Til bakaPrenta
Bæjarráð - 3654

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
22.04.2024 og hófst hann kl. 15:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Kristinn Andersen aðalmaður,
Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Rósa Guðbjartsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður
Auk þess sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2401113 - Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2023 og fyrirtækja hans
Lagt fram. Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri og Andri Berg Haraldsson deildarstjóri mæta til fundarins.
Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fulltrúar Samfylkingar koma að svohljóðandi bókun:

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar ber með sér aukna lántöku og hækkun skulda um tæpa fimm milljarða króna. Þetta gerist þrátt fyrir auknar tekjur af útsvari umfram áætlun ársins, sem og fyrirfram innheimt gatnargerðargjöld, sem gerir það að verkum, að rekstrarreikningur er réttum megin við núllið og lítilsháttar afgangur. Nánar munu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands gera grein fyrir afstöðu sinni við fyrri og síðari umræðu um málið í bæjarstjórn.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:

Rekstur Hafnarfjarðarbæjar gekk mjög vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi árferði í rekstri sveitarfélaga. Það er ánægjulegt að sjá að skuldaviðmið bæjarins heldur áfram að lækka og er nú svo komið að fjárhagsstaða bæjarins hefur ekki verið betri í áratugi. Veltufé frá rekstri var verulega yfir áætlunum sem styrkir getu sveitarfélagsins til þess að standa undir framkvæmdum og fjárskuldbindingum. Samhliða blómlegum rekstri voru innviðafjárfestingar auknar verulega í fyrra sem munu skila sér í öflugri þjónustu og betri lífsgæðum fyrir bæjarbúa. Þá nýtur bærinn nú góðs af mikilli uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis á undanförnum árum í auknum fasteignagjöldum. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að halda álögum á íbúa niðri og heldur hlutfall útsvars og fasteignaskatta af heildartekjum áfram að lækka.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:55 

Til bakaPrenta