
Minnisblað - hönnunargögn á íslensku.pdf
10. 1810193 - Óseyrarbraut 6, fyrirspurn um hækkun á nýtingarhlutfalli
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar eftirfarandi erindi til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Vörubretti ehf leggur 16.10.2018 inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að nýtingarhlutfall fari úr 0,4 í 0,6. Einungis hefur hálfur reitur verið nýttur og hafa þau áhuga að nýta hinn helminginn með 2. hæðum. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 19.11.2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og vísar í minnisblað byggingarfulltrúa. dags. 19.11.2018.
Óseyrarbraut 6-minnisblað GG.pdf
11. 1811266 - Norðurhella 1, breyting á deiliskipulagi
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að byggingareit er snúið um 90° og að heimilt verði að reisa skjólgirðingu við vörumóttöku, utan byggingareits, og að hæð girðingar geti verið allt að 2,1m. Jafnramt er óskað eftir heimild til að koma fyrir nýrri aksturstengingu inn á lóðina frá Hraunhellu.
Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa hvað varðar m.a. snúning á byggingarreit ug umferðartengingar.
12. 1806317 - Uppbygging á hafnarsvæðinu
Lögð fram drög að samningi við arkitektastofurnar Jvantspijker & partners í Rotterdam og Kjellgren Kaminsky and Marels í Gautaborg um gerð rammaskipulags fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð samningsdrög og felur samráðsnefnd um rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn- og Óseyrarsvæði að ganga frá endanlegum samningi. Stefnt er að því að vinna við gerð rammaskipulagsins verði lokið á nk. vori.
Fundargerðir
13. 1811002F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 729
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 7.11.2018.
14. 1811009F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 730
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 14.11.2018.
15. 1801326 - Stjórn SSH, fundargerðir 2018
Lögð fram fundargerð 86. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 9. nóvember sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:35 

Til bakaPrenta