Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 798

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
27.05.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2004075 - Glimmerskarð 5, byggingarleyfi
Þann 8.04.2020 sækir Benedikt Arnar Bollason um að byggja tvíbýlishús samkvæmt teikningum Sigurðar Unnars Sigurðarsonar. Teikningar bárust 18.05.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 1910451 - Breiðhella 14, byggingarleyfi
RF Fasteignir ehf. sækir þann 28.10.2019 um leyfi til að byggja stálgrindarhús skv. teikningum Haralds Ingvarssonar dags. 27.10.2019.
Nýjar teikningar bárust 29.11.2019.
Nýjar teikningar bárust 27.02.2020.
Nýjar teikningar bárust 7.04.2020.
Nýjar teikningar bárust 13.05.2020.
Nýjar teikningar bárust 26.05.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 1906132 - Álfhella 9, breytingar
Ingólfur Ö Steingrímsson sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum, breyting á lóð og innraskipulagi samkvæmt teikningum Páls Poulsen dagsettar 5.6.2019.
Nýjar teikningar bárust 17.01.2020.
Nýjar teikningar bárust 12.2.2020 ásamt samþykki eigenda Álfhellu 7.
Nýjar teikningar bárust 22.05.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2005368 - Lækjargata 30, svalalokun, eignarhluti 0306
Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sækir þann 15.5.2020 um svalalokun eignarhluta 0306.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
5. 2003205 - Drangahraun 7, deiliskipulagsbreyting
Fasteignafélag KK ehf. sækir 10.3.2020 um deiliskipulagsbreytingu Drangahrauns 7. Nýjar teikningar bárust 7.4.2020. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti þann 15.4.2020 að grenndarkynna tillöguna lóðarhöfum Drangahrauns 5, 10-12 og 14 með athugasemdafresti til 15.5.2020 í samræmi við ákvæði 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir breytt deiliskipulag að Drangahrauni 7 og að málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
6. 2002546 - Íshella 1, mhl.2, breyting á deiliskipulagi
Jón Magnús Halldórsson fh. Vallarbyggðar ehf. sækir þann 28.2.2020 um breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða breytingu á byggingarreit, stækkun og hækkun auk þess að bæta við 2 silóum fyrir anitrit við austurenda byggingarinnar. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti þann 18.3.2020 að grenndarkynna tillöguna með athugasemdafresti til 15.5.2020 í samræmi við ákvæði 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir breytt deiliskipulag að Íshellu 1 og að málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
D-hluti fyrirspurnir
7. 2005171 - Fjóluás 36, fyrirspurn, sólskáli
Þann 7. maí sl. leggur Lilja G. Karlsdóttir inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að koma fyrir sólskála á svölum við Fjóluás 36. Með erindinu fylgja teikningar er gera grein fyrir stærð og gerð sólskála.
Tekið er jákvætt í erindið.
8. 2005578 - Miðhella 1, fyrirspurn, girðing
Guðni Pálsson fh. lóðarhafa lagði inn fyrirspurn vegna girðingar.
Tekið er jákvætt í erindið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta