Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 335

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
14.08.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður,
Helga Björg Arnardóttir aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Kristinn Jónsson Varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Lagt fram minnisblað vegna fjárhagsáætlunargerðar.
Lagt fram til kynningar.
2. 1906219 - Útilífsmiðstöð Hafnarfjarðar
Fræðsluráð vísaði hugmynd að útilífsmiðstöð í Hafnarfirði til frekari umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði á fundi sínum þann 19.6.2019.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur Umhverfis- og skipulagsþjónustu að gera umsögn.
3. 1903437 - Áslandsskóli, íþróttahús
Lögð fram úttekt unnin af VSÓ í nóvember 2018 fyrir Foreldrafélag Áslandsskóla vegna aksturs skólabarna í íþróttir og áætlaðan kostnað við byggingu íþróttahúss við skólann.
Lagt fram til kynningar.
Úttekt VSÓ_Áslandsskóli_Íþróttahús nóv 2018.pdf
4. 1906381 - Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum
Lagt fram bréf Skógræktarinnar dagsett í júní 2019 til upplýsinga um landshlutaáætlanir og fyrirhugaðar kynningar og samstarf við sveitarfélög, skógarbændur og aðra hagsmunaaðila.
Umhverfis- og framkvæmdaráð áréttar mikilvægi þess að skipulagt verði svæði í upplandi Hafnarfjarðar fyrir loftlagsskóg.
Bréf til sveitarstjórna _ Landshlutaáætlun í skógrækt.pdf
5. 1905029 - Útivistarsvæði í Hafnarfirði - aðgengi og nýting
Lögð fram bókun Menningar- og ferðamálanefndar þar sem hvatt er til þess að sett verði upp upplýsingaskilti á helstu útivistarsvæðum bæjarins þar sem farið er yfir reglur um umgengni, t.d. almenna umgengni, meðferð elds, viðurlög við náttúruspjöllum, leiðbeiningar um næsta salerni ofl. Mikilvægt er að notendur útivistarsvæða séu upplýstir um þær reglur sem þar gilda og þau viðurlög sem eru við brotum á þeim.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
6. 1902291 - Samgönguvika 2019
Bréf barst frá forsvarsmönnum bíllausa dagsins í tengslum við samgönguviku. Leitað er að samstarfsaðilum vegna tillögu að viðbragðsáætlun vegna lokunar við leikskóla á "gráum dögum".
Umhverfis- og framkvæmdaráð frestar erindinu og vísar því til umfjöllunar í fræðsluráði.
7. 1407049 - Fegrunarnefnd
Tekið til umræðu.
Viðurkenningar vegna "Snyrtileikinn 2019" verða afhentar 5. september í skógræktinni.
8. 1904347 - Hjarta Hafnarfjarðar 2019
Lögð fram bréf þar sem annarsvegar er gerð athugasemd við lokun miðbæjar, sölu aðgangsmiða á útisvæði og bent á að óheimilt sé að loka aðgengi að honum nema á stórhátíðardögum. Hinsvegar er bent á að staðsetning bekkja og gáms skerðir aðgengi hreyfihamlaðra að opinberum byggingum t.a.m. bókasafninu sem ákvæði algildrar hönnunar eiga við um, þar sem staðsetning þess er á og við sérmerkt bílastæði.
Lagt fram til kynningar.
9. 1706086 - Skólahreystibraut
Bókun skipulags- og byggingarráðs lögð fram til kynningar. "Skipulags- og byggingarráð samþykkir staðsetningu hreystibrautar að Hörðuvöllum."
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur Umhverfis- og skipulagsþjónustu að útfæra tillögu að staðsetningu og undirbúa almenna kynningu.
10. 1906408 - Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ, útboð 2020
Umhverfis- og skipulagsþjónusta óskar eftir heimild til að bjóða út rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ. Samningur við Fallorku rennur úr gildi 31. júní 2020.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ verði boðin út.
Fundargerðir
11. 1903545 - Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 1. - 4. fundar.
Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting - 1 fundur.pdf
Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting - 2. fundur.pdf
Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting - 3. fundur.pdf
Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting - 4. fundur.pdf
12. 1901143 - Strætó bs, fundargerðir 2019
Lagðar fram fundargerðir nr. 305, 306 og 307.
Fundargerd stjórnarfundur 305 4. júni 2019.pdf
Fundargerd stjórnarfundur 306 21. júní 2019.pdf
Fundargerð stjórnarfundur 307. fundar 26. júní 2019.pdf
13. 1901142 - Sorpa bs, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð nr. 409.
Fundargerð 409 stjórnarfundar undirrituð.pdf
14. 1708176 - Skarðshlíðarskóli, framkvæmdir
Lögð fram verkfundargerð nr. 33-37.
2019-06-05_Verkfundur 33.pdf
2019-06-19_Verkfundur 34.pdf
2019-07-03_Verkfundur 35.pdf
2019-07-18_Verkfundur 36.pdf
2019-07-31_Verkfundur 37.pdf
15. 1801099 - Kaplakriki, framkvæmdir
Lagðar fram fundargerðir Kaplakrikahópsins frá 8. júlí og 23. júlí sl.
Fundargerð Kaplakrikahópsins frá 8. júlí 2019.pdf
Fundargerð Kaplakrikahópsins frá 23. júlí 2019.pdf
16. 1204331 - Reykjanesfólkvangur, fundargerðir
Lögð fram fundargerð frá 27. mars 2019.
Fundur 27. mars 2019.pdf
17. 1701334 - Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir
Lögð fram fundargerð nr. 52-54.
17120001-1-FV-0249-Solvangur_verkfundargerd_nr.052.pdf
17120001-1-FV-0259-Solvangur_verkfundargerd_nr.053.pdf
17120001-1-OS-0261-Solvangur_verkfundargerd_nr.054.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30 

Til bakaPrenta