Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarráð - 706

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
19.05.2020 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Óli Örn Eiríksson aðalmaður,
Kristján Jónas Svavarsson varamaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi,
Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1801284 - Suðurnesjalína 2, valkostagreining og mat á umhverfisáhrifum
Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar vegna Suðurnesjalínu 2.
Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 gerir ráð fyrir að Suðurnesjalína 2 tengist frá Hamranesi að tengivirki í Hrauntungum. Hluti leiðarinnar næst byggð verður lagður í jarðstreng eða alls 2.290 m. Frá Hrauntungum er gert ráð fyrir að Suðurnesjalína 2 fari í loftlínum um þegar raskað hraun að hluta. Jarðstrengur frá Hrauntungum að sveitarfélaginu Vogum mun valda mikilli röskun á hrauni og fara yfir fornminjar á þeirri leið. Raforkuöryggi í Hafnarfirði er nokkuð gott óháð Suðurnesjalínu 2 fyrir utan að bilun á Suðurnesjalínu 1 getur mögulega valdið útleysingum á höfuðborgarsvæðinu. Fari svo að MF1 (lína á milli Rauðamels og Fitja) bili getur það valdið yfirlestun með útslætti og rafmagnsleysi m.a. í Hafnarfirði. Með tilkomu Suðurnesjalínu 2 verður raforkuöryggi Hafnfirðinga bætt hvað það varðar. Samkvæmt upplýsingum Landsnets getur orðið kerfishrun á Suðurnesjum við bilun á Suðurnesjalínu 1. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs bendir á að undirbúningur fyrir Suðurnesjalínu 2 hófst árið 2006 og nú 14 árum síðar er staða línunnar á byrjunarreit. Einnig má benda á samkomulag á milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Landsnets um niðurrif Hamraneslínu, nýja Lyklafellslínu og flutnings á Ísallínum fjær byggð. Samkvæmt samkomulaginu væri ný Lyklafellslína komin í notkun, búið væri að fjarlægja Hamraneslínu frá Hamranesi að Sandsskeiði og færa Ísallínur ef ekki hefði komið til kæru á framkvæmdarleyfi frá Hraunavinum og Nátt¬úru¬vernd¬ar¬sam¬tök Suðvest¬ur¬lands. Benda má á að aðaskipulag allra sveitarfélaga sem Lykklafellslína og Suðurnesjalína 2 liggja um hafa verið samþykkt með þeim línum. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs skorar á stjórnvöld að tryggja raforkuöryggi með hagsmuni íbúa og fyrirtækja að leiðarljósi. Flókið og erfitt regluverk einkennir þennan málaflokk.
2. 2001561 - Hamranes, deiliskipulag reitir 6,10 og 11
Lögð fram endurskoðuð greinargerð deiliskipulags reita 6, 10 og 11 þar sem gerð er grein fyrir fjölgun fjölbýlishúsa.
Lagt fram til kynningar.
3. 2001562 - Hamranes, deiliskipulag reitir 7, 8 og 9
Lögð fram endurskoðuð greinargerð deiliskipulags reita 7, 8 og 9 þar sem gerð er grein fyrir fjölgun fjölbýlishúsa.
Lagt fram til kynningar.
4. 2005141 - Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, deiliskipulagsbreyting
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar, þann 6.5.2020, til skipulags- og byggingarráðs að endurskoða deiliskipulag Kaldársels, Kaldárbotna og Gjárna vegna bílastæðamála við Helgafell.
Skipulag- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að skoða bílastæðamál við Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar.
5. 2003545 - Sléttuhlíð, óveruleg deiliskipulagsbreyting
Á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 19.11.2019 var skipulagsfulltrúa falið að kanna afstöðu sumarhúsaeigenda í Sléttuhlíð til þess að heimilað yrði að veita gistiaðstöðu í flokki II á svæðinu.
Erindið var kynnt fyrir eigendum og bárust athugasemdir.
Á fundi þann 24. mars. sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt yrði í greinargerðina heimild til að veita gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð. Fram kom í kynningargögnum að þeir sem hefðu gert athugasemdir á fyrri stigum þyrftu ekki að skila inna aftur sínum ábendingum. Ein athugasemd, samhljóða athugasemd sem barst á fyrri stigum, barst.




Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulaginu samanber umsögn skipulagsfulltrúa og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Sléttuhlíð, umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.pdf
6. 1907017 - Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. mars sl. að hefja vinnu við breytt aðalskipulag hafnarsvæðis og taka saman lýsingu vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 30. og 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindinu var vísað til staðfestingar Hafnarstjórnar sem staðfesti á fundi sínum þann 25.3.2020 samþykkt skipulags- og byggingarráðs um vinnu við breytingu á aðalskipulagi hafnarsvæðis. Lögð fram skipulagslýsing dags 15.05.2020.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða skipulagslýsingu samanber 30.gr. skipulagslaga og vísar henni til Hafnarstjórnar og til umsagnar nefnda og ráða bæjarins.
7. 1110006 - Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag
Í framhaldi af kynningar göngu um hverfið þann 28.4. sl. er skipulagsvinna á deiliskipulagi í Vesturbæ tekin til umræðu
Skipulags- og byggingarráð fagnar þeim viðbrögðum sem fram hafa komið vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar og verndarsvæðis í byggð. Markmið laga um verndarsvæði í byggð er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gild. Í ferlinu hafa verið haldnir tveir samráðsfundir vegna frumvinnu skipulagshöfunda þar sem íbúar hafa fengið tækifæri til að skoða og ræða þær hugmyndir sem liggja fyrir. Auk þess fór ráðið ásamt starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar í gönguferð um svæðið til að kynna sér aðstæður og umhverfið. Að því sögðu er það mat skipulags- og byggingarráðs að mikilvægt sé að taka enn frekar tillit til þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið hjá íbúum í ferlinu. Því leggur ráðið til að lóðarhafar, er málið snertir beint, verði boðaðir til sérstakra fundar til að ræða þær breytingar sem skipulagshöfundar hafa kynnt áður en frekari skref verða stigin í þeirri skipulagsvinnu sem hér er í vinnslu.
8. 1702244 - Land Hafnarfjarðar, skipting og skráning
Lagður fram til samþykktar uppdráttur að skiptingu lands, upprunalönd, úr landi bæjarins. Uppdrátturinn er til þess gerður að einfalda opinbera skráningu lands og lóða.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi skiptingu lands og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Hafnarfjardarland_skipting_hverfi.pdf
9. 1809389 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun
Drög að skipulagslýsingu aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna endurskoðunar tekin til umræðu á ný. Lögð fram drög dags. maí 2020.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að vísa framlögðum drögum til nefnda og ráða til umsagnar og kynningar.
10. 2003034 - Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032, breyting, umsagnarbeiðni
Með bréfi dags. 24. feb. 2020 óskaði Grindavíkurbær eftir umsögn Hafnarfjarðar vegna breytinga á aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032. Lögð fram umsögn Hafnarfjarðar dags. 11. maí 2020.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn.
Aðalskipulag Grindavíkur - umsögn.pdf
11. 2004259 - Heiðvangur 20, viðbygging
Einar Hlöðver Erlingsson sækir 20.4.2020 um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og bílskúr samkvæmt þegar innsendum teikningum Gísla Gunnarssonar hönnuðar.
Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulagsbreytingu. Skilgreina þarf kvöð um aðgengi að skúr frá lóðarmörkum Heiðvangs 18.
12. 2005005 - Norðurbraut 3, fyrirspurn, viðbygging
Fyrirspurn Sævars Inga Sigurgeirssonar frá 1.5.2020 var vísað til skipulags- og byggingarráðs frá Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 13.5.sl. Fyrirspurnin snýr að viðbyggingu við húsið á Norðurbraut 3 í samræmi við þá kynningu sem lögð hefur verið fram er varðar Vesturbæinn. Með erindinu fylgir greinagerð ásamt skissum er gera grein fyrir fyrirhugaðri stækkun.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.
Norðurbraut 3. Umsögn vegna viðbyggingar..pdf
13. 2004440 - Hreinsunarátak, iðnaðarsvæði
Skipulags- og byggingaráð samþykkti þann 5.5.2020 að hafinn yrði undirbúningur að átaki í hreinsun iðnaðarhverfa og nýbyggingarsvæða og óskaði eftir tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að aðgerðum um sérstakt átak sem felst í hreinsun á iðnaðar- og nýbyggingarsvæðum í bænum sem felst í því að hvetja lóðahafar á iðnaðarsvæðunum á Hraunum, Hellnahrauni, hafnarsvæðinu og framkvæmdaraðilum á nýbyggingarsvæðum til að taka til á lóðum sínum og gæta góðrar umgengni, umhverfinu og okkur öllum til hagsbóta. Tillaga sviðsins lögð fram.
Tekið til umræðu.
Fundargerð
14. 2005002F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 795
Lögð fram fundargerð 795. fundar.
15. 2005008F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 796
Lögð fram fundargerð 796. fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:25 

Til bakaPrenta