Til bakaPrenta
Fjölskylduráð - 510

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
16.04.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Margrét Vala Marteinsdóttir formaður,
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður,
Sigrún Jónsdóttir varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Erna Aradóttir, ritari fjölskylduráðs
Í upphafi fundar lagði forðamaður til að mál nr. 2312015 - Aðstoð við ungt fólk sem ekki er í vinnu, námi eða starfsþjálfun, mál nr. 2307268 - Hringhamar 43, hjúkrunarheimili og heilsugæsla, tilboð, mál nr. 24011107 - útboð á sértækum akstri fyrir aldraða og fatlaða 2024-2028 og mál nr. 2404541 - Fjárhagsaðstoð, fyrirspurn verði tekið inn á dagskrá fundarins. Er þetta samþykkt samhljóða.

Einnig sat Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2403380 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2025 og 2026-2028
Kynning á vinnuferli fjárhagsáætlunar 2025.
Lagt fram til kynningar.
2. 1110181 - Fatlaðir, ráðgjafarráð
Umsögn ráðgjafaráðs í málefnum fatlaðs fólks er lögð fram.
Reglur um samráðshóp um málefni fatlaðs fólks eru lagðar fram til afgreiðslu.
Umsögn lögð fram.
Fjölskylduráð þakkar samráðshópi um málefni fatlaðs fólks fyrir umsögnina.

Fjölskylduráð samþykkir nýjar reglur um samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.
Málinu vísað til staðfestingar til bæjarstjórnar.
umsögn_Drög að reglum um Samráðshóp um efni fatlaðra.pdf
Reglur um samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Hafnarfirði 19.3.2024.pdf
Samráðshópur um málefni fatlaðra 19.3.2024.pdf
Reglur um ráðgjafaráð 2020.pdf
3. 24011091 - Reglur um stoðþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir
Umsögn ráðgjafaráðs í málefnum fatlaðs fólks lögð fram.
Reglur um stoðþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir lagðar fram til afgreiðslu.
Umsögn lögð fram.

Fjölskylduráð þakkar samráðshópi um málefni fatlaðs fólks fyrir umsögnina og þakkar einnig Ástu Guðrúnu Guðbrandsdóttur fyrir kynninguna.


Fjölskylduráð samþykkir nýjar reglur um stoðþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
Reglur Hafnarfjarðarbæjar um stoðþjónustu - greinargerð 19.3.2024.pdf
Reglur um stoðþjónustu drög 19.3.2024.pdf
Umsögn_drög að reglum um stoðþjónustu.pdf
4. 2404006 - Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélga um stoð- og stuðningsþjónustu
Lagt fram til kynningar svör fjölskyldu- og barnamálasviðs.
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir mætir á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð þakkar Ástu Guðrúnu Guðbrandsdóttur fyrir kynninguna.
Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu.pdf
GEV apríl 2024.pdf
Reglur-um-studningsthjonustu-i-Hafnarfirdi apríl 2022.pdf
Reglur Hafnarfjarðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.pdf
Reglur um skammtímadvalarstaði.pdf
Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks í Hafnarfirði.pdf
Reglur Hafnarfjarðar um notendastýrða persónulega aðstoð.pdf
Reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um styrki til náms, verkfæra-og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. (1).pdf
5. 2402838 - Skýrsla um einkarekin úrræði fyrir börn
Lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
6. 1804409 - Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar
Tilnefning í stjórn starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar.
Fjölskylduráð tilnefnir Árna Rúnar Þorvaldsson í stjórn starfsendurhæfingar og Auði Brynjólfsdóttur til vara.
7. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Á fundi Bæjarstjórnar þann 10. apríl sl. var samþykkt samhljóða:

Breyting á varamanni í Fjölskylduráði
Varamaður sem fer út:
Gunnar Þór Sigurjónsson
Í staðinn kemur:
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Kirkjuvegi 11B
Lagt fram til kynningar.
10. 2312015 - Aðstoð við ungt fólk sem ekki er í vinnu, námi eða starfsþjálfun
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir upplýsingum um stöðu málsins og næstu skref í því, sbr. afgreiðslu Fjölskylduráðs á fundi ráðsins þann 19. mars sl.
Til umræðu.
11. 2307268 - Hringhamar 43, hjúkrunarheimili og heilsugæsla, tilboð
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir umræðu um málið. Fyrirspurn.
Til umræðu.
12. 24011107 - Útboð á sértækum akstri fyrir aldraða og fatlaða 2024-2028
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir umræðu um málið og upplýsinga um stöðu þess.
Til umræðu.
13. 2404541 - Fjárhagsaðstoð, fyrirspurn
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram fyrirspurn þróun fjárhagsaðstoðar á síðasta ári.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:


1. a. Hver er upphæð fjárhagsaðstoðar fyrir einstakling á mánuði? Hver er upphæð fjárhagsaðstoðar fyrir hjón/sambúðarfólk?
1. b. hvernig er hún samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu?
2. a. Hver er fjöldi einstaklinga á fjárhagsaðstoð?
2. b. Hver er fjöldi einstaklinga eftir hópum?
3. Hverjar eru mánaðarlegar upphæðir fjárhagsaðstoðar ársins 2023 samanborið við árin á undan?
4. Hve lengi er fólk að meðaltali á fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ?
Fundargerðir
8. 1110181 - Fatlaðir, ráðgjafarráð
Lagt fram.
Fundargerð samráðshóps í málefnum fatlaðas fólks 4. apríl.pdf
9. 0701243 - Málskot
Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 7/2024.
Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta