Til bakaPrenta
Bæjarstjórn - 1848

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
27.05.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Kristinn Andersen forseti,
Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti,
Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti,
Helga Ingólfsdóttir aðalmaður,
Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður,
Stefán Már Gunnlaugsson varamaður,
Árni Stefán Guðjónsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði
Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Friðþjófi Helga Karlssyni, Jóni Inga Hákonarsyni og Ólafi Inga Tómassyni, en í þeirra stað stitja fundinn Stefán Már Gunnlaugsson, Árni Stefán Guðjónsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar lagði forseti til að mál nr. 2005531 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 13.Skólahreystivöll í Hafnarfjörð yrði bætt á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2005478 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 1. Frítt í strætó
Frítt í strætó
Ungmennaráð leggur til að hafnfirsk börn og ungmenni fái frítt í strætó.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur til andsvars og svarar Adda María andsvari.

Einig tekur Helga Ingólfsdóttir til máls og kemur Adda María til andsvars.

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
2. 2005479 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 2. Fjölgun og endurnýjun ruslatunna
Fjölgun og endurnýjun ruslatunna
Ungmennaráð leggur til að ráðist verði í endurnýjun á ruslatunnum bæjarins og þeim fjölgað.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs
3. 2005480 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 3. Nýtt hundasvæði
Nýtt hundasvæði
Ungmennaráð leggur til að aðstaða fyrir hundaeigendur verði bætt með nýju hundasvæði.
Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson.

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
4. 2005481 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 4. Skyndihjálp í grunnskóla
Skyndihjálp í grunnskóla
Ungmennaráð leggur til að meiri áhersla verði lögð á kennslu skyndihjálpar í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til fræðsluráðs.
5. 2005482 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 5. Kvikmyndahús til Hafnarfjarðar
Kvikmyndahús til Hafnarfjarðar
Ungmennaráð leggur til að leitað verði leiða til að fá kvikmyndahús í Hafnarfjörð.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til bæjarráðs.
6. 2005483 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 6. Ekkert skólasund í unglingadeild
Ekkert skólasund í unglingadeild
Ungmennaráð leggur til að skólasund verði afnumið fyrir nemendur í unglingadeild grunnskóla.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til fræðsluráðs.
7. 2005484 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 7. Bláfjallarúta
Bláfjallarúta frá Hafnarfirði
Ungmennaráð leggur til að boðið verði upp á rútuferðir frá Firði til Bláfjalla.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
8. 2005485 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 8. Minna heimanám í grunnskólum
Minna heimanám í grunnskólum
Ungmennaráð leggur til að dregið verði úr heimanámi í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til fræðsluráðs.
9. 2005486 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 9. Jafnréttisstefna
Jafnréttisfræðsla
Ungmennaráð leggur til að jafnréttisfræðsla verði efld í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til bæjarráðs.
10. 2005487 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 10. "Kakóstöðin" félagsmiðstöð
"Kakóstöðin" - félagsmiðstöð
Ungmennaráð leggur til að opnuð verði félagsmiðstöð í miðbæ Hafnarfjarðar sem opin verði unglingum úr öllum hverfum bæjarins.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til fræðsluráðs.
11. 2005488 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 11. Skólinn byrji seinna
Skólinn byrji seinna
Ungmennaráð leggur til að grunnskólinn hefjist seinna á daginn.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til fræðsluráðs.
12. 2005489 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 12. Hleðslustöðvar í miðbæinn
Hleðslustöðvar í miðbæinn
Ungmennaráð leggur til að komið verði upp fleiri hleðslustöðvum fyrir bíla og rafskútur í miðbæ Hafnarfjarðar.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
13. 2005531 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 13.Skólahreystivöll í Hafnarfjörð
Ungmennaráð leggur til að settur verði upp skólahreystisvöllur í Hafnarfirði.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
14. 1702244 - Land Hafnarfjarðar,skipting og skráning
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.maí sl.
Lagður fram til samþykktar uppdráttur að skiptingu lands, upprunalönd, úr landi bæjarins. Uppdrátturinn er til þess gerður að einfalda opinbera skráningu lands og lóða.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi skiptingu lands og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Samþykkt samhljóða.
Hafnarfjardarland_skipting_hverfi.pdf
Upprunaland.umsögn.7.5.20.pdf
Lóðir og land í eigu Hafnarfjarðarhafnar.pdf
15. 2003545 - Sléttuhlíð, óveruleg deiliskipulagsbreyting
5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.maí sl.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 19.11.2019 var skipulagsfulltrúa falið að kanna afstöðu sumarhúsaeigenda í Sléttuhlíð til þess að heimilað yrði að veita gistiaðstöðu í flokki II á svæðinu.
Erindið var kynnt fyrir eigendum og bárust athugasemdir.
Á fundi þann 24. mars. sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt yrði í greinargerðina heimild til að veita gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð. Fram kom í kynningargögnum að þeir sem hefðu gert athugasemdir á fyrri stigum þyrftu ekki að skila inna aftur sínum ábendingum. Ein athugasemd, samhljóða athugasemd sem barst á fyrri stigum, barst.


Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulaginu samanber umsögn skipulagsfulltrúa og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og kemur Ágúst Bjarni að andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Sléttuhlíð, umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.pdf
Sléttuhlíð, grenndarkynning útsent bréf.pdf
Sléttuhlíð, gististaðir.pdf
svar varðandi Sléttuhlíð, giststaðir í Hafnarfirði..pdf
Sléttuhlíð gisting í flokki 2.pdf
v. Sléttuhlíð, afstaða til gistiaðstöðu í flokki II fyrir sumarhús F-4 viðhorf..pdf
Sléttuhlíð.pdf
16. 1907017 - Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 19.maí sl.
Lögð fram skipulagslýsing sbr. 30. gr. skipulagslaga vegna breytinga á aðalskipulagi hafnarsvæðis. Skipulags- og byggingaráð samþykkti framlagða skipulagslýsingu á fundi sínum þann 19. maí og vísaði til afgreiðslu hjá hafnarstjórn.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða skipulagslýsingu sbr. 30 gr. skipulagslaga og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og svarar Adda MAría andsvari.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skipulagslýsingu.

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans fagnar því að skýrt sé kveðið á um hlutverk og gildi nýgerðs rammaskipulags fyrir Flensborgarhöfn, þar sem meðal annars segir í skipulagslýsingunni:
,,Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 05. 02. 2020, að undangengnu samþykki hafnarsjórnar, tillögu að rammaskipulagi Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæðis, dags. 23. 01. 2020, og að að hún skuli hljóta meðferð sem rammahluti aðalskipulags við endurskoðun aðalskipulags 2020 í samræmi við 4.mgr. 28.gr. skipulagslaga nr.123/2010." og síðar í lýsingunni:
,,Svæðinu er skipt upp í þrjú áherslusvæði, Flensborgarhöfn, Óseyrarhverfi og Fornubúðir, hvert með sín séreinkenni."
undir bókunina ritar:

Guðlaug S Kristjánsdóttir
bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ

Einnig kemur Adda María Jóhannsdóttir að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar taka undir bókun fulltrúa Bæjarlistans

Skipulagslýsing-Hafnarsvæði_15.5.2020.pdf
17. 2001274 - Lántökur 2020
2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn:
?Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.000.000.000.- kr. til 14 ára, með lokagjalddaga 5. apríl 2034 í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum.
Lánið eru til fjármögnunar á byggingu Skarðshlíðarskóla sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.?
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um lántöku.
Bókun v lántöku maí 2020.pdf
18. 2005276 - Völuskarð 4, Umsókn um lóð
12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl.
Lögð fram lóðarumsókn um einbýlishúsalóðina nr. 4 við Völuskarð. Umsækjendur Teitur Frímann Jónsson og Sólrún Þrastardóttir

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 4. við Völuskarð verði úthlutað til Teits Frímanns Jónssonar og Sólrúnar Þrastardóttur.
Samþykklt samhljóða.
19. 1708301 - Vikurskarð 2, Umsókn um lóð,úthlutun, skil lóðar
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl.
Lóðarhafi hefur óskað eftir að skila lóðinni nr. 2 við Vikurskarð

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 2 við Vikurskarð til Erlends Eiríkssonar verði afturkölluð.
Samþykkt samhljóða.
20. 0702054 - Eldri borgarar, niðurgreiðsla og vildarkort
7.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 22.maí sl.
Lögð fram drög að reglum um frístundastyrki eldri borgara.

Reglurnar eru uppfærðar með hliðsjón af samþykkt bæjarstjórnar um tekjutengingu á frístundastyrk eldri borgara. Öldungaráð hefur þegar lagt fram umsögn sína um tekjutengingu og því þarf ekki að vísa þessum drögum til ráðsins.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um frístundastyrki eldri borgara og sendir í bæjarstjórn til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar reglur um frístundastyrki eldri borgara.
Drög að reglum um frístundastyrki 2020.pdf
Fundargerðir
21. 2001041 - Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 12. og 19.maí sl.
Fundargerð fræðsluráðs frá 20.maí sl.
a. Fundargerð íþrótta-og tómstundanefndar frá 13.maí.sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 6.maí sl.
b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.maí sl.
c. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8.maí sl.
d. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 30.apríl og 8.maí sl.
d. Fundargerðir stjórnar SSH frá 27.apríl og 4.maí sl.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 20.maí sl.
a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 30.apríl og 8.maí sl.
Fundargerð fjölskylduráðs frá 22.maí sl.
Fundargerð forsetanefndar frá 25.maí sl.
Til máls tekur Stefán Már Gunnlaugsson undir 6. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 22. maí sl.

Einnig tekur Helga Ingólfsdóttir til máls undir sama efni. Til andsvars kemur Stefán Már.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls einnig um sama efni. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Guðlaug andsvari.

Einnig kemur Adda María Jóhannsdóttir til máls undir sama efni. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Adda María andsvari. Þá koma Helga og Adda María báðar að stuttri athugasemd.

Þá tekur Árni Stefán Guðjónsson til máls undir 9. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 22. maí sl. Til andsvar kemur Helga Ingólfsdóttir.

Við fundarstjórn tekur þá Sigurður Þ. Ragnarsson 1. varaforseti.

Þá tekur Kristinn Andersen til máls undir fundargerð forsetanefndar frá 25. maí sl.

Kristinn tekur þá við fundarstjórn að nýju.

Þá tekur Kristín María Thoroddsen til máls.
Áætlanir og ársreikningar
22. 2004379 - Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2019 og fyrirtækja hans, uppgjör, síðari umræða.
2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 7.maí sl.
Lagður fram ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2019 og fyrirtækja hans.

Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Forseti ber upp tillögu um að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem fram fer þann 27. maí nk. kl. 14 og er tillagan samþykkt samhljóða.
Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls.

Þá næst Sigurður Þ. Ragnarsson og kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars. Sigurður svarar andsvari. Einnig kemur Adda María að andsvari.

Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.

Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans fyrir árið 2019.

Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
Rekstur Hafnarfjarðarbæjar stefnir í mikið óefni verði ekki brugðist við sí minnkandi handbæru fé. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnskostnað (vextir og verðbætur), EBITA, er 3,8 milljarðar króna. Afskriftir eru rúmur 1 milljarður og vaxtagreiðslur af lánum eru 1,55 milljarðar króna. Eftir stendur rekstrarniðurstaðan, 1,235 miljarður króna. Hér skal því haldið til haga að þetta er sú upphæð sem verður að duga til að borga af lánum sveitarfélagsins. Afborganir af langtímaskuldum voru áætlaðar skv. fjárhagsáætlun 2019, 1,46 milljarðar. M.ö.o. þá hrekkur rekstrarafgangur ársins 2019 ekki fyrir afborgunum af langtímaskuldum eins og þær voru áætlaðar í fjárhagáætlun 2019.
Til að mæta þessu reyndist nauðsynlegt að grípa til lántöku eins og sést í sjóðstreymisyfirliti - fjármögnunarhreyfingar: Tekin ný framkvæmdalán uppá 4,3 milljarða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1,7 milljarði. Hluti þessarar upphæðar var notuð til að greiða afborganir langtímalána uppá 3,7 milljarða á meðan fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir afborgunum uppá 1,1 milljarð. Það er að ný lán umfram fjárhagsáætlun 2019 voru 2,5 milljarðar, og afborganir umfram fjárhagsáætlun 2019 nam 2,2 milljörðum. Mismunur þarna á er 300 milljónir.
Með þessu hélt bæjarsjóður áfram að vera greiðslufær en afleiðing þessarar miklu greiðslubyrði af lánum leiðir til þess að handbært fé í bæjarsjóði er skuggalega lítið, bæði upphæðarlega séð sem og miðað við stærð bæjarfélagsins.
Í árslok 2017 var handbært fé í árslok 1,5 milljarður króna. Í árslok 2018 hafði þessi tala nær þurrkast út, og var komin niður í aðeins 151 milljón króna. Og enn sígur á ógjæfuhliðina, því handbært fé í árslok 2019 var komið níður í 117 milljónir króna
En til hvaða aðgerða þarf að grípa. Handhægasta leiðin væri að lengja í lánum svo sem kostur er og lækka þannig greiðslubyrði. Þá er það lífsnauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að það komist út úr þeirri fólksfjölgunarkreppu sem hér ríkir og íbúum fjölgi kröftuglega líkt og tíðkast alls staðar í kringum okkur. Íbúafjöldinn hangir í 30.000 manns og hvergi á höfuðborgarsvæðinu er fólkfjölgun minni. Frá 1. desember 2018 til 1. desember 2019 fjölgaði Hafnfirðingum um 0,6% eða um 180 manns og voru þá 29.971 talsins. Frá því að þessi meirihluti tók við hefur stöðugt dregið úr fólksfjölguninni, var 2,4% 2017, 1,5% 2018 og 0,6% 2019. Þetta skýrir hvers vegna sífellt erfiðara er að rekasveitarfélagið svo endar nái saman.
Sigurður Þ. Ragnarsson

Einnig kemur Adda María Jóhannsdóttir að svohljóðandi bókun:

Ársreikningur 2019 ? bókun xS

Ársreikningur fyrir árið 2019 sýnir að þrátt fyrir þokkalega afkomu halda heildarskuldir og skuldbindingar Hafnarfjarðarbæjar áfram að aukast. Skuldaviðmið er óbreytt en skuldahlutfall lækkar lítillega eftir að hafa hækkað árið 2018.

Ein meginástæða þess að rekstrarniðurstaða er þetta góð er sú að skatttekjur hafa einnig aukist og eru um 794 þúsundum á hvern íbúa. Skatttekjur á hvern íbúa hafa því aukist um rúm 40 þúsund frá fyrra ári. Þá hafa framlög úr jöfnunarsjóði einnig aukist

Önnur meginástæða jákvæðrar rekstrarniðurstöðu er sú að B-hluta fyrirtæki leggja mikinn meirihluta inn í reksturinn á meðan staða A-hluta bæjarsjóðs versnar milli ára. Veltufé frá rekstri lækkar milli ára sem og handbært fé í árslok.

Fjárfestingar og framkvæmdir á árinu 2019 voru töluverðar en byggja að miklu leyti á lántöku þar sem tekjur af lóðasölu hafa ekki enn skilað sér í samræmi við áætlanir og lækkuðu raunar á milli ára. Lítið hefur einnig gerst í fyrirhuguðum þéttingarverkefnum sem sum hver hafa tafist m.a. vegna kæruferla.

Það hefur verið ljóst um nokkra hríð að blikur væru á lofti í efnahagsmálum og að hagsveifla síðustu ára væri að dala. Í því ljósi voru fyrirhugaðar framkvæmdir meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks inn á kjörtímabilið ákveðið áhyggjuefni. Það sýndi sig reyndar í fjárhagsáætlun þessa árs þar sem draga þurfti úr framkvæmdum og áætlaður rekstrarafgangur lítill.

Nú er einnig ljóst að ofan á þá kólnun sem farið var að gæta í efnahagslífinu þurfa sveitarfélögin í landinu að takast á við niðursveiflu vegna heimsfaraldurs. Staða Hafnarfjarðarbæjar hefði því gjarnan mátt vera burðugri áður en kom til þess ástands sem við nú stöndum frammi fyrir.

Það er því mikilvægt að fara öllu með gát og taka vel ígrundaðar ákvarðanir varðandi fjárhag sveitarfélagsins. Í slíkum aðstæðum er samtal og samvinna sérstaklega mikilvæg enda ber sveitarstjórn öll ábyrgð á fjárhag sveitarfélagsins lögum samkvæmt. Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn eiga fullt erindi að því borði á öllum stigum mála.

Adda María Jóhannsdóttir
Stefán Már Gunnlaugsson

Einnig kemur Guðlaug Kristjánsdóttir að svohljóðandi bókun:

Bókun bæjarfulltrúa Bæjarlistans:
Við fyrstu skoðun lítur ársreikningur ársins 2019 þokkalega út, enda ágætt samræmi milli niðurstöðu og áætlana (með viðaukum). Ef betur er að gáð sést þó að skuldir aukast, veltufé frá rekstri lækkar, veltufjárhlutfall sömuleiðis. Óháð Covid-19 mætti því með réttu álykta að frekari lántaka væri nauðsynleg í nánustu framtíð. Kröpp staða um áramót sem kallaði á aukinn yfirdrátt og aukin lántaka úr Hafnarsjóði bendir í sömu átt.
Staðan er því þröng þegar við höldum inn í árið 2020, vitandi að forsendur gildandi fjárhagsáætlunar eru þegar brostnar og miklar áskoranir framundan við að halda sjó í þjónustu og rekstri bæjarfélagsins í breyttum aðstæðum.
Lífeyrisskuldbindingar sveitarfélagsins hefðu átt að hækka talsvert meira árið 2019 en raunin varð. Ef kjarasamningar hefðu gengið í gegn á réttum tíma liti staðan verulega verr út en hún gerir núna, en þar er í raun um að ræða frestun á hækkun skuldbindinga yfir á næsta fjárhagsár sem nemur um 400 milljónum. Hér er því um að ræða ákveðinn gálgafrest á umtalsverðri hækkun skuldbindinga, sem batnar síst við að færast inn á hið mjög svo óvissa fjárhagsár 2020.
Undirrituð hefur ítrekað bent á, við umræður um fjárhagsáætlanir og ársreikninga undanfarin ár að bærinn ætti að hefja inngreiðslur á lífeyrisskuldbindingu sína við fyrsta tækifæri. Tækifærið til þess virðist að sinni ætla að fljóta hjá ónotað, í ljósi nýlegra efnahagsvendinga í heiminum og er það miður.
Sveitarfélag sem skilar lækkandi veltufjárhlutfalli ár eftir ár og stendur nú í 0,37 fyrir A-hluta og 0,56 fyrir A- og B-hluta, sem lýsir þeirri stöðu að lántöku þurfi til að standa skil á afborgunum, er ekki á sjálfbærri leið. Það stefnir þvert á móti í aukna skuldasöfnun og ósjálfbæran rekstur.
Það er því miður magurt veganesti inn í afleiðingar heimsfaraldurs Covid-19.
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir

Fundarhlé kl. 16:52.

Fundi framhaldið kl. 17:01.

Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Framsóknar:

Ársreikningur 2019 ber þess merki að stigin hafa verið varfærin og ábyrg skref í rekstri sveitarfélagsins og eru í takti við áætlanir og samæmast markmiðum um ábyrga fjármálastjórn og ígrundaðar ákvarðanir. Afgangur af rekstri A og B hluta bæjarsjóðs nam 1.236 milljónum króna en áætlun með viðaukum gerði ráð fyrir 642 milljóna króna afgangi. A hluti bæjarsjóðs skilaði 426 milljóna króna afgangi en áætlun gerði ráð fyrir halla upp á 45 milljónir króna. Mismun á áætlun og niðurstöðu má meðal annars rekja til þess að gjaldfærsla lífeyrissjóðsskuldbindinga var 392 milljónum króna lægri en gert hafði verið ráð fyrir, auk þess sem fjármagnsliðir voru 245 milljónum króna lægri vegna lægri verðbótaþáttar. Skatttekjur voru hins vegar 94 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga voru 46 milljónum undir áætlun. Veltufé frá rekstri nam 3.396 milljónum króna eða 11,9% af heildartekjum. Skuldaviðmið helst óbreytt milli ára og er nú komið í 112%.

Þá skal það leiðrétt sem kemur fram í bókun fulltrúa Miðflokksins varðandi rekstrarniðurstöðu. Hið rétta er að við rekstrarniðurstöðu bætast liðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi ásamt breytingum á rekstrartengdum eignum og skuldum. Horfa þarf því á handbært fé frá rekstri og er það upphæðin sem verður að duga til að greiða af lánum og í framkvæmdir, ekki einungis rekstrarniðurstaðan sjálf. Sú upphæð nam rúmum þremur milljörðum á árinu 2019.
Hafnarfjardarbaer_ársreikningur_2019_Drög.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta