Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 1551

Haldinn á hafnarskrifstofu,
14.05.2019 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður,
Jón Grétar Þórsson aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1705514 - Straumsvík, lóðir fyrir vinnubúðir
Lagður fram leigusamningur við Ístak ehf. kt. 430214-1520 um afnot af lóð undir vinnubúðir við Víkurgötu 11A í Straumsvík.
Hafnarstjórn samþykkir framlagðan leigusamning.
Lóðaleigusamn Ístak maí 2019.pdf
Mæliblað v. Ístak maí 2019.pdf
2. 1905112 - Samgönguáætlun 2020 - 2024
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 6. maí varðandi fimm ára samgönguáætlun 2020-2024. Hafnarstjóri kynnti tillögur að svari Hafnarfjarðarhafnar um framlög til væntanlegra framkvæmda á vegum hafnarinnar á þessum tímabili.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi svarbréf.
Lög og regulgerðir varðandi ríkisstyrki.pdf
Eybl_umsókn_2020_24.pdf
FW: Samgönguáætlun 2020 til 2024 - Bréf til hafna og sveitasjóða.pdf
Kynningar
3. 1407063 - Norðurgarður, endurbygging
Rætt um mögulega efnistöku fyrir grjótfyllingu við Norðurgarð. Hafnarstjóri kynnti stöðu mála varðandi nýtingu á efni úr Hamranesnámu.
Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og skipulagsþjónustu að tekin verði til skoðunar frekari nýting á stórgrýti úr Hamranesnámu til að trygsgja bæði efni og samræmt útlit sjóvarnargarða við Hafnarfjarðarhöfn.
Hamranes náman 2019.pdf
4. 1706242 - Skemmtiferðaskip 2017-2019
Hafnarstjóri fór yfir komur skemmtiferðaskipa til Hafnarfjarðar á komandi sumri og skýrði einnig frá viðræðum við ráðamenn Ponant skipafélagsins um afgreiðslu og þjónustu með vistvæna orku fyrir farþegaskip félagsins.
Skemmtiferðaskip 2019 bókanir feb 2019.pdf
LNG ship to ship.pdf
Raftengingar Ponant.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta