Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 314

Haldinn í Lóninu Linnetsstíg 3,
27.05.2020 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Brynjar Þór Gestsson formaður,
Tinna Hallbergsdóttir varaformaður,
Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður,
Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sunna Magnúsdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Geir Bjarnason, 
Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldrafélags Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
2. 1911226 - Þjóðhátíðardagur 2020
Farið yfir stöðu undirbúnins 17.júní í Hafnarfirði og í nágrannasveitarfélögunum og drög að nýju fyrirkomulagi lagt fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir kynntar hugmyndir.
3. 2005462 - Körfuboltasvæði við Ljósaklif
Lagt fram erindi um að endurvinna braggasvæðið við Ljósaklif þannig að þar verði körfuboltavellir og rústir endurmálaðar.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar hugmyndum um að breyta svæðinu í leiksvæði.

Vinnuskóli Hafnarfjarðar mun undirbúa og hreinsa svæðið sérstaklega verði farið af stað í verkefnið.

Erindinu vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

4. 2001110 - Sumarstarf Hafnarfjarðarbæjar 2020
Umsóknir ungmenna 17 ára og yngri í Vinnuskóla Hafnarfjarðar hafa aldrei verið fleiri en nú. Minnisblað lagt fram.
Ljóst er að umsækjendafjöldi hefur þegar farið fram yfir áætlanir. Til að geta ráðið alla umsækjendur 14-17 ára og haldið þeim í virkni í sumar óskar íþrótta- og tómstundanefnd eftir 69 milljón króna viðauka hjá bæjarráði til að geta staðið undir þeim kostnaði.

Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur fjölgað sumarstörfum fyrir framhalds- og háskólastúdenta um 250. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að helmingur þeirra starfa flytjist beint til Vinnuskóla Hafnarfjarðar þar sem þeim verður ráðstafað sem flokkstjórar yfir unglingum og til íþrótta- og tómstundafélaga vegna aukinni umsvifa þar vegna námskeiða og sumarverkefna.
6. 2004322 - Tómstundamiðstöðvar, reglur og samþykktir
Starfsskrá Tómstundamiðstöðva Hafnarfjarðar lögð fram til samþykktar.
Nefndin telur mikilvægt að til séu skráð viðmið og markmið sem tryggja samræmi og gæði frístundastarfseminnar. Starfskrárnar eru góð lýsing á frístundastarfsemi félagsmiðstöðva, ungmennahúsa og frístundaheimila.

Samþykkt.
Starfsskrá Tómstundamiðstöðva - 2020 tilb.lokaskjal.pdf
Starfskrá UMH 2019.pdf
8. 2005524 - Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna COVID-19
Erindi lagt fram þar sem óskað er eftir því að sveitarfélög leggi sig fram við að búa til frístundaúrræði fyrir börn 12 16 ára sem ekki eru virk í öðru frístundastarfi í sumar.
Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að auka frístundaframboð og verkefni fyrir hópa unglinga sem ekki eru virk í sumar.

Stefnt er að því að öll börn í Hafnarfirði 14 - 17 ára fái sumarvinnu.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að leita eftir samstarfi við aðra starfsmenn, tómstundamiðstöðvar, önnur svið, íþróttafélög og önnur félagasamtök um verkefni og sækja um til ráðuneytisins.
Fundargerðir
1. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð
Fundargerðir Ungmennaráðs Hafnarfjarðar lagðar fram.
Kynningar
5. 2005505 - Frístundaheimili, foreldrakönnun 2020
Niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir foreldra barna á yngsta stigi grunnskólanna um frístundaheimili Hafnarfjarðar lögð fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þessum jákvæðu niðurstöðum og þakkar starfsfólki frístundaheimila fyrir vel unnin störf.
Foreldrakönnun 2020.pdf
7. 2004372 - Fjarþjálfun íþróttafélaga vegna Covid 19
Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór yfir hvað íþróttafélög Hafnarfjarðar hafa verið að gera í fjarþjálfun síðastliðnar vikur á tímum Covid 19.
Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir öflugri fjarþálfun íþróttafélaganna í Hafnarfirði í samkomubanni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta