Til bakaPrenta
Bæjarráð - 3519

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
20.05.2019 og hófst hann kl. 14:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Guðríður Guðmundsdóttir, 
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1802338 - Markaðsstofa, markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð
Brynjar Þór Þorsteinsson og Haraldur Daði Ragnarsson frá Manhattan marketing mæta til fundarins og kynna Markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörður sem þeir unnu að.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og vísar til umsagnar í menningar- og ferðamálanefnd.
Markadsstefnumotun_Hafnarfjordur_bæjarrad.pdf
2. 1905192 - Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðis, starfsáætlun og drög að rýmingaráætlun 2019-2022 fyrir höfuðborgarsvæðið, kynning
Lögð fram starfsáætlun almannavarnarnefndar 2019-2022 og drög að rýmingaráætlun fyrir höfuborgarsvæðið.

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri Almannavarna mætir til fundarins.
Bæjarráð þakkar Jóni Viðari Matthíassyni, slökkviliðsstjóra, fyrir kynningu á starfsáætlun almannavarnarnefndar 2019-2022 og drögum á rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins. Lagt fram.
Rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins útg. 1.0 04.04.19.pdf
3. 1902054 - Brú lífeyrissjóður, Hjallastefnan uppgjör vegna breytinga
Lagt fram minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 16. apríl sl.

Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Með breytingum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997, lögum nr 127/2016 sem einnig náðu til lífeyrissjóðsins Brúar með breytingum á samþykktum Brúar, náðist að samræma lífeyriskerfi allra landsmanna. Ríkissjóður tók á sig um þriðjung skuldbindinga sveitarfélaga í LSR gegn því skilyrði að sveitarfélögin gerðu upp skuldbindingar sínar gagnvart A-deild Brúar. Það hafa sveitarfélögin gert. Við breytingu á lögum um opinberu lífeyrissjóðina láðist að taka fram með ótvíræðum hætti hvernig gera skyldi upp skuldbindingar sjálfstætt starfandi aðila þegar starfsmenn þeirra ættu aðild að opinberum lífeyrissjóðum á grunni kjarasamninga.
Í samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Brúar lífeyrissjóðs, samhliða lagabreytingunni, skuldbatt ríkissjóður sig til að greiða án lagaskyldu framlag til A-deildar Brúar vegna skuldbindinga aðila þ. m. t. sveitarfélaga, vegna verkefna sem að meirihluta eru fjármögnuð af ríkissjóði með samningum og ríki ber að sinna.
Á sama hátt, án ótvíræðrar lagaskyldu, fellst bæjarráð Hafnarfjarðarkaupstaðar á að greiða til Brúar lífeyrissjóðs áfallnar lífeyrisskuldbindingar í jafnvægissjóð og varúðarsjóð vegna Hjallastefnunnar á grunni samninga Hafnarfjarðarkaupstaðar og Hjallastefnunnar samtals að fjárhæð kr. 15.903.462.

"Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn."

Adda María Jóhannsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekki kemur fram í fundarboði að um afgreiðslulið sé að ræða heldur einungis að málið sé lagt fram. Beiðni um að málið yrði sent til bæjarstjórnar án afstöðu bæjarráðs var hafnað og því situr undirrituð hjá við afgreiðsluna að sinni.
Minnisblað 16. apríl.pdf
4. 1905196 - Rekstrartölur 2019
Rekstrarreikningur jan.-mars 2019 lagður fram.

Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Lagt fram.
Rekstrartölur jan-mars 2019.pdf
5. 1903430 - Launuð námsleyfi haust 2019
Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um að fjórum aðilum verði veitt launað námsleyfi.
6. 1905046 - Samgöngustyrkur, tillaga
8.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8.maí sl.
Eftirfarandi tillaga er borin upp í umhverfis- og framkvæmdarráði af Sverri Jörstad Sverrissyni fulltrúa Samfylkingarinnar. "Ég legg til að Hafnarfjarðarbær taki upp samgöngustyrki fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar, sambærilega þeim sem eru í boði hjá Reykjavíkurborg fyrir starfsmenn þeirra. Þeir starfsmenn sem skuldbinda sig til að mæta minnst 3x í viku ekki á bíl fengju þá greitt 6000 kr á mánuði, auk annara fríðinda, eins og afslátt á strætókorti. Styrkurinn verður hinsvegar borgaður í peningum með launum mánaðarlega, svo að starfsmaður geti þá ráðið hvort hann nýti hann í skóbúnað og gangi, hjól og hjóli eða hvaða annan ferðamáta sem hann kýs annan en einkabílinn. Styrkur skal ekki vera hlutfall af prósentu, til að ekki skerðist styrkur á vaktavinnufólk og aðra sem eru í skertu hlutfalli."

Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar til umfjöllunar í bæjarráði, fjölskylduráði og fræðsluráði.
Bæjarráð samþykkir að fela mannauðsstjóra útfærslu tilraunaverkefnis vegna fyrirkomulags samgöngustyrkja til starfsmanna Hafnarfjarðar-kaupstaðar. Niðurstöðu þess verkefnis megi síðan nota til að yfirfæra á alla starfsemi bæjarfélagsins. Útfærsla mannauðsstjóra skal liggja fyrir í lok ágúst 2019, tímanlega fyrir undirbúning fjárhagsáætlunar 2020.
Hér er um að ræða nánari útfærslu á tillögu sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar þann 20. júní 2018 nr. 180635, Samgöngusamningar.



7. 1904516 - Sameinuðu þjóðirnar, heimsmarkmið, sjálfbær þróun
5.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 2.maí sl.

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður að stefnumótun og starfsemi bæjarfélagsins taki mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og horft sé þar m.a. til vinnu Verkefnastjórnar Heimsmarkmiða SÞ sem skipuð hefur verið að frumkvæði ríkisstjórnar Íslands. Því er beint til bæjarráðs að fylgja þessu eftir með því að greina að hvaða marki nú þegar er unnið að þessum markmiðum, setja áherslur og frekari markmið fyrir bæjarfélagið."
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.
8. 1905148 - Völuskarð 17, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Jóns Erlendssonar og Evu Úllu Hilmarsdóttur um einbýlishúsalóðina nr. 17 við Völuskarð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 17 verði úthlutað til Jóns Erlendssonar og Evu Úllu Hilmarsdóttur.
9. 1905140 - Einhella 7, lóðarumsókn
Hagtak hf kt. 460391-2109 sækir um atvinnuhúsalóðina nr. 7 við Einhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Einhellu 7 verði úthlutað til Hagtaks hf kt. 460391-2109.
10. 1905200 - Suðurgata 28, lóðarleigusamningur
Endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir framlagðarn lóðarleigusamning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
11. 1902125 - Þjónusta við botnlanga innan lóðarmarka
3.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8. maí sl.
Tekið fyrir að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í endurskoðun á lóðarleigusamningum í samráði við lóðarhafa og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð vísar erindinu til frekari skoðunar hjá bæjarlögmanni.
12. 1404159 - Sólvangur, dagdvalarrými
4. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 10.maí sl.
Fjölskylduráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og vísar honum til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framlagaðan samning við Sóltún öldrunarþjónustu.
Samningur um rekstur dagdvalar á Sólvangi í Hafnarfirði.pdf
13. 1903298 - Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ársreikningur 2018
Lagður fram ársreikningur SSH 2018.
Lagt fram.
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ársreikningur 2018.pdf
14. 1905183 - Landskerfi bókasafna hf., aðalfundur 2019
Lagt fram fundarboð um aðalfund Landskerfis bókasafna hf. miðvikudaginn 29. maí 2019.
Lagt fram.
Landskerfi bókasafna hf., aðalfundur 2019.pdf
Fundargerðir
15. 1903229 - Miðbær, deiliskipulag, starfshópur
Lögð fram fundargerð starfshóps um miðbæ,deiliskipulag frá 23.apríl sl.
Miðbær, deiliskipulag, starfshópur 2. fundur 23.4.2019.pdf
16. 1905007F - Hafnarstjórn - 1551
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14.maí sl.
17. 1901143 - Strætó bs, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.maí sl.
Fundargerd stjornarfundur 303 3. mai´ 2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta