Til bakaPrenta
Fjölskylduráð - 417

Haldinn í Hafnarborg,
22.05.2020 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Karlott Gunnhildarson, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903304 - Sérstakur húsnæðisstuðningur
Fulltrúar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynna skýrslu um tilraunaverkefni vegna sérstaks húsnæðisstuðnings.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fyrir kynninguna. Skýrslan lögð fram.
Skýrsla - Sérstakur húsnæðisstuðningur.pdf
Skýrsla - Viðauki 1.pdf
2. 1811336 - Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022
Sviðsstjóri fer yfir stöðuna á sviðinu í ljósi COVID-19.
Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19.pdf
Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19.pdf
Leiðbeiningar_velferðarþjónusta 25052020.pdf
Guidelines NPA_English.pdf
Minnisblad_grausvaedin fjárhagsaðstoð _lokaeintak.pdf
3. 2005407 - Aðstæður barna í COVID
Umræður.
Tilkynningar til barnaverndar 2020.pdf
4. 1903560 - Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði
Lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu eldri borgara og sérhæfði akstursþjónustu fatlaðs fólks.
Lagt fram. Drög að reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks er vísað í Ráðgjafaráð til umsagnar. Óskað er eftir að sú umsögn verði tilbúin fyrir næsta fund fjölskylduráðs þann 5. júní nk.
5. 1512128 - Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA
Lögð fram skýrsla starfshóps um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), drög að reglum um NPA þjónustu og fundargerðir 8. og 9. fundar starfshóps um NPA.
Formaður starfshópsins, Helga Ingólfsdóttir, fór yfir skýrsluna og drög að reglum.
Lagt fram. Umræður.
6. 2005184 - Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar, NPA samningar og launakostnaður
Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar varðandi kostnað vegna NPA samninga.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör og minnir á bókun sína á 413. fundi fjölskylduráðs þann 8. apríl sl. Þar kom fram að fulltrúi Samfylkingarinnar styddi ekki þá ákvörðun að halda tímagjaldinu óbreyttu. Samfylkingin telur að tímagjaldið þurfi að hækka í kjölfar lífskjarasamninganna og til samræmis við útreikninga NPA miðstöðvarinnar. Minnt er á að Reykjavík tók þá ákvörðun í september sl. að hækka tímagjald NPA samninga hjá sér í samræmi við þessa útreikninga og var sú hækkun afturvirk til 1. apríl 2019.
fyrirspurn NPA taxtar og framlög.pdf
7. 0702054 - Eldri borgarar, niðurgreiðsla og vildarkort
Lögð fram drög að reglum um frístundastyrki eldri borgara.
Reglurnar eru uppfærðar með hliðsjón af samþykkt bæjarstjórnar um tekjutengingu á frístundastyrk eldri borgara. Öldungaráð hefur þegar lagt fram umsögn sína um tekjutengingu og því þarf ekki að vísa þessum drögum til ráðsins.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um frístundastyrki eldri borgara og sendir í bæjarstjórn til samþykktar.
8. 0701270 - Aldraðir, málefni
Lagt fram minnisblað Sjafnar Guðmundsdóttur, deildarstjóra stuðnings- og stoðþjónustu varðandi þjónustu við eldri borgara.
Lagt fram. Umræður.
Minnisblað varðandi Þjónustu við eldri borgara í Hafnarfirði.pdf
9. 0912025 - Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði
Lagt fram. Umræður.
Minnkandi starshlutfall - Atvinnuleysi uppf 5 maí.pdf
Hafnarfjörðuryfirlit.pdf
10. 1804409 - Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar
Lögð fram ársskýrsla Starfendurhæfingar Hafnarfjarðar 2019.
Á síðasta aðalfundi Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar var Árni Rúnar Þorvaldsson kosinn í stjórn. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir er varamaður.

Á Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar er unnið faglegt og gott starf. Fjölskylduráð þakkar starfsfólki fyrir þeirra góðu störf. Það er hinsvegar áhyggjuefni að meðalaldur þeirra sem sækir þjónustuna er að lækka. Mikilvægt að fylgjast vel með þróuninni næstu mánuði, sérstaklega í ljósi þeirra erfiðu tíma sem eru upp í samfélaginu.
Ársskýrsla_2019.pdf
Fundargerðir
11. 0701243 - Málskot
Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 11/2020 og 12/2020.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta