| |
| 1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar | | Lögð fram bókun bæjarstjórnar vegna breytinga á áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði. Þröstur Valmundsson Söring víkur sem varaáheyrnarfulltrúi og í hans stað tekur sæti Jón Ingi Hákonarson. | | Lagt fram. | | Bæjarstjórn - 1964 (5.11.2025) - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar.pdf | | |
|
| 2. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029 | | Lögð fram bókun bæjarstjórnar ásamt þeim tillögum sem vísað var til ráðsins. | Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: Vatnshlíð, vistvænt hverfi
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að þegar hafin verði vinna við deiliskipulag Vatnshlíðar á árinu 2026 verði vistvænar lausnir hafðar að leiðarljósi, sjálfbærni og leiðir sem lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið. Jafnframt verði kannaðir kostir og gallar þess að allar nýframkvæmdir verði vistvænar og jafnvel vistvottaðar. Einnig að skoða ávinning af því fyrir umhverfið, samfélagið og byggingaraðila. Vatnshlíðin er í nánd við útivistarperlur í upplandi Hafnarfjarðar, óspillta náttúru og jaðri byggðarinnar og því mikilvægt að lágmarka umhverfisleg áhrif eins og kostur er. Markmið vistvænnar byggðar er að stuðla að aukinni vellíðan, betra umhverfi og bættri heilsu fólks.
Innleiðing ferla við vistvænar nýframkvæmdir og endurbætur á vegum bæjarins
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin verði vinna við að móta ferla sem miða að því að vistvænum lausnum við nýframkvæmdir, viðhald fasteigna og á vegum bæjarins, m.a. umhverfis vottun. Markmið áætlunarinnar er finna leiðir til að draga úr umhverfisáhrifum vegna framkvæmda á vegum bæjarins og losun koltvísýrings og stuðla að sjálfbærri þróun. Áætlað er að vinnunni verði lokið eigi síðar en vorið 2026 og þá liggi fyrir áætlun um innleiðingu ferla, sem komi til framkvæmdar haustið 2026. Greinargerð: Talið er að 30-40% af heildarlosun koltvísýrings komi frá mannvirkjagerð og tæplega helmingur alls úrgangs sem myndast á Íslandi sé byggingar- og niðurrifs úrgangur. Hafnarfjörður hefur verið leiðandi á meðal sveitarfélaga að hvetja til umhverfisvottanna nýbygginga. Líklegt er að stofnkostnaður hækki við upphaf innleiðingar en samfélagskostnaður verður minni og gera má ráð fyrir að kostnaður vegna viðhalds og reksturs verði minni. Á vegum bæjarins eru árlega töluverðar framkvæmdir og því er til mikils að vinna að innleiða vistvænar lausnir.
Átak í frágangi nýbyggingarsvæða
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að farið verði í átak í að byggja húsnæði á lóðum sem nú þegar hefur verið úthlutað og enn eru óbyggðar. Samhliða verði setur aukinn vinna í að ljúka vinnu við gangstéttar, göngustíga, lýsingu, bifreiðastæði, leikvelli ofl. í nýjum hverfum.
Greinargerð: Um fimm ár er síðan að síðustu lóðinni var úthlutað í Skarðshlíð og því miður eru nokkur dæmi þar sem ekki eru enn hafnar framkvæmdir á lóðum. Hér þarf að ganga skipulega til verks svo uppbygging nýrra hverfa taki ekki of langan tíma og ljúki sem fyrst.
Hreinsunarátak, iðnaðar- og nýbyggingarsvæði
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að farið verði í átak í hreinsun á iðnaðar- og nýbyggingarsvæðum. Mikilvægt er fyrir uppbygging atvinnulífs hér sem annars staðar sé snyrtilegt og umgengni góð. Sama má segja um nýbyggingarsvæði bæjarins eða þar sem framkvæmdir eru í byggðum hverfum. Snyrtilegt umhverfi bætir ímynd bæjarins sem verður eftirsóknarverðara sem valkostur fyrir rekstraraðila og íbúa bæjarins. | | Bæjarstjórn - 1964 (5.11.2025) - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029.pdf | | |
|
| 3. 2502084 - Smyrlahraun 1, breyting á deiliskipulagi | | Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 18. september 2025 var samþykkt að grenndarkynna uppfærða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Smyrlahrauns 1. Frestur til að gera athugasemdir var til 27.10.2025. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda og svör. | | Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör verkefnastjóra og samþykkir breytingu á deiliskipulagi Smyrlahrauns 1 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. | | slóð á skipulagsgátt.pdf | | Deiliskipulagsbreyt._Smyrlahraun 1_ny grenndarkynning-A2.pdf | | Smyrlahraun 1 samantekt athugasemda og svör.pdf | | |
|
| 4. 2510378 - Hestamannafélagið Sörli, skipulag og akstursleiðir á félagssvæði Sörla | | Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 29.10.2025 var erindi Sörla varðandi kerrusvæði og lokun gatna vísað til skipulags- og byggingarráðs. | | Skipulags- og byggingarráð heimilar að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi svæðisins. | | Bréf vegna skipulags og akstursleiða á félagsvæði Sörla 17.10.2025.pdf | | Umhverfis- og framkvæmdaráð - 479 (29.10.2025) - Hestamannafélagið Sörli, skipulag og akstursleiðir á félagsvæði Sörla.pdf | | |
|
| 5. 2510475 - Borgarlína við Strandgötu | | Lagt fram erindi Betri samgangna þar sem óskað er eftir að kvöð verði sett á lóð Strandgötu 1, vegna legu Borgarlínu. Fulltrúar Betri samgangna og VSB verkfræðistofu mæta til fundarins. | | Skipulags- og byggingarráð þakkar Írisi Þórarinsdóttur frá VSB og Hallbirni Reyni Hallbjörnssyni frá Betri samgöngum kynninguna. | | Umhverfis- og framkvæmdaráð - 479 (29.10.2025) - Borgarlína við Strandgötu.pdf | | |
|
| |
| 6. 2510031F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 81 | | Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar. | | https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=26tFPj7Ny0adeARyIB4S7g1
| |
|
| 7. 2511003F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82 | | Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar. | | https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=eUQYQxkKZUKvQK9yzr0tpw1
| |
|
| 8. 2510028F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 85 | | Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar. | | https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=r8hOWhpu0UeHGfZ6CUG2cg1
| |
|
| 9. 2510037F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 86 | | Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar. | | https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=QHpiKkOsV06Nfbs7dae4SQ1
| |
|