Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 283

Haldinn í Lóninu Linnetsstíg 3,
09.01.2019 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Tinna Hallbergsdóttir aðalmaður,
Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður,
Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sunna Magnúsdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Geir Bjarnason, 
Birta Guðný, fulltrúi ungmennaráðs og Helga Birna Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Hafnarfjarðar sátu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
3. 1811189 - Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2018
Fjallað um Íþrótta- og viðurkenningarhátíðina sem fór fram milli jóla og nýárs þar sem meðal annars var valin íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar.
4. 1901036 - Þjóðhátíðardagur 2019
Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþróttafulltrúa, rekstrarstjóra, fagstjóra frístundastarfs og fulltrúa ungmennaráðs, Birtu Guðnýju að sitja starfshóp til að hefja undirbúning að hátíðarhöldunum 17. júní. Þegar starfsemi Vinnuskólans hefst skulu stjórnendur þar taka þátt í vinnu starfshópsins við undirbúning. Skila þarf til nefndarinnar drögum að 17. júní hátíðarhöldunum fyrir lok mars 2019.
5. 1901090 - Frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál.
https://www.althingi.is/altext/149/s/0558.html.

Um er að ræða frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Tillagan felst í því að mennta- og menningarmálaráðherra ráði til fimm ára samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sem nær til skipulagðrar starfsemi á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og annarra félags- og æskulýðssamtaka. Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur það hlutverk að bæta umgjörð samtaka og félaga, sem falla undir lög þessi, í samráði við þau. Hann skal stuðla að öryggi þeirra sem taka þátt í starfi þeirra samtaka og félaga. Markmiðið er að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna atvika og misgerða sem þar koma upp án ótta við afleiðingarnar. Helstu verkefni hans yrði: Koma á fram upplýsingum, leiðbeina einstaklingum varðandi atvik og misgerðir og leiðbeina félagasamtökum varðandi viðbrögð og áætlanir.
Nefndin felur íþróttafulltrúa að skrifa jákvæða umsögn um frumvarpið.
Umsóknir
1. 1807194 - Samningur um búnaðarkaup, Siglingaklúbburinn Þytur
Drög að samning um endurnýjun á búnaði við Siglingaklúbbinn Þyt lagt fram. Samningurinn er áætlun til 10 ára um endurnýjun bátaflota.
Frestað
Fundargerðir
6. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð
Birta Guðný fór yfir nýjustu fundargerð Ungmennaráðs
147.fundur UMH.pdf
Kynningar
2. 1706369 - Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll
Íþrótta- og tómstundafulltrúa kynnti vinnu við undirbúning að hugmyndum um byggingu nýs reiðhallar sem fer fram milli Hafnarfjarðarbæjar og Hestamannafélagsins Sörla.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta