Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 1555

Haldinn á hafnarskrifstofu,
14.08.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður,
Magnús Ægir Magnússon aðalmaður,
Gylfi Ingvarsson varamaður,
Birgir Örn Guðjónsson varamaður,
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri
Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.


Dagskrá: 
Kynningar
1. 1806316 - Hafnarstjórn 2018 - 2022
Lögð fram tilkynning um afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar þann 26. júní sl. þar sem samþykkt var að Guðlaug S. Kristjánsdóttir taki sæti sem aðalmaður í hafnarstjórn í stað Jóns Inga Hákonarsonar og Birgir Örn Guðjónsson sem varamaður í stað Daða Lárussonar.
Bæjarstjórn - 1829, tilkynning um afgreiðslu máls.pdf
2. 1907017 - Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Lögð fram til kynningar staðfesting bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar frá 4. júlí sl. á samþykkt skipulags- og byggingaráðs frá 2. júlí sl. um að hafin verði vinna við aðalskipulagsbreytingu á hafnarsvæðinu er varðar landnotkunarflokk svæðisins í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarráð - 680 - Innanhústilkynning um afgreiðslu máls 1907017.pdf
Bæjarráð - 3523, innanhústilkynning um afgreiðslu máls.pdf
3. 1907215 - Umhverfisstefna Hafnarfjarðarhafnar
Hafnarstjóri lagði fram og kynnti drög að Umhverfisstefnu Hafnarfjarðarhafnar.
Hafnarstjóra falið að vinna frekar að útfærslu stefnunnar í samvinnu við fulltrúa í hafnarstjórn.
Tillaga að stefnumörkun 19. júl 2019.pdf
4. 1905305 - Framkvæmdir á hafnarsvæði 2019
Hafnarstjóri fór yfir stöðu helstu framkvæmda á hafnarsvæðinu.
Framkvæmdir ágúst 2019 myndir yfirlit.pdf
5. 1806317 - Uppbygging á hafnarsvæðinu
Farið yfir stöðuna varðandi lokafrágang tillögu um rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Jafnframt lögð fram fundargerð samráðsnefndar dags. 12. ágúst 2019.
18. fundur samráðsnefndar 12. ágúst 2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta