Til bakaPrenta
Fjölskylduráð - 394

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
16.08.2019 og hófst hann kl. 9:00
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Daði Lárusson varamaður,
Fundargerð ritaði: Karlott Ólafsson, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1806149 - Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Frá fundi bæjarstjórnar 26. júní sl.

Kosið í ráð og nefndir til eins árs:

Fjölskylduráð:
Valdimar Víðisson, Brekkuás 7, formaður
Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26, varaformaður
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Norðurbakka 11c
Árni Rúnar Þorvaldsson, Stekkjarhvammi 5
Árni Stefán Guðjónsson, Hverfisgötu 35
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Glitvöllum 5, áheyrnarfulltrúi
Sigurður Þ. Ragnarsson, Eskivöllum 5, áheyrnarfulltrúi

Varamenn:
Erla Ragnarsdóttir, Glitvangi 15
Magna Björk Ólafsdóttir, Dalsás 10b
Sólon Guðmundsson, Efstuhlíð 31
Matthías Freyr Matthíasson, Suðurvangi 4
Daði Lárusson, Hverfisgötu 45,
Sævar Gíslason, Engjavöllum 5b, áheyrnarfulltrúi
Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, Blómvellir 14, áheyrnarfulltrúi

2. 1903560 - Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði
Helga Ingólfsdóttir, formaður starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði, fór yfir vinnu hópsins og næstu skref.
3. 1806356 - Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun
Í október 2018 sendi fjölskylduráð bréf til heilbrigðisráðuneytisins þar sem óskað var eftir rekstrarheimild fyrir 12 dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Biðliðstar voru langir og bið eftir plássi löng. Fjölskylduráð fylgdi þessu vel eftir og í júlí 2019 tilkynnti heilbrigðisráðherra að búið væri að samþykkja þessa rekstrarheimild. Í Hafnarfirði eru nú þegar 22 dagdvalarrými fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma og með þessari viðbót verða þau 34.

Fjölskylduráð þakkar ráðherra fyrir þessa viðbót í dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Þessi viðbótar dagdvalarrými stytta biðlista og auka þjónustu.

Sviðsstjóra er falið að boða fulltrúa Alzheimerssamtakanna til fundar til að ræða hugmyndir að útfærslu og næstu skref.
Fjölgun sérhæfðra dagdvalarrýma í Hafnarfirði.pdf
4. 1609187 - Útlendingastofnun
Sviðsstjóra falið að útbúa minnisblað um fyrri samninga við útlendingastofnun, stækkun samninga, upplýsingar um þjónustu og samantekt á kostnaði.
Beiðni til Hafnarfjarðarkaupstaðar um stækkun og lengri gildistíma.pdf
Fylgiskjal I.pdf
Útlendingastofnun og Hafnarfjarðarkaupstaður, samningur og viðaukar I og II.pdf
5. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Lagt fram.
Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2020.pdf
6. 1812064 - Hækkun á frístundastyrkjum
Fjölskylduráð fagnar því hversu margir eldri borgarar nýta sér frístundastyrk. Ákvörðun um hækkun á frístundastyrk er vísað til umræðu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Fulltrúi Samfylkingarinnar samþykkir ákvörðun Fjölskylduráðs um vísa ákvörðun um hækkun frístundastyrks eldri borgara til fjárhagsáætlunar 2020. Það er skoðun fulltrúa Samfylkingarinnar styrkurinn sé í samræmi við frístundastyrk ungmenna líkt og Fjölskylduráð bókaði á fundi sínum 15.02.2019 og mun Samfylkingin leggja til hækkun í næstu fjárhagsáætlun til að gæta samræmis. Að öðru leyti er vísað í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar þann 15.02.2019.
Minnisblað-Íþróttastyrkir aldraða2014-2018.pdf
Fjölskylduráð - 384 (15.2.2019) - Hækkun á frístundastyrkjum.pdf
Frístundastyrkur aldraðra hækkun.pdf
7. 1310334 - Fjölskylduþjónusta, lykiltölur
Lagt fram.
Lykiltölur jan-jún 2019.pdf
Fundargerðir
8. 1903560 - Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði
Lagt fram.
Fundargerð 9. fundar starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu.pdf
10.fundur starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta