Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 763

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
14.08.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 1906399 - Austurgata 36, byggingarleyfi
Tekin fyrir að nýju umsókn Ingvars Ara Arasonar frá 26.06.2019 um að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Gunnlaugs Ó. Johnson dags. 13.06.2019. Nýjar teikningar bárust 08.08.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 1907084 - Sólvangsvegur 2, lokateikningar
Tekin fyrir að nýju umsókn Ríkiseigna um að leggja inn lokateikningar af hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Nýjar teikningar bárust þann 30.07.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 1907306 - Hrauntunga 1, bílskúr, breyting
Tekin fyrir að nýju umsókn Óskars Gunnarssonar frá 26.07.2019 vegna breytinga á byggingu bílskúrs samkvæmt teikningum Shruthi Basappa dags. 18.07.2019. Nýjar teikningar bárust 07.08.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 1907303 - Vesturvangur 46, breyting
Tekin fyrir að nýju umsókn Trausta Jónssonar frá 25.07.2019. Um er að ræða breytingu á byggingarleyfi sem samþykkt var í jan. 2019. Viðbygging er einangruð, klædd að utan og stækkuð til suðvestur um 1m samkvæmt teikningum Jóhanns Einars Jónssonar dags. 19.07.2019. Nýjar teikningar bárust 2. ágúst 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 1907283 - Norðurhella 1, byggingarleyfi, Krónan
Tekin fyrir að nýju umsókn Festi fasteigna ehf. frá 24.07.2019 um byggingarleyfi fyrir verslunarhúsnæði á einni hæð samkvæmt teikningum Guðmundar Odds Víðissonar dags. 23.07.2019. Nýjar teikningar bárust þann 08.08.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 1908049 - Móbergsskarð 1-3, breyting
Anna Berglind Sigurðardóttir og Gunnar Agnarsson sækja þann 07.08.2019 um breytingu samkvæmt teikningum Ingvars Gýgjars Sigurðarsonar. Þykkt burðarveggja breytt, gluggar og suðurhlið hækkaðir um 0,25 m og eldstæði breytt.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
7. 1907298 - Hnoðravellir 27, fyrirspurn
Hafrún Sigurðardóttir sækir 25.7.2019 um leyfi til að gera skjólvegg/pall á milli Hnoðravalla 27 og Hnoðravalla 29 ásamt skjólvegg við götu.
Tekið er jákvætt í erindið.
8. 1808181 - Öldugata 3, gámahús,fyrirspurn
Þann 10.8.2018 leggur Egill Björgvinsson inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að koma fyrir tveimur gámum innan lóðar við Öldugötu 3. Teikningar arkitektastofunnar Sei, dags. 18.10.2018, er gera grein fyrir fyrirkomulagi gáma innan lóðar bárust með tölvupósti þann 7.11.2018. Nýjar teikningar dags. 11.4.2018 bárust þann 4.6.2019. Húsið er aldursfriðað. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.
Tekið er neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Sú tillaga sem nú liggur fyrir er innan heimilda er varðar byggingarmagn innan lóðar. Hins vegar fara fyrirhuguð gámahús út fyrir byggingarreit skv. deiliskipulagi.
9. 1906053 - Arnarhraun 40, fyrirspurn bílskúr
Fyrirspurn dags. 3.5.2019 barst frá Guðmundi Jónssyni þar sem óskað er eftir að breyta bílskúr í íbúð við Arnarhraun 40.
Tekið er neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki skipulagi. Í gildandi deiliskipulagi "Miðbær hraun vestur", samþ. 2018, kemur fram að húsgerðir skulu vera óbreyttar og að ekki er heimild til að fjölga eignum á skipulagssvæðinu.
B-hluti skipulagserindi
10. 1908052 - Skeyrseyrarvegur, umferðaröryggi
Mikil þrengsli eru við Skerseyrargötu. Endurskoða þarf fyrirkomulag bílastæða við götu til að tryggja aðgengi sjúkra- og slökkvibíla. Gerð er tillaga að fyrirkomulagi stæða í götu.
Erindið verður kynnt íbúum við Skerseyrarveg og Langeyrarveg 10 og 12. Veittur verður frestur til athugasemda.
11. 1907206 - Stekkjarberg 9, byggingarleyfi -2 áfangi
GG verk ehf. sækir 16.07.2019 um breytingu frá áður samþykktum teikningum. Einangrað að utan í tveim húsum auk þess er sótt um að breikka bílskúra og koma fyrir inntaksrýmum milli bílskúra skv. teikningum Gunnars Arnar Sigurðssonar dags. 24.06.2019.
Breytingarnar eru minniháttar frávik frá gildandi deiliskipulagi og skulu grenndarkynntar nærliggjandi íbúum.
C-hluti erindi endursend
12. 1908087 - Hringbraut 62, breyting
Ingólfur Örn Arnarson sækir þann 09.08.2019 um leyfi til að breyta kjallara í séríbúð samkvæmt teikningum Ársæls Vignissonar dags. 03.05.2019.
Erindi synjað, samræmist ekki deiliskipulagi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta