Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 88

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
19.11.2025 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður,
Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Lilja Grétarsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
B-hluti skipulagserindi
1. 2510054 - Jófríðarstaðavegur 8b, breyting á deiliskipulagi
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson f.h. lóðarhafa sækir 03.10.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits um 80 m² til að koma fyrir viðbyggingu við suðurgafl húss og bílskúr. Með þessari breytingu verður hægt að koma fyrir salerni og flóttasvölum á 2. hæð og löglegum stiga. Hæð húss verður ekki meiri en núverandi hús. Tveimur bílastæðum bætt við á lóð þar sem áður voru engin bílastæði.
Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þegar lagfærðir uppdrættir berast.
2. 2511085 - Norðurbraut 24, breyting á deiliskipulagi
Ólöf Flygenring f.h. lóðarhafa sækir 04.11.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Bætt er við heimild til að bæta við byggingarmagn um 12,5 ferm. í kjallara. Núverandi steinsteyptar kjallaratröppur og pallur verða fjarlægð og steyptur nýr kjallari og pallur á sama stað með hjólageymslu undir palli og útitröppum úr timbri. Nýtingarhlutfall fer úr 0,65 í 0,70. Álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Norðurbraut 24 - Deiliskipulagsbreyting_yfirfarid AS.pdf
Norðurbraut 24, álit MI dags 27 oktober 2025.pdf
3. 2508178 - Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 24. september 2025 að auglýsa breytingar á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingin fest í að heimilað er að fjölga íbúðum í Tinnuskarði 24 úr 5 í 6, bílastæðum er fjölgað um eitt. Tillagan var í auglýsingu 2.10-13.11.2025. Engar athugasemdir bárust en Míla vakti athygli á að þau væru ekki hrifin af fjölgun íbúða á svæðum þar sem búið er að leggja kerfi til að þjónusta viðkomandi svæði.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Slóð á skipulagsgátt.pdf
4. 2510073 - Dalshraun 8, breyting á deiliskipulagi
Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 8.10.25 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar við Dalshraun 8. Tillagan var í grenndarkynningu 15.10.-12.11.2025. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
slóð á skipulagsgátt.pdf
5. 2510042 - Álhella 13 og 15, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa þann 08. október 2025 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagsbreytingu Kapelluhrauns 2. áfanga vegna Álhellu 13 og 15. Breytingin felst í því að lóðirnar Álhella 13 og 15 verði sameinaðar. Byggingarreitur Álhellu 13 verði sameinaður byggingarreit Álhellu 15. Sameinuð lóð fær númerið Álhella 13. Tillagan var í kynningu 15.10-12.11.2025. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
slóð á skipulagsgátt.pdf
6. 2508333 - Brattakinn 29, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 24. september 2025 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn eiganda við Bröttukinn 29. Tillagan var grenndarkynnt 10.10.-7.11.2025. Engar athugasemdir bárust en Veitur benda lóðarhafa á að kynna sér tengiskilmála heimlagna sé óskað eftir færslu eða breytinga á heimlögn.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Slóð á skipulagsgátt.pdf
7. 2508516 - Hringhella 2, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa þann 24. september 2025 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagsbreytingu Hellnahrauns 1. áfanga vegna Hringhellu 2. Tillagan var í kynningu 13.10-10.11.2025. Engar athugasemdir bárust. Veitur benda á að hitaveitulögn liggur í Hringhellu þar sem stækkun lóðar er áætluð og óska eftir að kvaðir um lagnir og áhrifasvæði verði sýndar á lóðarblaði.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
D-hluti fyrirspurnir
8. 2511262 - Straumhella 11, fyrirspurn
Gunnar Páll Kristinsson fh. lóðarhafa leggur 12.11.2025 inn fyrirspurn vegna innkeyrslu á lóð.
Tekið er jákvætt í erindið samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.11.2025.
Straumhella 10, umsögn skipulags.pdf
9. 2511330 - Smárahvammur 9, fyrirspurn
Viktoría S. Ámundadóttir og Stefanía G. Ámundadóttir leggja 17.11.2025 inn fyrirspurn er varðar breytingu á skráningu Smárahvamms 9 úr einbýli í tvíbýli.
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
10. 2511196 - Strandgata 24, fyrirspurn
Guðmundur Bjarni Harðarson fh. 220 Fjörður ehf. leggur 10.11.2025 inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðra breytinga á hluta húsnæðis að Strandgötu 24.
Jákvætt er tekið í hótelíbúðir á efri hæð en neikvætt á götuhæð samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.11.2025.
Strandgata 24, umsögn skipulags.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta