Til bakaPrenta
Fjölskylduráð - 391

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
24.05.2019 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Erla Sigríður Ragnarsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristrún Hafsteinsdóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 0908195 - Leiguhúsnæði og húsaleigubætur, reglur um úthlutun
Fjölskylduráð leggur til að fellt verði út skilyrði 2.gr. um búsetulengd. Fjölskylduráð óskar eftir kynningu á úthlutunarreglum Hafnarfjarðarbæjar varðandi félagslegt húsnæði.
2. 1806032 - Lækur, athvarf fyrir geðfatlaða
Lækur verður áfram að Hörðuvöllum 1. Sótt verður um styrk til Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs um endurbætur á húsinu. Fjölskylduráð leggur á það áherslu að það verði sett í forgang að fara í viðhald og endurbætur á húsinu. Í Læk er unnið faglegt og gott starf og mikilvægt að vinnuaðstæður starfsmanna og þeirra sem nýta sér þjónustuna sé góð.
Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs, umsókn um styrk..pdf
3. 1905046 - Samgöngustyrkur, tillaga

8.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdarráðs frá 8.maí sl.
Eftirfarandi tillaga er boin upp í umhverfis- og framkvæmdarráði af Sverri Jörstad Sverrissyni fulltrúa Samfylkingarinnar:
,,Ég legg til að Hafnarfjarðarbær taki upp samgöngustyrki fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar, sambærilega þeim sem eru í boði hjá Reykjavíkurborg fyrir starfsmenn þeirra. Þeir starfsmenn sem skuldbinda sig til að mæta minnst 3x í viku ekki á bíl fengju þá greitt 6000 kr. á mánuði, auk annara fríðinda eins og afslátt á strætókorti. Styrkurinn verður hinsvegar borgaður í peningum með launum mánaðarlega, svo að starfsmaður geti ráðið hvort hann nýti skóbúnað og gangi, hjól og hjóli eða hvaða annan ferðamáta sem hann kýs annan en einkabílinn. Styrkur skal ekki var hlutfall af prósentu, til að ekki skerðist styrkur á vaktavinnufólk og aðra sem eru í skertu hlutfalli.?
Umhverfis- og framkvæmdarráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar til umfjöllunar í bæjarráði, fjölskylduráði og fræðsluráði.
Bæjarráð bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 20.05.sl.:
Bæjarráð samþykkir að fela mannauðsstjóra útfærslu tilraunaverkefnis vegna fyrirkomulags samgöngustyrkja til starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar. Niðurstöður þess verkefnis megi síðan nota til að yfirfæra á alla starfsemi bæjarfélagsins. Útfærsla mannauðsstjóra skial liggja fyrir í lok ágúst 2019, tímanlega fyrir undirbúning fjárhagsáætlunar 2020.
Hér er um að ræða nánari útfærslu á tillögu sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar þann 20. Júní 2018 nr. 180635, Samgöngusamningar.

Fjölskylduráð tekur undir bókun bæjarráðs.
Bæjarráð - 3519 (20.5.2019) - Samgöngustyrkur, tillaga.pdf
4. 1903599 - Kvennaathvarf
Starfsmenn frá sviðinu hafa fundað með fulltrúum frá Kvennaathvarfi um mögulegt samstarf um úrræði sem kynnt var á fundi ráðsins þann 12.04. sl. Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að ræða við starfsmenn umhverfis- og framkvæmdarsvið um mögulegt húsnæði fyrir þetta úrræði.
5. 1901204 - Styrkir 2019
Lagt fram.
Fundargerðir
6. 1110181 - Fatlaðir, ráðgjafarráð
Lagt fram.
5.Fundur ra´ðgjafara´ðs 2.5.2019_.pdf
7. 1903560 - Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði
Lagt fram.
4. fundur starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði.pdf
Fundargerð 5. fundar starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30 

Til bakaPrenta