Til bakaPrenta
Bæjarráð - 3518

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
09.05.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Helga Ingólfsdóttir varamaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Guðríður Guðmundsdóttir, 
Einnig sat fundinn staðgengill bæjarstjóra,Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1510229 - Jafnréttisáætlun, Jafnréttis- og mannréttindastefna samþ. feb 2017
Lögð fram jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir 2019 til 2023 til samþykktar.

Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi aðgerðaáætlun í jafnréttismálum 2019-2023 og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.
Janfréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2019-2023 - drög til bæjarráðs 9 maí 2016.pdf
Jafnréttis- og mannréttindastefna Hafnarfjarðarbæjar, bæklingur.pdf
2. 1502214 - Markaðsstofa Hafnarfjarðar
Lögð fram drög að endunýjuðum samningi við MsH.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn við Markaðsstofu Hafnarfjarðar.
Samkomulag MsH endurnýjun lagt fram í bæjarráði 9. maí 2019.pdf
3. 1904401 - Völuskarð 2, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Ragnars Kaspersens og Kolbrúnar Rósu Valsdóttur um tvíbýlishúsalóðina nr. 2 við Völuskarð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 2 við Völuskarð verði úthlutað til Ragnars Kaspersens og Kolbrúnar Rósu Valsdóttur.
4. 1904363 - Völuskarð 11, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Áslaugar Þorgeirsdóttur og Hjartar Freys Jóhannssonar um einbýlishúsalóðina nr. 11 við Völuskarð.
Fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu kom á fund bæjarráðs og dró á milli þriggja umsókna um lóðina Völuskarð 11. Upp komu nöfn Inga Björnssonar og Erlu Arnardóttur.

Umsækjendur tilgreindu sem varalóð Völuskarð 9. Dregið var á milli tveggja umsókna um Völuskarð 9. Upp komu nöfn Áslaugar Þorgeirsdóttur og Hjartar Freys Jóhannssonar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni til þeirra.
5. 1904313 - Völuskarð 11, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Ágústs Arnars Hringssonar og Alexöndru Eir Andrésdóttur um einbýlishúsalóðina nr. 11 við Völuskarð.
Fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu kom á fund bæjarráðs og dró á milli þriggja umsókna um lóðina Völuskarð 11. Upp komu nöfn Inga Björnssonar og Erlu Arnardóttur.
Umsækjendur tilgreindu sem varalóð Völuskarð 9. Dregið var á milli tveggja umsókna um Völuskarð 9. Upp komu nöfn Áslaugar Þorgeirsdóttur og Hjartar Freys Jóhannssonar.

Umsækjendur tilgreindu einnig sem varalóð Völuskarð 7. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta umsækjendum lóðinni Völuskarði 7.
6. 1904400 - Völuskarð 11, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Inga Björnssonar og Erlu Arnardóttur um einbýlishúsalóðina nr. 11 við Völuskarð.
Fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu kom á fund bæjarráðs og dró á milli þriggja umsókna um lóðina Völuskarð 11. Upp komu nöfn Inga Björnssonar og Erlu Arnardóttur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til umsækjenda.
7. 1904361 - Völuskarð 13, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Jóns Erlendssonar og Evu Úllu Hilmarsdóttur um einbýlishúsalóðina nr. 13 við Völuskarð.
Fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu kom á fund bæjarráðs og dró á milli tveggja umsókna um lóðina Völuskarð 13. Upp komu nöfn Kristínar Birnu Ingadóttur og Orra Péturssonar.

Umsækjendur tilgreindu ekki varalóð.
8. 1904362 - Völuskarð 13, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Kristínar Birnu Ingadóttur og Orra Péturssonar um einbýlishúsalóðina nr. 13 við Völuskarð.
Fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu kom á fund bæjarráðs og dró á milli tveggja umsókna um lóðina Völuskarð 13. Upp komu nöfn Kristínar Birnu Ingadóttur og Orra Péturssonar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til umsækjenda.
9. 1411212 - Borgarlína
3. liður úr fundargerð SSH frá 6.maí sl. Samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu- aðgerðir og verkefni framundan.

Tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að lagningu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlína).
Lögð fram tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að lagningu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlína).pdf
Borgarlína-Samningur_Vegagerd.pdf
Samningur END.pdf
Samningur SSH fylgiskjal 1.pdf
Samningur SSH fylgiskjal 2.pdf
Samningur SSH fylgiskjal 3.pdf
Samningur SSH fylgiskjal 4.pdf
Samningur SSH fylgiskjal 5.pdf
Minnisblað 6 maí 2019.pdf
10. 1904061 - Rauðhella 3, lóðarleigusamningur
Nýr lóðarleigusamningur lagður fram til afgreiðslu.
Ágúst Bjarni Garðarsson vék sæti undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Rauðhella 3.lls.drög.17.4.19.pdf
11. 1706369 - Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll
10.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.maí sl.
Lögð fram fundargerð nr. 8 og skýrsla starfshóps um uppbyggingu á athafnarsvæði Hestamannafélagsins Sörla.

Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar starfshópi um uppbyggingu á athafnasvæði Sörla fyrir framlagða skýrslu og vísar skýrslunni og fylgigögnum til bæjarráðs.
Ágúst Bjarni Garðarsson tók aftur sæti á fundinum.

Lagt fram.
Skýrsla starfshóps Sörla 12 april 2019_loka.pdf
12. 1803258 - Stytting vinnuvikunnar, erindi
14.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 10.apríl sl.
Lagt fram bréf hluta starfsmanna skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu varðandi styttingu vinnuvikunnar.

Erindinu vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð hefur skilning og tekur undir það sem fram kemur í bréfi því sem hluti starfsmanna skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu sendi fræðsluráði varðandi styttingu vinnuvikunnar. Ljóst er að beiðnin fellur vel að stefnu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjölskylduvænar áherslur. Stytting vinnuvikunnar hefur verið og er eitt af megin viðfangsefnum í gerð kjarasamninga og af þeirri ástæðu er afgreiðslu frestað þar til niðurstaða kjarasamninga opinberra starfsmanna liggur fyrir.
Stytting vinnuviku erindi starfsfólks fræðslu- og fristundaþjónustu.pdf
13. 1904108 - Líkamsrækt bæjarstarfsmanna
12.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 10.apríl sl.
Lagt fram erindi frá stýrihópi um heilsubæinn Hafnarfjörð þar sem lagt er til hætt verði að bjóða starfsmönnum bæjarins upp á hálfsárs kort í sundlaugar bæjarins á 1000 kr. en bjóða þess í stað öllum starfsmönnum frítt í sundlaugar bæjarins til heilsueflingar.

Fræðsluráð fagnar tillögu frá stýrihópi Heilsueflandi samfélags varðandi það að starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar fái frítt í sund til heilsueflingar. Fræðsluráð sendir málið til frekari afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að hætt verði að bjóða starfsmönnum upp á hálfsárs kort í sundlaugar bæjarins á 1000kr. og bjóði þess í stað starfsmönnum frítt í sundlaugar bæjarins til heilsueflingar.

Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er fagnaðarefni hversu vel er tekið í tillöguna um frítt í sund fyrir starfsfólk bæjarins og styð ég hana. Það er þó ekki hægt að láta hjá líða að minna á tillögu sem fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram við fjárhagsáætlunargerð í desember sl. um að börnum að 18 ára aldri yrði gefinn kostur á að nýta sundlaugar bæjarins sér að kostnaðarlausu, en lítið hefur spurst til hennar.

Það er trú mín að fulltrúar meirihlutans líti á heilsu og lífstíl ungmenna sem jafndýrmæta auðlind og starfsmanna sinna og samþykki einnig þá tillögu, svo við getum aukið líkamsrækt og hreyfingu ungmenna, enda sína rannsóknir að mjög dregur úr hreyfingu unglinga á aldrinum 15-17 ára. Að bjóða þeim upp á frían aðgang að sundlaugum bæjarins gæti verið góð hvatning fyrir meiri hreyfingu, og styður auk þess vel við markmið um heilsubæinn Hafnarfjörð.

Adda María Jóhannsdóttir

Líkamsrækt bæjarstarfsmanna.pdf
14. 1904519 - Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, breytingar á fárhagsáæltunum sveitarfélaga, fumkvæðisathugun
Lagt fram bréf dags. 23.apríl sl. frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um frumkvæðisathugun ráðuneytisins á nokkrum sveitarfélögum þar sem misræmi nam 5% eða meira á rekstri og fjárfestingum.
Lagt fram.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, breytingar á fárhagsáæltunum sveitarfélaga, fumkvæðisathugun.pdf
15. 1904029 - Eskivellir 5, 0305, F2275751, kaup á íbúð
Á fundi bæjarráðs 11. apríl sl. var málinu frestað og óskað umsagnar fjölskylduráðs.Fjölskylduráð tók málið fyrir 12. apríl sl. og veitir eftirfarandi umsögn: "Fjölskylduráð leggur það til að aðeins ein íbúð að Eskivöllum 5 sé keypt að þessu sinni."
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að keypt verði íbúðin nr. 0305 að Eskivöllum 5.
16. 1904016 - Eskivellir 5, 0205, F2275745, kaup á íbúð
Á fundi bæjarráðs 11. apríl sl. var málinu frestað og óskað umsagnar fjölskylduráðs.Fjölskylduráð tók málið fyrir 12. apríl sl. og veitir eftirfarandi umsögn: "Fjölskylduráð leggur það til að aðeins ein íbúð að Eskivöllum 5 sé keypt að þessu sinni."
Með vísan til umsagnar fjölskylduráðs samþykkir bæjarráð að falla frá kaupum á íbúð 0205 að Eskivöllum 5.
18. 1712122 - Stofnframlag úthlutun sveitarfélags
Lögð fram tillaga að úthlutun stofnframlaga frá Hafnarfjarðarkaupstað.
Bæjarráð staðfestir með vísan til 1. mgr. 2. gr. reglna Hafnarfjarðar-kaupstaðar um stofnframlög, veitingu stofnframlags til Heimilanna íbúðarfélags hses vegna byggingar á sex íbúða íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, sbr. tillögu Matsnefndar um veitingu stofnframalaga Hafnarfjarðarkaupstaðar. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðarverðs og gatnagerðargjalda. Með vísan til 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 er stofnframlagið veitt með því skilyrði að það verði endurgreitt þegar þau lán sem tekin voru til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem sveitarfélagið hefur veitt stofnframlag til, hafa verið greidd upp. Um endurgreiðslu stofnframlags fer eftir 16. gr. sömu laga.
Bæjarráð staðfestir með vísan til 1. mgr. 2. gr. reglna Hafnarfjarðar-kaupstaðar um stofnframlög, veitingu stofnframlags til Heimilanna íbúðarfélags hses vegna byggingar á sex íbúða íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, sbr. tillögu Matsnefndar um veitingu stofnframalaga Hafnarfjarðarkaupstaðar. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðarverðs og gatnagerðargjalda. Með vísan til 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 er stofnframlagið veitt með því skilyrði að það verði endurgreitt þegar þau lán sem tekin voru til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem sveitarfélagið hefur veitt stofnframlag til, hafa verið greidd upp. Um endurgreiðslu stofnframlags fer eftir 16. gr. sömu laga.

Bæjarráð staðfestir með vísan til 1. mgr. 2. gr. reglna Hafnarfjarðar-kaupstaðar um stofnframlög, veitingu stofnframlags til Heimilanna íbúðarfélags hses vegna byggingar á sex íbúða íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, sbr. tillögu Matsnefndar um veitingu stofnframalaga Hafnarfjarðarkaupstaðar. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðarverðs og gatnagerðargjalda. Með vísan til 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 er stofnframlagið veitt með því skilyrði að það verði endurgreitt þegar þau lán sem tekin voru til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem sveitarfélagið hefur veitt stofnframlag til, hafa verið greidd upp. Um endurgreiðslu stofnframlags fer eftir 16. gr. sömu laga.

Bæjarráð staðfestir með vísan til 1. mgr. 2. gr. reglna Hafnarfjarðar-kaupstaðar um stofnframlög, veitingu stofnframlags til Heimilanna íbúðarfélags hses vegna byggingar á sex íbúða íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, sbr. tillögu Matsnefndar um veitingu stofnframalaga Hafnarfjarðarkaupstaðar. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðarverðs og gatnagerðargjalda. Með vísan til 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 er stofnframlagið veitt með því skilyrði að það verði endurgreitt þegar þau lán sem tekin voru til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem sveitarfélagið hefur veitt stofnframlag til, hafa verið greidd upp. Um endurgreiðslu stofnframlags fer eftir 16. gr. sömu laga.
Bæjarráð staðfestir með vísan til 1. mgr. 2. gr. reglna Hafnarfjarðar-kaupstaðar um stofnframlög, veitingu stofnframlags til Heimilanna íbúðarfélags hses vegna byggingar á sex íbúða íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, sbr. tillögu Matsnefndar um veitingu stofnframalaga Hafnarfjarðarkaupstaðar. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðarverðs og gatnagerðargjalda. Með vísan til 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 er stofnframlagið veitt með því skilyrði að það verði endurgreitt þegar þau lán sem tekin voru til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem sveitarfélagið hefur veitt stofnframlag til, hafa verið greidd upp. Um endurgreiðslu stofnframlags fer eftir 16. gr. sömu laga.

Bæjarráð staðfestir með vísan til 1. mgr. 2. gr. reglna Hafnarfjarðar-kaupstaðar um stofnframlög, veitingu stofnframlags til Húsnæðisskrifstofu Hafnarfjarðar vegna kaupa á ellefu íbúðum í félagslega leiguíbúðakerfinu, sbr. tillögu Matsnefndar um veitingu stofnframalaga Hafnarfjarðar-kaupstaðar. Með vísan til 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 er stofnframlagið veitt með því skilyrði að það verði endurgreitt þegar þau lán sem tekin voru til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem sveitarfélagið hefur veitt stofnframlag til, hafa verið greidd upp. Um endurgreiðslu stofnframlags fer eftir 16. gr. sömu laga.
Veiting stofnframlaga til Heimilanna íbúðafélags hses maí 2019.pdf
Veiting stofnframlaga til Húsnæðisskrifstofu Hafnarfj. maí 2019.pdf
Fundargerðir
17. 1801455 - Starfshópur um Ásvelli 2018
Lögð fram fundargerð starfshóps um Ásvelli frá 30.apríl sl.
19. 1506568 - Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar hjúkrunarheimilis að Sólvangi frá 30.apríl sl.
Fundargerð 4. fundar verkefnastjórnar um hjúkrunarheimilið að Sólvangi.pdf
20. 1903545 - Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting
Lögð fram fundargerð starfshóps um Krýsuvík, framtíðarnýting frá 23.apríl sl.
Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting - 2. fundur.pdf
21. 1903024F - Hafnarstjórn - 1548
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 3.apríl sl.
22. 1904005F - Hafnarstjórn - 1549
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 15.apríl sl.
23. 1904011F - Hafnarstjórn - 1550
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 30.apríl sl.
24. 1901146 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.apríl sl.
HHK 29.04.2019 - fundargerð.pdf
25. 1903019F - Menningar- og ferðamálanefnd - 323
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.mars sl.
26. 1904003F - Menningar- og ferðamálanefnd - 324
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 4.apríl sl.
27. 1904021F - Menningar- og ferðamálanefnd - 325
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 2.maí sl.
28. 1901145 - Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 11.apríl sl.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 870.pdf
29. 1901142 - Sorpa bs, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 12.apríl sl.
Fundargerð 406 stjórnarfundar undirrituð.pdf
30. 1901144 - Stjórn SSH, fundargerðir 2019
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 8.apríl og 6.maí sl.
SSH_Stjorn_469_fundur_2019_04_08.pdf
SSH_Stjorn_470_fundur_2019_05_06.pdf
31. 1904277 - Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð 18.eigendafundar Strætó bs. frá 8.apríl sl.
Straeto_18_eigendafundur_2019_04_08.pdf
32. 1901143 - Strætó bs, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.apríl sl.
Umhverfis- og framkvæmdaráð sendi í maí 2018 tillögur að leiðakerfisbreytingum innanbæjaraksturs og breytingum á leið 21 til umfjöllunar hjá sérfræðingum og stjórn Strætó. Nú liggur fyrir að tillögurnar hafa fengið umfjöllun og greiningu hjá sérfræðingum og stjórn byggðasamlagsins.
Sérstaklega er horft til þess að í dag er ekki um að ræða neina þjónustu Strætó bs. við vaxandi iðnaðarhverfi á Völlum en við uppbyggingu þar horfa hagsmunaaðilar, bæði opinber fyrirtæki/stofnanir og þjónustufyrirtæki til þess hvenær fyrirhugað er að Strætó bs. muni hefja þjónustu á svæðinu. Enn fremur hafa aðilar sem nú þegar hafa byggt upp aðstöðu á svæðinu ítrekað óskað eftir þjónustu inn á svæðinu.
Fundargerð stjo´rnarfundur 302 12. apri´l 2019.pdf
Erinid umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar dags 27. mars 2019.pdf
Erindi frá Seltjarnarnesi dags 25. mars 2019.pdf
Næsti fundur bæjarráðs verður haldinn mánudaginn 20. maí nk. kl. 14:15.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta