Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 80

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
22.10.2025 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi,
Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2510101 - Jötnahella 7, byggingarleyfi
Anton Svanur Guðmundsson f.h. lóðarhafa sækir 07.10.2025 um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði að Jötnahellu 7. Byggingin er 1-2 hæða stálgrindarhús sem verður notað fyrir skrifstofur og léttan iðnað.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2510102 - Jötnahella 9, byggingarleyfi
Anton Svanur Guðmundsson f.h. lóðarhafa sækir 07.10.2025 um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði að Jötnahellu 9. Byggingin er 1-2 hæða stálgrindarhús sem verður notað fyrir skrifstofur og léttan iðnað.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2510458 - Hádegisskarð 11, breyting
Þorleifur Björnsson f.h. lóðarhafa sækir 21.10.2025 um breytingu innanhúss. Herbergi í kjallara stækkað á kostnað þvottahúss. Þvottaaðstaða færð í bílgeymslu.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2510334 - Gullhella 2, breyting á brunahólfum
Hákon Ingi Sveinbjörnsson f.h. lóðarhafa sækir 15.10.2025 um breytingu á brunahólfum á 1. og 2. hæð. Engar breytingar eru á innra skipulagi eða veggjum.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2510432 - Tinnuskarð 7, reyndarteikning
Eyjólfur Valgarðsson f.h. lóðarhafa leggur 20.10.2025 inn reyndarteikningu vegna breytinga á stoðveggjum.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 2510340 - Suðurgata 62, viðbygging, byggingarheimild
Lára Kristjana Lárusdóttir f.h. lóðarhafa sækir 16.10.2025 um viðbyggingu, nýjar svalir og útlitsbreytingu. Einnig er sótt um innanhússbreytingar.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
7. 2403099 - Suðurhella 4, byggingarleyfi
Smári Björnsson f.h. lóðarhafa sækir 05.03.2024 um leyfi til að byggja stálgrindarhúss.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
9. 2510474 - Sléttuhlíð E4, reyndarteikningar
Ástþór Helgason leggur 22.10.2025 inn reyndarteikningar af sumarhúsi á einni hæð.
E-hluti frestað
8. 2510279 - Álhella 9, byggingarleyfi
Össur Imsland f.h. lóðarhafa sækir 14.10.2025 um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði. Í byggingunni er vinnusalur á einni hæð ásamt stoðrýmum í stoðbyggingu á þremur hæðum. Stoðbygging inniheldur lager og tækjarými fyrir vinnusalinn ásamt búningsklefum, matsal og skrifstofurýmum.
Erindinu er frestað, gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta