Til bakaPrenta
Bæjarráð - 3546

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
20.05.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Guðríður Guðmundsdóttir, 
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2005324 - Rekstrartölur 2020
Farið yfir rekstrartölur janúar til mars 2020

Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Lagt fram.
Rekstrartölur jan-mars 2020.pdf
EFS bréf til sveitarstjórna maí 2020.pdf
2. 2001274 - Lántökur 2020
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn:
„Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.000.000.000.- kr. til 14 ára, með lokagjalddaga 5. apríl 2034 í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum.
Lánið eru til fjármögnunar á byggingu Skarðshlíðarskóla sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“
Hafnarfjörður_lt. 2005_47 - LSS34 -1000 mkr.pdf
3. 1911803 - Menningarstyrkir 2020
4.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.maí sl.
Samstarfssamningar vegna menningarstyrkja 2020 lagðir fram til samþykktar.

Menningar- og ferðamálanefnd vísar samstarfssamningum vegna menningarstyrkja 2020 til samþykktar bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamninga við Heimahátíðina, Víkingahátíðina og Sveinssafn.
4. 2004134 - Hesthúsalóðir, úthlutun
Lögð fram tillaga um að auglýsa lausar hesthúsalóðir á athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla við Fluguskeið og Kaplaskeið til úthlutunar.

Lagðir fram almennir úthlutunarskilmálar hesthúsa til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og fyrirliggjandi úthlutunarskilmála.
Athafnasvæði hestamannafél. Sörla.deiliskipulagbreyt.nr.269/2020.pdf
FLUGUSKEID 2-17.M_341023.pdf
FLUGUSKEID_18-31.mæliblað.pdf
Kaplaskeið.mæliblað.pdf
lausar hesthúsalóðir 4.5.20.pdf
alm.úthl.skilm.hesthús.5.5.20.pdf
5. 1903474 - Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi
Skipun í framkvæmdanefnd Sörla.
Bæjarráð skipar eftirtalda í framkvæmdanefnd Sörla:
Matthías Pál Imsland, form.
Helgu Ingólfsdóttur
Stefán Má Gunnlaugsson
Atla Má Ingólfsson
Halldóru Einarsdóttur

Með hópnum starfa sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, sviðsstjóri fjármálasviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Erindisbréf framkvæmdanefnd Sörla samþykkt 7. maí 2020.pdf
6. 1612120 - Barnvænt samfélag, vottun
Skipun í stýrihóp um barnvænt samfélag.
Bæjarráð leggur til að eftirtaldir verði skipaðir í stýrihóp um barnvænt samfélag og vísar tillögunni inn í viðkomandi ráð til afgreiðslu:
Kristínu Thoroddsen, f.h. fræðsluráðs
Hildi Helgu Gísladóttur, f.h. fjölskylduráðs
Hólmfríði Þórisdóttur, f.h. skipulags- og byggingaráðs
Friðþjóf Helga Karlsson, f.h. umhverfis- og framkvæmdaráðs

Bæjarráð skipar eftirtalda í hópinn:
Birgi Örn Guðjónsson
Jón Inga Hákonarson
Erindisbréfi stýrihóps Barnvænt samfélag samþykkt bæjarráði 30. janúar 2020.pdf
7. 2005290 - Gjaldskrárstefna Strætó bs
Lögð fram drög að nýrri gjaldskrárstefnu Strætó bs.
Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdstjóri Strætó og Björg Fenger stjórnarformaður Strætó mæta til fundarins.
Lagt fram til kynningar.
8. 2005381 - Þjónusta, áherslur, Hafnarfjarðarkaupstaður
Kynning.

Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs mætir til fundarins.
Lagt fram til kynningar.
9. 1809386 - Lífsgæðasetur St. Jó.
Farið yfir skýrslu verkefnastjóra um næstu skref uppbyggingar.

Ragnheiður Agnarsdóttir verkefnastjóri St.Jó. mætir til fundarins.

