Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 354

Haldinn á fjarfundi,
20.05.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður,
Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður,
Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2003508 - Covid 19, aðgerðaráætlun
Lögð fram til kynningar bókun bæjarstjórnar dags. 13.5.2020 varðandi frekari framkvæmdir 2020.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að uppfæra fjárfestingar ársins í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar þann 13.5.2020.
2. 1909137 - Víðistaðaskóli rekstrarviðhald
Fræðsluráð vísar úttekt Vinnueftirlits til umhverfis- og skipulagssviðs þar sem fram kemur að bæta þurfi aðstöðu í sal skólans svo starf geti hafist með viðunandi hætti næsta haust.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að hefja úndirbúning að framkvæmd á gluggatjöldum í samræmi við fjárhagsáætlun.
3. 2005334 - Suðurbæjarlaug, þak
Óskað er eftir heimild til að bjóða út endurnýjun á þakinu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að undirbúa útboð skv. innkaupareglum bæjarins vegna endurnýjunar á þaki Suðurbæjarlaugar.
4. 2005173 - Húsnæðisskrifstofa, staða 2020
Kynnt starfsemi Húsnæðisskrifstofu Hafnarfjarðar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og felur umhverfis- og skipulagssviði að gera innkaupareglur Húsnæðisskrifstofu vegna kaupa á nýjum íbúðum.
Hálfdán Þórðarson verkefnastjóri mætti til fundarins og kynnti starfsemi Húsnæðisskrifstofu.
5. 2003582 - Krýsuvík meðferðarheimili, skógrækt
Tekið fyrir að nýju erindi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík vegna landsvæðis til skógræktar. Lögð fram drög að samningi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að ganga til samninga við Meðferðarheimilið í Krýsuvík.
6. 2004365 - Miðbær, endurnýjun á trjágróðri á miðbæjarhluta Strandgötu
Tekið fyrir að nýju.
Erindi frestað.
7. 1803160 - Ærslabelgur
Í framhaldi af bókun nefndarinnar, Heilsubærinn Hafnarfjörður, dags. 12.5.2020 og tillögu að staðsetningu fyrir ærslabelg dags. 14.3.2018 er lagt til að nýr belgur verði settur niður á Óla Run tún.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdina.
8. 2005182 - Plastlaus september 2020, beiðni um samstarf
Lagt fram erindi Plastlaus september frá 7. maí sl. um áframahaldandi samstarf.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir áframhaldandi styrk og leggur til að átakið verði vel kynnt bæjarbúum.
9. 2005329 - Kaldársel, athugasemd við læsingu Kaldárselsvegar og bílastæði við Helgafellsleið
Lagt fram erindi stjórnar Kaldársels varðandi aðgengi að húsnæði Kaldársels en ítrekað er lagt fyrir aðkomu þeirra. Óskað er eftir að rafmagnshlið verði sett upp sem fyrst. Einnig óskar stjórn Kaldársels eftir því að skoðað verði að bæta við bílastæðum við Kaldárselsveg svo bílar göngufólks torveldi ekki umferð og skapi óþarfa hættu á svæðinu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að skoða uppsetningu á hliði. Vinna við endurskoðun á deiliskipulagi vegna bílastæðamála á svæðinu er í vinnslu.
Bre´f til bæjarstjo´rnar Hafnarfjarðar_5.5.2020.pdf
Fundargerðir
10. 2001036 - Strætó bs, fundargerðir 2020
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. nr. 322 og 323.
Fundargerð stjo´rnarfundur 323 8. mai´ 2020.pdf
Fundargerð stjo´rnarfundur 322 22. apri´l 2020.pdf
11. 1708176 - Skarðshlíðarskóli, framkvæmdir
Lagðar fram verkfundargerðir nr. 53 og 54.
2020-04-22_Verkfundur 53.pdf
2020-05-06_Verkfundur 54.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:48 

Til bakaPrenta