Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 531

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
17.04.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður,
Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður,
Gauti Skúlason aðalmaður,
Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir, ritari
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Björg Jónatansdóttir áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal, varaáheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2310850 - Útboð skólamáltíða
Tillaga lögð fram.
Minnisblað lagt fram til umræðu.
2. 2403566 - Hljóðvist í skólum
Lagt fram bréf frá Umboðsmanni barna um hljóðvist í skólum.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta og lýðheilsusviðs að afla gagna varðandi úttektir og áætlanir sem gerðar hafa verið varðandi hljóðvist í leik- og grunnskólum. Sviðsstjóra jafnframt falið að boða umsjónarmann fasteigna á fund ráðsins.
Bréf til sveitarfélaga-hljóðvist í skólum-UB.pdf
3. 2404406 - HIMA samstarfssamningur
Samstarfssamningur milli Hafnarfjarðarbæjar og HIMA lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
4. 2404360 - Tónlistarskóladagatal 2024-2025
Lagt fram skóladagatal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar skólaárið 2024-2025.
Samþykkt.
5. 2402036 - Skóladagatal 2024-2025 leikskólar
Skóladagatöl leikskólanna Hvamms og Álfasteins lögð fram.
Samþykkt.
6. 11023155 - Skólavogin grunnskólar
Skólavogin skýrslur fyrir skólaárin 2021-2022 og 2022-2023 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram.
7. 1903112 - Dagforeldrar reglur og gjaldskrá
Lögð fram drög að breytingu á reglum um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum.
Fræðsluráð samþykkir breytingar á reglum um greiðslum vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum og sendir til frekari afgreiðslu í bæjarstjórn.
8. 2403567 - Keðjan samningur um PMTO þjónustu
Keðjan samningur um PMTO þjónustu lagður fram til kynningar.
Eiríki Þorvarðarsyni deildarstjóra fjölskyldu og skólaþjónustu þökkuð kynningin.
9. 2303529 - Samstarfssamningur, Frisbígolffélag Hafnarfjarðar
Lögð fram drög að samstarfsamningur til kynningar.
Lagt fram.
10. 2011084 - Álfasteinn starfsaðstæður
Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir því að fá upplýsingar um hvar mál húsnæðismál Álfasteins standa. Sé málinu lokið, óskum við eftir upplýsingum hver niðurstaðan hafi verið.
Meirihluti fræðsluráðs vekur athygli á því að samtal er milli skólastjórnenda Álfasteins og deildarstjóra leikskólamála en hvetur jafnframt til þess að leiðir og lausnir verði fundnar hratt og vel í sátt við stjórnendur.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisn leggja fram eftirfarandi bókun

Húsnæðisvanda Álfasteins er brýnt að laga sem allra fyrst og með öllum tiltækum ráðum. Gera ætti áhættumat strax á eigninni og ef lagfæring á húsnæði leikskólans dregst á langinn þá þarf að leita annarra tímabundna lausna í samráði við stjórnendur og starfsfólk Álfasteins. 
11. 2209167 - Hamranesskóli
Lögð fram ósk um færanlegar kennslustofur við Skarðshlíðarskóla.
Fræðsluráð  óskar eftir því við  umhverfis- og skipulagssvið að útvega   fjórar  færanlegar stofur sem staðsettar verði við Skarðshlíðarskóla í samráði við skólastjóra Skarðshlíðarskóla. viðauki verður unnin með fjármálastjóra og umhverfis og skipulagsstjóra. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs er falið að vinna málið áfram.
12. 2403013F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 389
Lögð fram fundargerð 389. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
13. 2404002F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 390
Lögð fram fundargerð 390 fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15.30 

Til bakaPrenta