Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 568

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
07.01.2026 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
María Jonný Sæmundsdóttir varaformaður,
Hilmar Ingimundarson aðalmaður,
Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður,
Margrét Hildur Guðmundsdóttir varamaður,
Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Hugrún Valtýsdóttir, ritari fræðsluráðs
Auk ofantalinna sátu fundinn:
Fanney D. Halldórsdóttir sviðsstjóri, Erla Karlsdóttir þróunarfulltrúi grunnskóla, Tinna Rós Steinsdóttir rekstrarstjóri íþrótta- og tómstundamál, Eiríkur Stephensen skólastjóri tónlistarskóla, Margrét Sverrisdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Inga Fríða Tryggvadóttir fulltrúi leikskólastjóra, Margrét Össurardóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lóa Björk Hallsdóttir áheyrnafulltrúi starfsfólks leikskóla, Elísa Axelsdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Svanhildur Ýr Sigurþórsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Margrét T. L. Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna, Stella Björg Kristinsdóttir
fagstjóri frístundastarfs og forvarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2601014 - Skóladagatal 2026 - 2027 leikskólar
Lagt fram.
Lagt fram.
2. 2512717 - Leikjanámskeið
Tillaga um breytingar á framkvæmd leikjanámskeiða í ágúst frá deildarstjórum tómstundamiðstöðva Hafnarfjarðar lögð fram.
Fræðsluráð leggur áherslu á að ef tekin verður ákvörðun af hálfu fræðsluráðs um að gera breytingar á framkvæmd leikjanámskeiða í ágúst þá verði tryggt að börn hafi aðgang að sambærilegum tómstundum með öðrum hætti.
3. 2601013 - Skóladagatal 2026 - 2027 grunnskólar
Lagt fram.
Lagt fram.
4. 2511089 - Andmæli vegna ákvörðunar um að afturkalla spjaldtölvur úr 5. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar
Erindi frá kennsluráðgjöfum og kennurum 5. bekkja í grunnskólum Hafnarfjarðar lagt fram.
Fræðsluráð leggur til að 5.bekkingar hafi aðgang að iPad bekkjarsettum sem tryggir aðgengi nemenda að þeim námsstuðningi, námsefni og gagnvirkum verkefnum sem ipadar veita aðgang að svo hægt sé að fylgja markmiðum aðalnámskrár.
Þá leggur fræðsluráð til að stofnaður verði samráðsvettvangur fagfólks undir stjórn mennta- og lýðheilsusviðs sem mótar stefnu um stafrænt nám í öllum árgöngum í grunnskólum Hafnarfjarðar. Vinnu þessari skal ljúka fyrir lok april 2026 og lögð fyrir fræðsluráð eigi síðar en síðasta fundi ráðsins í april 2026.
Tillögu þessari er vísað til umfjöllunar í hópi skólastjórnenda

Foreldraráð styður tillögu fræðsluráðs um að börn í 5. bekk grunnskóla Hafnarfjarðar hafi aðgang að iPad-bekkjarsettum. Telur foreldraráð slíka nálgun hóflega og stuðla að auknu jafnræði í aðgengi nemenda og dansi í takt við kröfur aðalnámskrár.
Foreldraráð leggur áherslu á að kennsla í upplýsingatækni sé óneitanlega nauðsynleg og óumdeild en bendir þó á að aðgangur að tækjum eitt og sér tryggi hvorki færni né færnibundið nám.
Að lokum lýsir foreldraráð ánægju með fyrirhugaða stofnun samráðsvettvangs fagfólks undir stjórn mennta- og lýðheilsusviðs, sem ætlað er að móta skýra og heildstæða stefnu um stafrænt nám í öllum árgöngum grunnskóla Hafnarfjarðar. Foreldraráð telur slíka stefnumótun nauðsynlega, þar sem hingað til hefur skort samræmda sýn og verklag varðandi notkun stafrænna tækja í skólum bæjarins. Foreldraráð telur stefnumótun þessa koma öllum árgöngum vel.
5. 2512353 - Íþróttahús við grunnskóla
9. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 3. desember sl.
Undirbúningur uppbyggingar íþróttaaðstöðu við grunnskóla sem ekki eru með íþróttahús

Bæjarstjórn samþykkir að hefja vinnu við gerð áætlunar til næstu ára um uppbyggingu íþróttaaðstöðu við skóla í bænum sem ekki eru með íþróttahús í dag. Í þeirri vinnu verði greindur kostnaður við keyrslu í íþróttahús til lengri tíma, samhliða kostnaðarmati á byggingu íþróttahúsa og rekstri þeirra. Til þessa verkefnis verði varið 10 milljónum á næsta ári.

Greinargerð:
Grunnskólar í Hafnarfirði búa við ólíkar aðstæður hvað íþróttaaðstöðu við skólana varðar. Við suma skóla eru skólaíþróttahús sem nýtast nemendum við skólana, ekki síst yngstu nemendum skólanna. Annars staðar þurfa allir nemendur skólanna að sækja íþróttatíma um lengri veg. Lengi hefur verið rætt hvort rétt sé að byggð verði upp íþróttahús við þessa skóla líkt og við aðra skóla í bænum. Það er í raun orðið löngu tímabært að fara í alvöru skoðun á þessum málum til þess að unnt sé að leggja mat á það hvort það sé skynsamlegt og æskilegt að byggja íþróttaaðstöðu við þá skóla sem ekki eru með íþróttahús. Meðal þess sem verður að greina er kostnaðurinn við keyrslu í íþróttahús á móti kostnaði vegna uppbyggingar og reksturs íþróttahúsa við skólana.

Framkominni tillögu um vísa tillögunni til fræðsluráðs er samþykkt þar sem sex fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ásamt fulltrúa Viðreisnar greiða atkvæði með tillögunni ásamt fulltrúa Viðreisnar. Fjórir fulltrúar Samfylkingar sitja hjá.
Fræðsluráð vísar tillögunni til sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs og felur sviðsstjóra að afla upplýsinga vegna þeirra atriða sem fram koma í bókun bæjarstjórnar.
Fundargerðir
6. 2509651 - Fundargerðir ungmennaráðs
Fundargerðir Ungmennaráðs lagðar fram.
Fundargerðir lagðar fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta