Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 415

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
09.05.2019 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður,
Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður,
Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Ásdís Hanna Pálsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903475 - Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2018 og fyrirtækja hans, uppgjör
Til kynningar.
Lagt fram.
Ársreikningur 2018_Fræðsluráð.pdf
2. 1904337 - Samræmd könnunarpróf 2019-2020
Lagt fram bréf Menntamálastofnunar dags. 10. apríl sl. varðandi dagsetningar samræmdra könnunarprófa skólaárið 2019-2020.
Lagt fram.
Samræmd_könnunarprofa_9_bekk_mars_2020.pdf
3. 1811175 - Úttekt á Barnaskóla Hjallastefnunnar 2019
Lögð fram úttektarskýrsla og bréf frá MMS vegna ytra mats á Barnaskóla Hjallastefnunnar frá apríl 2019.
Lagt fram.
Ytra mat bréf MMS.pdf
Barnaskóli_Hjallastefnunnar úttekt MMS.pdf
4. 1903239 - Kostir og gallar sumarlokunar leikskóla
Lagt fram til kynningar tilboð í könnun um sumarlokun leikskóla. Tillögur að spurningum í könnun kynntar.
Fræðsluráð samþykkir framangreinda könnun með breytingum og fjármögnun hennar. Í foreldrakönnun fellur niður spurning 9 og í starfsmannakönnun spurningar 5-7. Spurning 8 í foreldrakönnun verði einnig í starfsmannakönnun.
5. 1903450 - Hamravellir laus kennslustofa
Lögð fram ósk Skóla ehf. um að lausa kennslustofa við Hamravelli verði fjarlægð. Einnig lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa leikskóla um stöðu innritunarmála ef af flutningi verður. Ennfremur minnisblað umhverfis- og skipulagsþjónustu um kostnaðarmat á flutningi og frágangi.
Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti að fjarlægð verði laus kennslustofa við Hamravelli og að kennslustofan verði sett á lóð Smáralundar. Nemendum í Smáralundi fjölgar þá úr 50 í 70 við þessar breytingar. Nýr Leikskóli í Skarðshlíð mun bæta við annarri deild í haust til viðbótar við það sem áætlað var og opna tvær deildar í haust í stað einnar, alls 37 nemendur.
Hamravellir laus kennslustofa formlegt erindipdf.pdf
Minnisblað vegna flutnings á lausri kennslustofu.pdf
Minnisblað- Flutningur á kennslustofu (Hamravellir_Smáralundur) 16.4.2019.pdf
6. 1804224 - Skóladagatöl 2019-2020
Lagt fram leikskóladagatal Smáralundar 2019-2020 ásamt staðfestingu foreldraráðs.
Samþykkt.
Smáralundur_staðfesting foreldraráðs.pdf
Smáralundur_Leikskoladagatal-2019-2020.pdf
7. 1904394 - Stytting viðveru leikskólabarna
Tillaga að breyttum opnunartíma leikskóla lögð fram.
Fræðsluráð samþykkir að vísa tillögu, þess efnis að leikskólar Hafnarfjarðar loki kl. 16:30 í stað kl. 17:00, til umsagnar hjá foreldraráði leikskólabarna og stjórnendum leikskóla. Tillagan er meðal annars unnin út frá greinagerð starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum þar sem bent er á langa viðveru leikskólabarna og málþings um leikskólalífið sem faghópur um starfsaðstæður í leikskólum stóð fyrir í vor. Í þjóðfélaginu er umræða um styttingu vinnuvikunnar hávær og telur fræðsluráð í ljósi þeirrar umræðu að þörf sé á að skoða lengd viðveru leikskólabarna í Hafnarfirði.
8. 18129524 - Starfshópur um forvarnir
Lögð fram fundargerð starfshóps um forvarnir dags. 10. apríl 2019.
Starfshópurinn hefur heimild til að funda í sex skipti en óskar eftir að hækka heimildina í átta skipti.
Vinnan gengur vel en verkefnið er umfangsmikið og margir gestir hafa hitt starfshópinn og miðlað upplýsingum.
Fræðsluráð samþykkir að fjölga fundum starfshóps um forvarnir um tvo fundi ásamt því að veita heimild fyrir því að starfshópur skili niðurstöðum fyrir 5 júni, 2019.
Fundargerð_starfshópur um forvarnir 10.apríl 2019.pdf
9. 1803160 - Ærslabelgur
Til umsagnar og kynningar. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að kanna staðsetningu á Víðistaðatúni. Ennfremur lögð fram eftirfarandi bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs: "Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögum að staðsetningu ærslabelgs til umsagnar fræðsluráðs."

Fræðsluráð samþykkir að fjárfesta í ærslabelg og tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs um að fyrsti ærslabelgurinn sem fjárfest verði í verði staðsettur á Víðistaðatúni.
10. 1901401 - Skráningarkerfið Vala fyrir frístund
Nýtt skráningarkerfi fyrir frístundaheimilin hefur verið tekið til notkunar. Í því geta foreldar skráð allar viðeigandi upplýsingar, s.s. frístundaakstur, fengið rafræn svör og fylgst vel með stöðu umsókna.
Til kynningar.
11. 1706086 - Skólahreystibraut
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir endurmati á staðsetningu hreystibrautar frá fræðsluráði.
Fræðsluráð leggur til að að hreystibrautin verði staðsett á Hörðuvöllum enda telst sú staðsetning miðsvæðis. Gott aðgengi og góðar almenningssamgöngur er á svæðinu. Einnig má geta þess að hreystivöllur verður á nýrri skólalóð Skarshlíðarskóla.
13. 1904529 - Leikskólastjóri Hraunvallaskóli
Sigrún Kristinsdótir leikskólastjóri í Hraunvallaleikskóla hefur sagt stöðu sinni lausri frá 31. júlí 2019.
Lagt fram til kynningar.
14. 1904104 - Lækjarskóli skólastjóri
Kynntur nýráðinn skólastjóri Lækjarskóla.
Fræðslustjóri tilkynnti að G. Dögg Gunnarsdóttir verði ráðin í starf skólastjóra Lækjarskóla frá 1. ágúst 2019.

Fræðsluráð býður Dögg velkomna til starfa.

Sex sóttu um starfið:

Arna Björný Arnardóttir
Skólastjóri/aðstoðarskólastóri

Ásdís Hrönn Viðarsdóttir
Skólastjóri

Dögg Gunnarsdóttir
Aðstoðarskólastjóri/skólastjóri

Friðþjófur Karlsson
Fyrrverandi skólastjóri

Kristín Helgadóttir
Mannauðsstjóri

Þórdís Sævarsdóttir
MA í menningarstjórnun
Fundargerðir
12. 1904006F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 289
Lögð fram fundargerð 289. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram.
15. 1904014F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 290
Lögð fram fundargerð 290. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40 

Til bakaPrenta