Til bakaPrenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 318

Haldinn í Hafnarborg,
10.01.2019 og hófst hann kl. 10:15
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Þórey Anna Matthíasdóttir aðalmaður,
Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður,
Ágústa Kristófersdóttir fundarritari.
Fundargerð ritaði: Ágústa Kristófersdóttir, Forstöðumaður


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1901120 - Menningarstyrkir, breytingar á úthlutunarreglum 2019
Sjá tillögu um breytingar á 5. gr. úthlutunarreglna menningarstyrkja.
Viðbætur við 5. grein úthlutunarreglna samþykktar. Uppfærðar reglur taka gildi nú þegar og verður unnið eftir þeim við næstu úthlutun. Viðbótin er eftirfarandi: Menningar- og ferðamálanefnd getur gert samstarfssamninga til tveggja eða þriggja ára vegna menningarstarfsemi sem hefur sannað gildi sitt í hafnfirsku menningarlífi með samþykki bæjarráðs og með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar hverju sinni.
Kynningar
2. 18129469 - Menningarstyrkir 2019
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu. Auglýst verður eftir umsóknum vegna fyrr úthlutunar ársins 2019 ekki síðar en 15. janúar.
3. 1810214 - Jólaþorp 2018
Andri Ómarsson verkefnisstjóri var gestur fundarins og fór yfir framkvæmd jólaþorpsins 2018. Nefndin lýsir yfir ánægju með framkvæmd jólaþorpsins og sérstaklega mikla fjölgun gesta milli ára. Nefndin leggur áherslu á að fyrir jólaþorp 2019 verði eftirfarandi atriði skoðuð sérstaklega: opnunartími og þá sérstaklega kvöldopnun, jólaskreytingar í bænum, bæði hjá stofnunum bæjarins og í almannarými, áframhald á tilnefningu best skreytta hússins og best skreyttu götunnar.
4. 1901121 - Krýsuvík - Seltún, ferðamál
Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt var gestur fundarins og fór yfir framleiðslu upplýsingaskilta í Seltúni.
5. 18129467 - Rútustæði í miðbæ Hafnarfjarðar
Unnið er áfram að málinu.
6. 1807155 - Endurskoðun á menningar- og ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar
Gildandi ferðamálastefna lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til bakaPrenta