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: "Bæjarráð samþykkir að farið verði í utanhúss framkvæmdir og framkvæmd við handrið í stigahúsi innanhúss á St. Jó., Suðurgötu 41. Breytingu á fjárhagsáætlun er vísað til næstu viðaukagerðar."
Bæjarráð samþykkir að farið verði í utanhúss framkvæmdir og framkvæmd við handrið í stigahúsi innanhúss á St. Jó., Suðurgötu 41. Breytingu á fjárhagsáætlun er vísað til næstu viðaukagerðar.
10. 2005180 - Samgöngusáttmáli
Kynnt drög að greiðsluflæði frá aðildarsveitarfélögum til SSH til samgöngusáttmálans.
Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu mæta til fundarins.
11. 1801284 - Suðurnesjalína 2, valkostagreining og mat á umhverfisáhrifum
Staða verkefnisins kynnt. Sverrir Jan Norðfjörð framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs hjá Landsneti mætir til fundarins ásamt Smára Jóhannssyni Rut Kristjánsdóttur og Elínu Sigríði Óladóttur.
Lagt fram til kynningar.
Suðurnesjalína 2, álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.pdf
Glærur frá fundi með sveitarstjórnum 18.5.2020 - Kynning Sverri Jan Norðfjörð.pdf
12. 2005276 - Völuskarð 4, Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn um einbýlishúsalóðina nr. 4 við Völuskarð. Umsækjendur Teitur Frímann Jónsson og Sólrún Þrastardóttir
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 4. við Völuskarð verði úthlutað til Teits Frímanns Jónssonar og Sólrúnar Þrastardóttur.
13. 1708301 - Vikurskarð 2, Umsókn um lóð,úthlutun, skil lóðar
Lóðarhafi hefur óskað eftir að skila lóðinni nr. 2 við Vikurskarð
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 2 við Vikurskarð til Erlends Eiríkssonar verði afturkölluð.
14. 1901438 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn
Lagt fram bréf frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar dags. 10.maí sl. varðandi lokun Bláfjallavegar (417-2).
Lagt fram og vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.
erindiBSH til Bæjarráðs Hafnarfjarðar.pdf
15. 2004065 - Hjálparstarf kirkjunnar, styrkbeiðni
6.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 8.maí sl.
Styrkbeiðni Hjálparstarfs kirkjunnar, umsögn sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs.
Á fundi bæjarráðs þann 8. apríl sl. var óskað eftir umsögn fjölskylduráðs vegna beiðni um stuðning við innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar. Í ljósi þeirra stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna Covid-19 tekur fjölskylduráð jákvætt í erindið og samþykkir að veittur verði 500.000 kr. styrkur til samtakanna úr styrktarsjóði fjölskylduráðs. Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög standi vörð um viðkvæmustu hópa samfélagsins og aðstoði þá eftir fremsta megni.
Vísað til bæjarráðs til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
16. 2005379 - Undirskriftasöfnun, tilkynning, HS Veitur
Lögð fram tilkynning um undirskriftasöfnun dags. 15.maí sl. vegna kröfu um almenna atkvæðagreiðslu í bæjarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.
Undirskriftasöfnun, tilkynning, HS Veitur.pdf
17. 2005315 - Starfshópar, fyrirspurn, Viðreisn
Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúa Viðreisnar.
Lagt fram.
2005315 Starfshópar fyrirspurn.pdf
18. 2005169 - Fyrirspurnir
Lögð fram svör við fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingar 7.maí sl.
Lagt fram.

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókanir:
Fyrirspurn varðandi áhrif hækkunar þingfararkaups á laun og launateng kjör kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ
Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör sem sýna hækkun á þóknun til kjörinna fulltrúa upp á 6,3% Samkvæmt því hækkar þóknun bæjarfulltrúa úr 286.310 í 304.348 á mánuði. Ofan á það leggst þóknun fyrir setu í ráðum og nefndum sem verður að lágmarki 140.468. Áætlaður kostnaðarauki bæjarsjóðs vegna hækkunarinnar er 8.373.615 á ársgrundvelli.
Undirrituð ítrekar vonbrigði með að fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafi fellt tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn þann 29. apríl sl. um að þóknun til kjörinna fulltrúa yrði breytt áður en til hækkunar á þingfararkaupi kæmi. Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna Covid-19 hefði verið sæmd að því að kjörnir fulltrúar leggðu sitt af mörkum og tækju ekki við launahækkunum á meðan það ástand varir.
Adda María Jóhannsdóttir

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka:
Fyrir liggur að mánaðarlaun fyrir störf í bæjarstjórn hafa verið óbreytt, um 286 þús. kr., frá árinu 2017. Sú hækkun um rúm 6% sem nú verður nær reyndar ekki að halda í við eða leiðrétta fyrir helmingi af almennri launaþróun sem orðið hefur á þeim tíma.
Að öðru leyti er vísað í svohljóðandi bókun meirihluta í bæjarstjórn frá 29. apríl sl.: "Árið 2017 samþykkti bæjarstjórn að taka ákvörðun um laun bæjarfulltrúa úr höndum bæjarstjórnar, eins og verið hafði, og voru þá upplýsingar um launakjör bæjarfulltrúa, sem staðið hafa óbreytt frá þeim tíma, birtar á vef bæjarins þar sem þær liggja fyrir. Með tillögu Samfylkingarinnar um lækkun launa er sleginn nýr tónn, sem ekki hefur heyrst áður, um leiðir til að bregðast við veirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Í stað þess að hverfa aftur til handvirkra launatilfæringa fyrri tíma horfum við fram á veginn og leggjum áherslu á vinnu að þeim verkefnum og tækifærum sem bætt geta hag og velferð heimila og fyrirtækja í Hafnarfirði."


Fyrirspurn varðandi HS Veitur
Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Þau staðfesta góðan rekstur og arðsemi HS Veitna og sýna þá burði sem fyrirtækið hefur til að byggja upp og viðhalda innviðum.
Fram kemur að HS Veitur hafa samanlagt greitt 5.845 m.kr. til eigenda sinna, bæði í formi arðs og kaupa á eigin bréfum. Hlutur Hafnarfjarðar nemur, skv. þessu, 901 m.kr. á síðastliðnum áratug eða að meðaltali um 90 m.kr. á ári fyrir fjármagnsskatt. Þá var eiginfjárhlutfall HS Veitna 46,7% í árslok 2019 sem endurspeglar sterka stöðu fyrirtækisins..
Framlögð svör sýna einnig þá skoðun meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að fjárfestar séu jafn vel til þess fallnir að gæta almannahagsmuna sem tengjast slíkum grunninnviðum og sveitarfélagið þrátt fyrir að lögum samkvæmt skuli dreifikerfi rafmagns vera að meirihluta í eigu opinberra aðila.
Undirrituð er ósammála þeirri skoðun og telur að hagnaður af slíkri grunnþjónustu eigi að fara í uppbyggingu og viðhald í þágu notenda en ekki renna til fjárfesta í formi arðgreiðslna.
Adda María Jóhannsdóttir

Fulltrúar Bæjarlista, Miðflokksins og Viðreisnar taka undir bókun Samfylkingarinnar vegna HS Veitna.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ítreka að ákvörðun um sölu hefur ekki verið tekin enn en mun ráðast af þeim tilboðum sem berast í 15.4% hlut bæjarins sem nú er í söluferli og hvort hagstæðara reynist að selja hann í stað þess að taka hærri lán til að bregðast við gríðarlegu tekjufalli og kostnaðarauka sveitarfélagsins vegna efnahagslegra áhrifa Kórónuveirufaraldursins. Það skal einnig áréttað að ef til sölu kemur verður dreifikerfið áfram í meirihluta eigu opinberra aðila og það liggur ljóst fyrir að verðlagning raforkudreifingar lýtur ströngu eftirliti og kvöðum af hálfu stjórnvalda hvað varðar arðsemis- og tekjuviðmið. Auk þess þurfa gjaldskrárbreytingar samþykki Orkustofnunar. Með útboðsferlinu sem nú stendur yfir er verið að kanna hvort innlausn eignarhlutar Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS Veitum geti styrkt fjárhagslega stöðu bæjarfélagsins, framkvæmda- og fjárfestingagetu.

Fulltrúar Miðflokksins og Bæjarlistans leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Miðflokksins og Bæjarlistans vilja árétta að enda þótt skv. núgildandi lögum sé kveðið á um að dreifikerfið verði þrátt fyrir sölu bæjarins áfram í meirihlutaeigu opinberra aðila hefur hingað til verið hægt að breyta lögum þegar hagsmunir einkaaðlila þrýsta á um slíkt. Það sama á auðvitað líka við um verðlagningu raforkudreifingar. Aukning á hlut einkaaðila í innviðafyrirtækjum eykur þrýsting á aukna arðsemi og hækkanir á gjaldskrá.

Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar taka undir ofangreinda bókun.

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
HS Veitur ? Fyrirspurnir ? Samningur við Kviku banka
Þann 22. apríl sl. var samþykkt í bæjarráði af fulltrúum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að hefja undirbúning að sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í HS Veitum hf. Ákvörðunin var tekin af þremur fulltrúum tveggja flokka af þeim sex sem sæti eiga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Þann 7. maí birtist auglýsing í fjölmiðlum um að hafið væri opið söluferli á hlutnum þar sem fyrirtækjaráðgjöf Kviku, fyrir hönd Hafnarfjarðarkaupstaðar auglýsti eftir kauptilboðum í 15,42% hlut bæjarins í HS Veitum. Bæjarfulltrúar þeirra fjögurra flokka sem sitja í minnihluta voru hvorki upplýstir um að söluferli væri hafið né heldur að Kviku banka hefði verið falið að sjá um það ferli enda hafði málið ekki verið tekið til umfjöllunar á vettvangi bæjarráðs, né heldur bæjarstjórnar. Þessar upplýsingar fengu bæjarfulltrúar minnihlutans því fyrst að lesa um í fjölmiðlum.
Í ljósi þessa óskar fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði eftir svörum um eftirfarandi:
1. Hvenær var ákvörðun tekin um að fela Kviku banka að selja eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum og af hverjum (þ.e. á hvaða vettvangi)?
2. Hvers vegna þótti ekki ástæða til að sú ákvörðun væri tekin af bæjarráði?
3. Til hvaða aðila var leitað varðandi það að sjá um söluna fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar?
4. Hvaða forsendur lágu að baki því að Kviku banka var falið að sjá um söluna?
5. Hvers vegna var samningurinn við Kviku banka ekki lagður fyrir bæjarráð til umfjöllunar áður en frá honum var gengið?
Að lokum er óskað eftir því að samningurinn við Kviku banka verði tekinn fyrir á næsta fundi bæjarráðs og settur undir málið svo bæjarráðsfulltrúar geti kynnt sér hann. Einnig er óskað eftir öllum gögnum sem tengjast samningagerðinni og skýrt geta tilurð þess að samið var við Kviku.
Adda María Jóhannsdóttir
2005169 Svar við fyrirspun frá 7. maí 2020 frá Samfylkingu HS Veitur hf.pdf
2005169 Svar við fyrirspun frá 7. maí 2020 frá Samfylkingu öll ráð og nefndir.pdf
Fundargerðir
19. 1903229 - Miðbær, deiliskipulag, starfshópur
Lögð fram fundargerð starfshóps um deiliskipulag miðbæjarins frá 8.apríl sl.
Miðbær, deiliskipulag starfshópur. Fundargerð 19. fundar þ.8.4.2020.pdf
20. 1811306 - St. Jó. framkvæmdahópur
Lögð fram fundargerð framkvæmdahóps frá 14.maí sl.
1822306 - Fundargerð 14.5.2020.pdf
21. 2004029F - Hafnarstjórn - 1573
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 6.maí sl.
22. 2005011F - Menningar- og ferðamálanefnd - 348
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.maí sl.
23. 2001038 - Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 8.maí sl.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 883.pdf
24. 2001040 - Stjórn SSH, fundargerðir 2020
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 7.apríl og 17. apríl sl.
SSH_Stjorn_493_fundur_2020_04_06.pdf
25. 2001036 - Strætó bs, fundargerðir 2020
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 30.apríl og 8.maí sl.
Fundargerð stjo´rnarfundur 322 22. apri´l 2020.pdf
Auka tíðni á leiðum eftir 4.5.2020 tillaga til umræðu.pdf
Fundargerð stjo´rnarfundur 323 8. mai´ 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45 

Til bakaPrenta