Til bakaPrenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 349

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
26.05.2020 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður,
Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Andri Ómarsson, verkefnastjóri
Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn


Dagskrá: 
Almenn erindi
3. 2004013 - Menning á tímum Covid-19
Farið yfir áhrif tilslakana á fjöldamörkunum úr 50 í 200 manns á starfsemi menningarstofnanna bæjarins.
5. 2004380 - Hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands
Farið yfir hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands
Kynningar
1. 2005506 - Heimsókn menningar- og ferðamálanefndar í Kapelluna
Ingveldur Þórðardóttir formaður Leikfélags Hafnarfjarðar og fulltrúar úr stjórn félagsins tóku á móti hópnum, sýndu aðstöðuna og fóru yfir starfsemi félagsins.
Nefndin þakkar fyrir góðar móttökur og kynningu á starfsemi félagsins
2. 1906321 - Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020
Farið yfir sumardagskrá Bókasafns, Byggðasafns og Hafnarborgar og aðra viðburði sem verða í bænum í sumar. Menningargöngur verða í boði alla fimmtudaga og verða þær ásamt annarri dagskrá kynntar bæjarbúum í gegnum vefmiðla og með prentuðu kynningarefni.
Nefndin fagnar áhugaverðri dagskrá og hvetur Hafnfirðinga til þess að taka þátt í menningargöngum og öðrum viðburðum í sumar
HFJ-A5-Menningar- og heilsugöngur 2020 proof.pdf
4. 2005510 - Menningarbærinn Hafnarfjörður: stöðugreining og framtíðarsýn, BS ritgerð
Ragnar Már Jónsson kynnti niðurstöður úr ritgerð sem er hluti af Baccalaureus Scientiarum gráðu í Ferðamálafræði sem hann vann og nefnist Menningarbærinn Hafnarfjörður: Stöðugreining og framtíðarsýn út frá sjónarhorni heimamanna.
Nefndin þakkar fyrir góða kynningu og þakkar áhuga háskólanema á því að rannsaka menningarlífið í Hafnarfirði. Nefndin mun hafa niðurstöðurnar til hliðsjónar við framtíðar stefnumót menningarmála í Hafnarfirði.
Menningarbærinn Hafnarfjörður - kynning.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta