Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 1545

Haldinn á hafnarskrifstofu,
06.03.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður,
Magnús Ægir Magnússon aðalmaður,
Jón Grétar Þórsson aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri
Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1810241 - Óseyrarbraut 16 og 20, deiliskipulagsbreyting
Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. sótti um á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.10.2018, að sameina lóðirnar Óseyrarbraut 16 og 20. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðanna, sem felur í sér sameiningu lóðanna, breytingu á byggingarreit, nýtingarhlutfall verði 0,3 og að kvöð um lagnir á milli lóðanna tveggja verði felld niður.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti þá framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Erindið var tekið fyrir á fundi Hafnarstjórnar þann 12.12.2018, sem gerði ekki athugasemd við framkomna tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Óseyrarbrautar 16-20.

Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02. 2019 var lögð fram ný breytt tillaga sem gerir grein fyrir breyttum innkeyrslum, nýrri lóð á skipulagssvæðinu fyrir spennistöð, auk framgreindra atriða.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti framlagðar breytingar á deiliskipulagsuppdrætti Mannvits ehf, dags. feb. 2019, og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var lagt til við hafnarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt og gera tillögu til bæjarstjórnar til staðfestingar. Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði mætti til fundarins og kynnti skipulagstillöguna.
Hafnarstjórn tekur undir niðurstöðu Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02. 2019 og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt.

Skipulags- og byggingarráð - 671 (26.2.2019) - Óseyrarbraut 16 - 20, deiliskipulagsbreyting.pdf
Óseyrarbr.16-20 dsk.br.TILLAGA_6.pdf
 
Gestir
Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt - 10:00
2. 1902462 - Óseyrarbraut 25, deiliskipulagsbreyting
Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02.2019 var lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Óseyrarbraut 25.
Skipulags- og byggingráð samþykkti framlagða breytingu á deiliskipulagsuppdrætti Mönduls ehf. dags. feb. 2019 og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var lagt til við hafnarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt og gera tillögu til bæjarstjórnar til staðfestingar. Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði kynnti skipulagstillöguna.
Hafnarstjórn tekur undir niðurstöðu Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02. 2019 og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt.

Óseyrarbraut 25, deiliskipulagsbreyting.pdf
 
Gestir
Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt - 10:15
3. 1806317 - Uppbygging á hafnarsvæðinu
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir samráðsnefnd vegna rammaskiplagsvinnu fyrir Flensborgar- og Óseyrarsvæði. Jafnframt lögð fram fundargerð samráðsnefndar frá 4. mars sl.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir samráðsnefndina.
11. fundur samráðsnefndar 4. mars 2019.pdf
Samráðsnefnd erindisbréf... uppk.pdf
Kynningar
4. 1701604 - Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir
Farið yfir stöðu framkvæmda við Háabakka. Sveinn Þórarinsson frá Batteríinu kynnti tillögur að útfærslu á yfirborði og umhverfi hafnarbakkans og næsta nágrennis.
 
Gestir
Sveinn Þórarinsson arkitekt Batteríið - 10:30
5. 1608032 - Austurbakki Straumsvík
Hafnarstjóri kynnti fyrirætlan um endurbætur á viðlegu við Austurbakka í Straumsvík.
Austurbakkinn ágúst 2016!.pdf
rússafendur álbakki sept 2016.pdf
6. 1808500 - Fjárhags- og rekstraráætlun 2019
Hafnarstjóri fór yfir stöðu og þróun lóðagjalda á hafnarsvæði.
Lóðaleiguverð - þróun 2016-2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta