Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 753

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
22.05.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 1904508 - Hlíðarás 29, breyting á klæðningu og glugga
Tekin fyrir að nýju umsókn Dmitrijs Devjatovs dags. 29.4.2019 um breytingu á klæðningu og glugga samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnarssonar dagsettar 9.4.2019.
Nýjar teikningar bárust 15.5.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 1905058 - Lækjargata 46, byggingarleyfi, kælir
Tekin fyrir að nýju umsókn Festi hf. dags. 07.05.2019 um að byggja kæli við verslun samkvæmt teikningum Valdimars Harðarsonar dags. 27.11.2006. Teikningar bárust í tviríti.
Nýjar teikningar bárust 14.5.2019 í tvíriti.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 1905028 - Vikurskarð 8, byggingarleyfi
Tekin fyrir að nýju umsókn Snorra Sigurðssonar dags. 3.5.2019 um að byggja tveggja hæða timburhús að Vikurskarði 8.
Nýjar teikningar Arnars Skjaldarsonar dags. 14.5.2019 bárust 17.5.2019
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 1905071 - Suðurgata 41, breyting á 2. hæð
Tekin fyrir að nýju umsókn Hafnarfjarðarbæjar dags. 8.5.2019 um breytingar á 2. hæð, fyrsti áfangi, og útliti hússins sem mun verða tekið í notkun á áföngum skv. teikningum Karls Magnúsar Karlssonar dags. 10.04.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 1905314 - Ásbraut 1, byggingarleyfi
Hafnarfjarðarbær sækir þann 22.5.2019 um að byggja lokuhús, 20,9fm, neðanjarðar fyrir Vatnsveituna.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 1904486 - Hádegisskarð 21, bygginarleyfi
Tekin fyrir að nýju umsókn Einars Þórs Lárussonar dags. 26.4.2019 um að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Sveinbjörns Jónssonar dagsettar apríl 2019.
Nýjar teikningar bárust 20.5.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
7. 1905147 - Hrauntunga 1, fyrirspurn , skjólveggur
Þann 13.5. sl. leggur Óskar Gunnarsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að reisa skjólgirðingu á lóðarmörkum sem nemur 1,8 m á hæð.
Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í umsögn arkitekts dags. 20.5.2109.
B-hluti skipulagserindi
8. 1905274 - Sterkasti maður Íslands
Magnús Ver óskar eftir í tölvupósti dags. 20 maí sl. að halda keppnina: "Sterkasti maður á Íslandi" á Víðistaðatúni og á Hamrinum þann 1. júní nk. og á hafnarbakkanum við minnismerkið þann 2. júní nk.
Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Hamarinn er friðlýstur verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna keppninnar.
Allt rusl og drasl skal fjarlægt og svæðin skilin eftir í sama ástandi og fyrir keppni.
9. 1905331 - Víðistaðatún, knattleikur, stöðuleyfi
Samuel Gill fh. Iceland Cricket sækir um aðstöðu á Víðistaðatúni fyrir krikketleiki föstudaginn 24.5.2019 og sunnudaginn 26.5.2019. Einnig er óskað eftir stöðuleyfi fyrir tvö tjöld.
Leyfin eru veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna keppninnar.
Allt rusl og drasl skal fjarlægt og svæðin skilin eftir í sama ástandi og fyrir keppni. Hvað varðar afnot af salernum þá skal hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar. Eins skal hafa samband við HS veitur ef þörf er á rafmagni. Hvað varðar bílastæði við kirkjuna skal haft samráð við Víðistaðakirkju með þau. Bent er auk þess á að gera má ráð fyrir tjaldgestum á tjaldsvæði og taka verður tillit til þeirra.
10. 1905044 - Breiðhella 14, fyrirspurn
RF fasteignir sækir um að fá að hækka hús/mænir um 1,5 metra úr 7,5 í 9 metra. Með erindinu eru teikningar er sýna hækkun hússins. Jafnframt hefur verið lögð fram greinargerð arkitekta sem gerir grein fyrir frávikum í samræmi við greinargerð skipulagsins.
Tekið er jákvætt í erindið. Grenndarkynna þarf erindið skv. 2.mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn og umsókn um deiliskipulagsbreytingu hefur borist.
11. 1905296 - Sléttuhlíð B3, fyrirspurn
Jóna G. Jóhannsdóttir leggur inn fyrirspurn er varðar byggingu húss í Sléttuhlíð B3 þar sem óskað er eftir að byggja hús með 4 gráðu þakhalla og 110 fm að stærð.
Skipulags- og byggingarfulltrúar taka neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagsskilmálum um svæðið.
12. 1905319 - Stuðlaskarð 2 og 4, deiliskipulagsbreyting, Skarðshlíð 3. áfangi
Lögð fram breyting vegna lóða við Stuðlaskarð 2 og 4 skv. heimild í gildandi skilmálum deiliskipulagsins Skarðshlíð 3. áfangi er nær til húsa er falla undir gerð R6. Lóðirnar verða sameinaðar og byggingarreit breytt.
Þar sem Hafnarfjarðarbær er eini hagsmunaaðilinn er breytingin samþykkt í samræmi við samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.
C-hluti erindi endursend
13. 1905131 - Fagrakinn 3, breyting
Aðalsteinn Einarsson og Hafdís Ólafsdóttir sækja um að fá að stækka kvist á norðurhlið húss og setja glugga á vestur hlið skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 05.12.2007.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta