Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 747

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
20.03.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 1903280 - Óseyrarbraut 27, breyting
Köfunarþjónustan leggur inn teikningar 12.3.2019 vegna athugasemda við lokaúttekt teiknaðar af Ingunni Helgu Hafstað stimplaðar af SHS, Mannvit og Heilbrigðiseftirliti.
Erindið verður grenndarkynnt með tilliti til innkeyrslu inn á lóð.
2. 1903294 - Sólvangsvegur 2, breyting
Sótt er 13.3.2019 um breytingar innandyra. Um er að ræða breytingar á 1. hæð og kjallara, gluggi stækkaður og ný útihurð á 1. hæð, skv. teikningum Egils Guðmundssonar stimplaðar af Lotu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 1902089 - Kelduhvammur 1, reyndarteikningar
Teknar fyrir að nýju reyndarteikningar lagðar inn 5.2.2019 af Önnu Margréti Tómasdóttur unnar af Sigurbjarti Halldórssyni dags. 28.8.2018. Nýjar teikningar bárust 5.3.2019.
Nýjar teikningar bárust 14.3.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 1902405 - Brenniskarð 1 og 1A, byggingarleyfi, nýbygging, fjölbýlishús
Þrastarverk ehf sækir 19.02.2019 um leyfi til að byggja fjölbýlishús skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 19.11.2018. Teikningar stimplaðar af brunahönnun og SHS.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 1901189 - Arnarhraun 50, byggingarleyfi
Tekin fyrir að nýju umsókn dags. 11.1.2019 frá Heimilin íbúðarfélag hses. um að byggja búsetukjarna að Arnarhrauni 50. Arkitekt er Svava Jónsdóttir, teikningar eru dagsettar í janúar 2019.
Nýjar teikningar bárust 4.3.2019.
Nýjar teikningar bárust 15.3.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 1810194 - Reykjavíkurvegur 60, breyting kjallari
Tekin fyrir að nýju umsókn JM veitinga ehf. dags. 16.10.2018 um leyfi til að koma fyrir knattborðsstofu og spilasal í kjallara samkvæmt teikningum Björgvins Snæbjörnssonar dagsettar 16.8.2018.
Nýjar teikningar bárust 25.2.2019.
Nýjar teikningar bárust 11.3.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
7. 1903258 - Furuás 41, breyting inni
Tekin fyrir að nýju umsókn Theódórs Friðbertssonar dags. 6.3.2019 um innanhúsbreytingar á húsnæðinu Furuás 41. Teikningar gerðar af Gísla Gunnarssyni.
Nýjar teikningar bárust 15.3.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
C-hluti erindi endursend
8. 1903247 - Einhella 9, breyting
MRS ehf. sækir 11.3.2019 um breytingar á innra skipulagi Einhellu 9 skv. teikningum Valgeirs Bergs Steindórssonar dagsettar febrúar 2019.
Frestað gögn ófullnægjandi.
9. 1903353 - Álhella 10, byggingarleyfi
Hagtak hf. sækir 18.3.2019 um leyfi til að byggja iðnaðar og verkstæðishús samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 8.3.2019.
Frestað gögn ófullnægjandi.
10. 1903311 - Stuðlaskarð 9-15, bygginarleyfi
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. sækir 14.3.2019 um að byggja fjögur 2-3 hæða fjórbýlishús skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 11.3.2019.
Frestað gögn ófullnægjandi.
11. 1903303 - Glitvellir 48, byggingarleyfi
Einar Jóhannes Lárusson sækir 13.3.2019 um að steypa veggi við lóðarmörk skv. teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar dags. 13.3.2019.
Frestað gögn ófullnægjandi.
12. 1903313 - Móbergsskarð 1-3, byggingarleyfi
Gunnar Agnarsson og Anna Berglind Sigurðardóttir sækja 14.3.2019 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Ingvars G. Sigurðssonar dagsettar 11.3.2019.
Frestað gögn ófullnægjandi.
13. 1903312 - Strandgata 75, 302, breyting
Dyr ehf sækir 14.3.2019 um að breyta skrifstofu í gistiíbúð skv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 15.2.2019.
Frestað gögn ófullnægjandi.
14. 1903348 - Arnarhraun 23, sérmerkt bílastæði
Magnús Magnússon sækir 18.3.2019 um sérmerkt bílastæði við Arnarhraun 23.
Erindinu synjað.
15. 1903246 - Hnoðravellir 1, grindverk við lóðamörk
Þann 11.3.2019 leggur Ingvar Karl Ingason inn fyrirspurn um grindverk á lóðinni við Hnoðravelli 1.
Frestað gögn ófullnægjandi.
16. 1903322 - Suðurgata 37B, fyrirspurn
Katharina Gross leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu á vinstri hlið hússins þar sem skýli er í dag. Viðbyggingin er ca. 12-15 fm með salerni og glugga.
Tekið er neikvætt í fyrirspurnina, samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta