Til bakaPrenta
Bæjarstjórn - 1957

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
18.06.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson bæjarstjóri,
Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson 1. varaforseti,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður,
Karólína Helga Símonardóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður
Árni Rúnar Þorvaldsson 1. varaforseti setti fundinn og stýrði honum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205668 - Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2022 - 2026
Kosning
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða eftirfarandi kosningu:

Forsetar
Forseti Kristinn Andersen, Austurgötu 42 (D)
1. varaforseti Árni Rúnar Þorvaldsson, Stekkjarhvammi 5 (S)
2. varaforseti Margrét Vala Marteinsdóttir, Selvogsgötu 22 (B)
Áheyrnarfulltrúi í forsetanefnd Jón Ingi Hákonarson, Nönnustíg 5 (C)

Skrifarar
Skrifari Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4 (D)
Skrifari Stefán Már Gunnlaugsson, Drangsskarði 17b (S)
Varaskrifari Margrét Vala Marteinsdóttir, Selvogsgötu 22 (B)
Varaskrifari Hildur Rós Guðbjargardóttir, Ölduslóð 5 (S)
2. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Kosið í ráð og nefndir til eins árs:
Kosið til 1 árs:
Bæjarráð 5 aðalmenn, 5 varamenn
Fjölskylduráð 5 aðalmenn, 5 varamenn
Fræðsluráð 5 aðalmenn, 5 varamenn
Umhverfis- og framkvæmdaráð 5 aðalmenn, 5 varamenn
Skipulags- og byggingarráð 5 aðalmenn, 5 varamenn
Íþrótta- og tómstundanefnd 3 aðalmenn, 3 varamenn
Menningar- og ferðamálanefnd 3 aðalmenn, 3 varamenn
Stjórn Hafnarborgar 2 aðalmenn auk bæjarstjóra
Forsetanefnd
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða eftirfarandi kosningu:

Bæjarráð
Formaður Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7 (D)
Varaformaður Margrét Vala Marteinsdóttir, Selvogsgötu 22 (B)
Aðalfulltrúi Orri Björnsson, Kvistavöllum 29 (D)
Aðalfulltrúi Guðmundur Árni Stefánsson, Norðurbakka 11a (S)
Aðalfulltrúi Árni Rúnar Þorvaldsson, Stekkjarhvammi 5 (S)

Varafulltrúi Valdimar Víðisson, Brekkuási 7 (B)
Varafulltrúi Kristinn Andersen, Austurgötu 42 (D)
Varafulltrúi Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4 (D)
Varafulltrúi Stefán Már Gunnlaugsson, Drangsskarði 17b (S)
Varafulltrúi Hildur Rós Guðbjargardóttir, Ölduslóð 5 (S)

Áheyrnarfulltrúi Jón Ingi Hákonarson, Nönnustíg 5 (C)
Varaáheyrnarfulltrúi Karólína Helga Símonardóttir, Hlíðarbraut 5 (C)

Fjölskylduráð
Formaður Margrét Vala Marteinsdóttir, Selvogsgötu 22 (B)
Varaformaður Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26 (D)
Aðalfulltrúi Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Miðvangi 10 (B)
Aðalfulltrúi Árni Rúnar Þorvaldsson, Stekkjarhvammi 5 (S)
Aðalfulltrúi Auður Brynjólfsdóttir, Dvergholti 23 (S)

Varafulltrúi Alexander Árnason, Birkihlíð 2a (B)
Varafulltrúi Elsa Dóra Grétarsdóttir, Herjólfsgötu 32 (D)
Varafulltrúi Selma Hafsteinsdóttir, Breiðvangi 40 (B)
Varafulltrúi Óskar Steinn Jónínuson, Ómarsson, Kirkjuvegi 11b (S)
Varafulltrúi Snædís Helma Harðardóttir, Kirkjuvöllum 8a (S)

Áheyrnarfulltrúi Árni Stefán Guðjónsson, Öldutúni 10 (C)
Varaáheyrnarfulltrúi Jón Pétur Gunnarsson, Heiðvangi 20 (C)

Fræðsluráð
Formaður Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4 (D)
Varaformaður María Jonný Sæmundsdóttir, Laufvangi 5 (B)
Aðalfulltrúi Hilmar Ingimundarson, Svöluási 2 (D)
Aðalfulltrúi Kolbrún Magnúsdóttir, Akurvöllum 2 (S)
Aðalfulltrúi Gauti Skúlason, Strandgötu 31-33 (S)

Varafulltrúi Thelma Þorbergsdóttir, Kvistavöllum 26 (D)
Varafulltrúi Margrét Vala Marteinsdóttir, Selvogsgötu 22 (B)
Varafulltrúi Lára Árnadóttir, Furuvöllum 26 (D)
Varafulltrúi Margrét Hildur Guðmundsdóttir, Hverfisgötu 61 (S)
Varafulltrúi Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Arnarhrauni 21 (S)

Áheyrnarfulltrúi Karólína Helga Símonardóttir, Hlíðarbraut 5 (C)
Varaáheyrnarfulltrúi Júlíus Andri Þórðarson, Lindarbergi 6 (C)

Umhverfis- og framkvæmdaráð
Formaður Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Hraunbrún 48 (D)
Varaformaður Árni Rúnar Árnason, Álfaskeiði 72 (B)
Aðalfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9 (D)
Aðalfulltrúi Hildur Rós Guðbjargardóttir, Ölduslóð 5 (S)
Aðalfulltrúi Fannar Freyr Guðmundsson, Lækjargötu 30 (S)

Varafulltrúi Örn Geirsson, Skipalóni 7 (D)
Varafulltrúi Jón Atli Magnússon, Norðurvangi 6 (B)
Varafulltrúi Júlíus Freyr Bjarnason, Traðarbergi 27 (D)
Varafulltrúi Viktor Ragnar Þorvaldsson, Daggarvöllum 6b (S)
Varafulltrúi Margrét Lilja Pálsdóttir, Álfholt 34a (S)

Áheyrnarfulltrúi Þórey S. Þórisdóttir, Þúfubarði 9 (C)
Varaáheyrnarfulltrúi Anna Ingvarsdóttir, Álfaskeiði 104 (C)

Skipulags- og byggingarráð
Formaður Orri Björnsson, Kvistavöllum 29 (D)
Varaformaður Árni Rúnar Árnason, Álfaskeiði 72 (B)
Aðalfulltrúi Lovísa Björg Traustadóttir, Spóaási 24 (D)
Aðalfulltrúi Stefán Már Gunnlaugsson, Drangsskarði 17b (S)
Aðalfulltrúi Guðrún Lísa Sigurðardóttir, Skipalóni 26 (S)

Varafulltrúi Viktor Pétur Finnsson, Lækjarbergi 52 (D)
Varafulltrúi Gísli Sveinbergsson, Skipalóni 5 (B)
Varafulltrúi Birna Lárusdóttir, Brekkuási 29 (D)
Varafulltrúi Ágúst Arnar Þráinsson, Laufvangi 12 (S)
Varafulltrúi Steinunn Guðmundsdóttir, Hringbraut 75 (S)

Áheyrnarfulltrúi Sigjurjón Ingvason, Suðurgötu 70 (C)
Varaáheyrnarfulltrúi Þröstur Valmundsson Söring, Álfabergi 28 (C)

Íþrótta- og tómstundanefnd
Aðalfulltrúi Kristjana Ósk Jónsdóttir, Heiðvangi 58 (D)
Aðalfulltrúi Erlingur Örn Árnason, Suðurholti 5 (B)
Aðalfulltrúi Sigurður P. Sigmundsson, Fjóluhlíð 14 (S)

Varafulltrúi Díana Björk Olsen, Nönnustíg 13 (D)
Varafulltrúi Ómar Freyr Rafnsson, Fagrahvammi 2b (B)
Varafulltrúi Árni Þór Finnsson, Suðurvangi 15 (S)

Menningar- og ferðamálanefnd
Aðalfulltrúi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Hraunbrún 48 (D)
Aðalfulltrúi Jón Atli Magnússon, Norðurvangi 6 (B)
Aðalfulltrúi Sigurður Þ. Ragnarsson, Eskivöllum 5 (S)

Varafulltrúi Hugi Halldórsson, Klukkubergi 6 (D)
Varafulltrúi Alexander Árnason, Háholti 10 (B)
Varafulltrúi Sigrid Foss, Arnarhrauni 40 (S)

Stjórn Hafnarborgar
Bæjarstjóri, sjálfkj. Valdimar Víðisson, Brekkuási 7 (B)
Aðalfulltrúi Pétur Gautur Svavarsson, Arnarhrauni 27 (D)
Aðalfulltrúi Margrét Hildur Guðmundsdóttir, Hverfisgötu 61 (S)

Forsetanefnd
Sjálfkjörnir: Forseti, varaforsetar og áheyrnarfulltrúi í forsetanefnd, sjá kosningu í 1. lið.  
3. 2401837 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hafnarfjarðarkaupstað
6. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.júní sl.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hafnarfjarðarkaupstað lögð fram að nýju til samþykktar að lokinni yfirferð Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að nýju framlagða Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hafnarfirði og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir tekur til máls. Guðmundur Árni Stefánsson kemur til andsvars sem Guðbjörg Oddný svarar. Guðmundur Árni kemur til andsvars öðru sinni sem Guðbjörg Oddný svarar. Karólína Helga Símonardóttir kemur til andsvars sem Guðbjörg Oddný svarar.

Samþykkt samhljóða.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hafnarfjarðarkaupstað.pdf
4. 2206176 - Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun
1. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 11. júní sl.
Lagt fram til afgreiðslu.

Fræðsluráð samþykkir að vísa erindisbréfi fræðsluráðs til samþykkis í bæjarstjórn. Breytingarnar fela meðal annars í sér fjölgun fulltrúa í fræðsluráði, áheyrnafulltrúa frá ungmennaráði og tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Kristín Thoroddsen tekur til máls. Guðmundur Árni Stefánsson kemur til andsvars sem Kristín svarar. Guðmundur Árni kemur til andsvars öðru sinni sem Kristín svarar. Þá kemur Stefán Már Gunnlaugsson til andsvars sem Kristín svarar.

Þá tekur Guðmundur Árni til máls. Kristín kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar. Þá kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars við ræðu Guðmundar Árna sem hann svarar. Rósa kemur til andsvars öðru sinni sem Guðmundur Árni svarar.

Þá tekur Karólína Helga Símonardóttir til máls. Einnig Kristín Thoroddsen. Guðmundur Árni kemur til andsvars sem Kristín svarar. Guðmundur Árni kemur til andsvars öðru sinni.

Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Fræðsluráð erindisbréf samþykkt fræðsluráðs.pdf
5. 2505328 - Flutningur Mótorhússins til Kvartmíluklúbbsins
8.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 11. júní sl.
Lagt fram til afgreiðslu.

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Viðreisn samþykkja tillögu um flutning Mótorhússins frá Dalshrauni að aðstöðu Kvartmíluklúbbsins. Sérþekking Kvartmíluklúbbsins á mótorsporti mun nýtast vel ungu fólki sem hefur áhuga á greininni. Á svæðinu er til staðar lögleg og viðurkennd aðstaða þar sem ungt fólk getur bæði ekið tækjum og fengist við viðgerðir og viðhald. Þar fer einnig fram fjölbreytt starfsemi sem styður við jákvæða þróun ungs fólks. Það er mikið fagnaðarefni að ungu fólki sé boðin örugg og viðunandi aðstaða til að stunda áhugamál sitt undir leiðsögn fagfólks. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Viðreisn samþykkja jafnframt drög að breyttum rekstrarsamningi við Kvartmíluklúbbinn vegna þessa flutnings og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Samkvæmt svörum sem fulltrúum Samfylkingarinnar hafa borist þá verður ekki þjónusturof á starfsemi og starfsfólki verður boðið að flytja sig með. Þá liggur ljóst fyrir að Mótorhúsið þurfi á nýju húsnæði að halda þar sem núverandi húsnæði fullnægir ekki núverandi þörfum notanda.

Út frá þessum forsendum samþykkja fulltrúar Samfylkingarinnar tillögu um flutning Mótorhússins í húsnæði Kvartmíluklúbbsins.

Fulltrúar Samfylkingarinnar vilja samt sem áður taka eftirfarandi fram. Fulltrúar Samfylkingarinnar fengu þau svör að ekki hefði verið leitað eftir samráði við notendur Mótorhússins né Ungmennaráð. Það samráðsleysi gagnrýna fulltrúar Samfylkingarinnar.
Kristín Thoroddsen tekur til máls. Einnig Guðmundur Árni Stefánsson. Kristín kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar.

Þá tekur Stefán Már Gunnlaugsson til máls. Kristín kemur að andsvari sem Stefán Már svarar.

Samþykkt samhljóða.
Drög að samningi um rekstur mótoraðstöðu 20. maí m breyt leigu.pdf
6. 2506007 - Flutningur hnefaleikafélagsins
10. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 11. júní sl.
Samningur Hafnarfjarðarbæjar og Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar um uppbyggingu aðstöðu fyrir hnefaleikaaðstöðu til framtíðar að Suðurhellu 5 lagður fram.

Fræðsluráð tekur undir bókun ITH um flutning hnefaleikafélagsins á Suðurhellu og samþykkir breytingu á rekstrarsamning vegna þessa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Kristín Thoroddsen tekur til máls.

Smaþykkt samhljóða.
Hnefaleikafélagið flyst út á Suðurhellu 3. úní 2025.pdf
Samningur Hafnarfjarðarbæjar og Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar um uppbyggingu húsnæðis að Suðurhellu 11. júní.pdf
7. 2503279 - Þjónustusamningur um rekstur Barnaskóla Hjallastefnunnar 2022
2. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 13.júní sl.
Til afgreiðslu.

Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að uppfærslu að þjónustusamning við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn.
Kristín Thoroddsen tekur til máls.

Samþykkt samhljóða.
BARN-HJALL-hfj _þjónustusamningur_2025_lokadrög.pdf
8. 2502467 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting borhola Krýsuvík
2. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.júní sl.
Lögð fram vinnslutillaga vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 samhliða nýju deiliskipulag Krýsuvíkur vegna rannsóknarborholu KRÝ-2. Skipulagshöfundur mætir til fundarins og kynnir.

Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að auglýsa framlagða vinnslutillögu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 samhliða breytingu á deiliskipulagi.
Orri Björnsson tekur til máls. Guðmundur Árni kemur til andsvars sem Orri svarar. Guðmundur Árni kemur þá til andsvars öðru sinni.

Samþykkt samhljóða.
23164_ASK_T_U-Vinnslutillaga Krýsuvík rannsóknarborholur.pdf
23164_DSK_T_U_01-tillaga Krýsuvík rannsóknarborholur.pdf
Skipulagslýsing-Krýusvík rannsóknarborholur.pdf
9. 2103116 - Hraun vestur, aðalskipulag breyting
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.júní sl.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 26.03.2025 að auglýsa tillögu á vinnslustigi vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Í tillögunni er gert ráð fyrir að breyta landnotkun í aðalskipulagi á skipulagssvæðinu Hraun Vestur úr athafnasvæði, verslun- og þjónusta, samfélagsþjónustu og íbúðabyggð í miðsvæði. Kynningartímabil tillögu á vinnslustigi var 3-30. apríl 2025. Samantekt umsagna og athugasemda var lögð fram á fundi ráðsins þann 15.5.2025.
Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, M4, Hraun vestur.

Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja í auglýsingu framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, M4, Hraun vestur.
Orri Björnsson tekur til máls. Stefán Már Gunnlaugsson kemur að andsvari sem Orri svarar. Stefán Már kemur að andsvari öðru sinni sem Orri svarar.

Þá tekur Guðmundur Árni Stefánsson til máls. Orri Björnsson kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar.

Þá tekur Stefán Már Gunnlaugsson til máls.

Samþykkt samhljóða.
20250613-HRAUN-V-ADALSKIPULAG 13.06.2025.pdf
Hraun Vestur - Samgöngumat 110626-GRE-001-V02.pdf
ASK_2013_2025-Hraun Vestur A2 10.06.2025.pdf
ASK Hraun-Vestur umhverfismat.pdf
ASK_2013_2025-Hraun Vestur A2 13.06.2025.pdf
10. 2503308 - Kapelluhraun 2. áfangi, breyting á deiliskipulagi
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12. júní sl.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 09.04.2025 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Kapelluhrauns samhliða breytingu á 1. áfanga Kapelluhrauns í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir 62 atvinnulóðum með stórum byggingarreitum. Stærð lóða er á bilinu 2.000 m2 til 47.000 m2. Um er að ræða stækkun deiliskipulagssvæðis yfir svæði sem var ætlað fyrir fyrirhugaða legu Reykjanesbrautar milli áfanga 1 og 2 í Kapelluhrauni. Innan deiliskipulagssvæðisins verða nýjar iðnaðarlóðir og í suðurhluta þess verður til nýtt gatnakerfi. Breyting verður m.a. varðandi flokkun atvinnustarfsemi og á bílastæðaskilmálum. Nauðsynlegt er að breyta skipulagsafmörkun Kapelluhrauns 1. áfanga samhliða. Tillagan var í auglýsingu 17.4.-30.5.2025. Samantekt athugasemda og svör lögð fram ásamt uppfærðri tillögu og greinargerð.

Skipulags- og byggingarráð tekur undir samantekt athugasemda og svör skipulagsdeildar og samþykkir breytt deiliskipulag Kapelluhrauns 2. áfanga. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Orri Björnsson tekur til máls.

Samþykkt samhljóða.
Kapelluhraun II, slóð á gögn í skipulagsgátt.pdf
Kapelluhraun2-deiliskipulag-102-250610.pdf
Kapelluhraun2-deiliskipulag-101-250610 (002).pdf
Kapelluhrauns 1. og 2. áfanga, samantekt athugasemda og svör.pdf
Kapelluhraun2-skilmálar-25-06-10-A.pdf
11. 2503309 - Kapelluhraun 1. áfangi, breyting á deiliskipulagi
5. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12. júní sl.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 09.04.2025 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns samhliða breytingu á 2. áfanga Kapelluhrauns. Engar athugasemdir bárust.


Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag Kapelluhrauns 1. áfanga. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Kapelluhraun I, gögn á skipulagsgátt.pdf
Kapelluhrauns 1. og 2. áfanga, samantekt athugasemda og svör.pdf
Kapelluhraun1-deiliskipulagsmörk-2025-kapelluhraun 1.pdf
12. 2506237 - Ásland 4, deiliskipulagsbreyting
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12. júní sl.
Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Áslands 4.

Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Áslands 4.

Fulltrúi Viðreisnar bókar: Þetta er í 15 sinn sem Ásland 4 er til umræðu í ráðinu eftir að deiliskipulag þar var samþykkt árið 2022. Það þarf alvarlega að fara að huga að betri vinnubrögðum við gerð heildstæðra deiliskipulagsáætlana í stað þess að vera með eilífan bútasaum og breytingar.
Orri Björnsson tekur til máls. Karólína Helga Símonardóttir kemur til andsvars sem Orri svarar. Karólína Helga kemur að andsvari öðru sinni.

Þá tekur Stefán Már Gunnlaugsson til máls.

Samþykkt samhljóða.
13. 2503746 - Hamarshöfn, deiliskipulag
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.júní sl.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 9. apríl sl. að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hamarshöfn, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Tillagan gerir ráð fyrir viðlegurými fyrir 60-70 báta í Hafnarfjarðarhöfn og rými fyrir stærri þjónustu- og farþegabáta við ytri flotbryggju auk byggingarreits fyrir veitingasölu og miðasölu fyrir hvalaskoðunarbáta. Tillagan var í auglýsingu 25.4-9.6.2025. Ábendingar bárust. Lögð fram svör við ábendingum.

Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsdeildar og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulag Hamarshafnar.
Orri Björnsson tekur til máls. Guðmundur Árni Stefánsson kemur til andsvars sem Orri svarar. Guðmundur Árni kemur að andsvari öðru sinni.

Þá tekur Karólína Helga Símonardóttir til máls. Valdimar Víðisson kemur til andsvars.

Þá tekur Guðmundur Árni til máls. Valdimar kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar. Valdimar kemur til andsvars öðru sinni sem Guðmundur Árni svarar. Valdimar kemur að stuttri athugasemd.

Samþykkt samhljóða.
Hamarshöfn - Deiliskipulagsbreyting.pdf
Hamarshöfn slóð á skipulagsgátt.pdf
Hamarshöfn svör við athugasemdum.pdf
14. 2505374 - Vörðuás 16, umsókn um lóð
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.júní sl.
Lögð fram umsókn Finns Guðmundssonar um lóðina nr. 16 við Vörðuás til vara er sótt um lóðina nr. 16 við Hryggjarás.

Bæjarráð samþykkir umsóknina og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
15. 2505094 - Fluguskeið 10, umsókn um lóð
5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.júní sl.
Lögð fram umsókn Ólafs Inga Ómarssonar um hesthúsalóðina nr. 10 við Fluguskeið

Bæjarráð samþykkir umsóknina og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
16. 2504790 - Fluguskeið 10a, umsókn um lóð
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.júní sl.
Lögð fram umsókn Ólafs Þ. Kristjánssonar um hesthúsalóðina nr. 10a við Fluguskeið.

Bæjarráð samþykkir umsóknina og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
17. 1604079 - Húsnæðisáætlun
2.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 4.júní sl. Tekið fyrir á ný.
2. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 30. maí sl.

Lagt fram til samþykktar. Guðmundur Sverrisson hagdeild og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mæta til fundarins.

Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisáætlun til afgreiðslu í bæjarstjórn og jafnframt að áætlunin verði rýnd fyrir fund bæjarstjórnar í samræmi við umræður á fundinum.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Hversu margar íbúðir voru byggðar í Hafnarfirði á vegum óhagnaðardrifinna leigu- eða búseturéttarfélaga sl. 5 ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2020, 2021, 2022, 2023 og 2024.
2. Hefur Hafnarfjarðarbær veitt stofnframlög vegna íbúða hjá óhagnaðardrifnum félögum á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir á sama árabili og tilgreint er í 1. spurningu?
a) Ef svar við spurningu 2 er já, vegna hversu margra íbúða eru þau stofnframlög og hver er samanlögð fjárhæð nú þegar veittra stofnframlaga?
3. Hversu margar íbúðir eru á framkvæmdastigi innan Hafnarfjarðarbæjar í dag?
a) Hvert er hlutfall íbúða á framkvæmdastigi í bænum í dag á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga, þ.e. almennar leiguíbúðir fyrir tekju - og eignalága?
b) Hvert er hlutfall íbúða á framkvæmdastigi í bænum í dag sem ætlaðar eru í félagslega íbúðakerfið á vegum Hafnarfjarðar?
4. Hversu margar stúdentaíbúðir voru byggðar í Hafnarfirði sl. fimm ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2020, 2021, 2022, 2023 og 2024.
5. Hversu margar íbúðir fyrir eldri borgara voru byggðar í Hafnarfirði sl. fimm ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2019, 2020, 2021, 2022 og 2023.
Óskað er eftir að svör berist fyrir bæjarstjórnarfund 4. júní nk.

Valdimar Víðisson tekur til máls og leggur til að málið verði til umræðu en ekki fullnaðarafgreiðslu. Árni Rúnar Þorvaldsson kemur til andsvars sem Valdimar svarar. Árni Rúnar kemur til andsvars öðru sinni sem Valdimar svarar. Þá kemur Stefán Már Gunnlaugsson til andsvars sem Valdimar svarar. Stefán Már kemur til andsvars öðru sinni sem Valdimar svarar.

Þá tekur Stefán Már til máls og leggur til efirfarandi málsmeðferðartillögu:

"Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að húsnæðisáætlun fyrir árið 2025 til umsagnar og umfjöllunar hjá skipulags- og byggingaráði, umhverfis- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði sem og hjá viðkomandi sviðum. Enn fremur verði tillagan send til umsagnar hjá Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Umsagnir berist bæjarstjórn eigi síðar en 16. júní næstkomandi.

Greinargerð:
Húsnæðisáætlun bæjarins er grunngagn og stýritæki þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði til næstu ára. Gæta þarf að því að allir aðilar sem koma beint eða óbeint að þessari uppbyggingu spili saman og rói í sömu átt. Ljóst er að tilurð áætlunarinnar á vinnslustigi hefur ekki fengið umfjöllun hjá kjörnum fulltrúum á ólíkum sviðum stjórnsýslu, né heldur frá hagaðilum, svo sem Meistarafélagi iðnaðarmanna í bænum, sem hefur hagsmuna að gæta hvað varðar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum og mikla þekkingu á málaflokknum.
máls.

Árni Rúnar tekur til máls undir fundarstjórn forseta.

Árni Rúnar tekur til máls.

Forseti ber næst upp til atkvæða framkomna málsmeðferðartillögu ásamt því að málið verði tekið fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar til afgreiðslu. Er það samþykkt samhljóða.


9.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 10.júní sl.
Á fundi Bæjastjórnar þann 4. júní sl. var bókað:

2. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 30. maí sl. Lagt fram til samþykktar. Guðmundur Sverrisson hagdeild og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mæta til fundarins. Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisáætlun til afgreiðslu í bæjarstjórn og jafnframt að áætlunin verði rýnd fyrir fund bæjarstjórnar í samræmi við umræður á fundinum. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Hversu margar íbúðir voru byggðar í Hafnarfirði á vegum óhagnaðardrifinna leigu- eða búseturéttarfélaga sl. 5 ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2020, 2021, 2022, 2023 og 2024.
2. Hefur Hafnarfjarðarbær veitt stofnframlög vegna íbúða hjá óhagnaðardrifnum félögum á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir á sama árabili og tilgreint er í 1. spurningu? a) Ef svar við spurningu 2 er já, vegna hversu margra íbúða eru þau stofnframlög og hver er samanlögð fjárhæð nú þegar veittra stofnframlaga?
3. Hversu margar íbúðir eru á framkvæmdastigi innan Hafnarfjarðarbæjar í dag? a) Hvert er hlutfall íbúða á framkvæmdastigi í bænum í dag á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga, þ.e. almennar leiguíbúðir fyrir tekju - og eignalága? b) Hvert er hlutfall íbúða á framkvæmdastigi í bænum í dag sem ætlaðar eru í félagslega íbúðakerfið á vegum Hafnarfjarðar?
4. Hversu margar stúdentaíbúðir voru byggðar í Hafnarfirði sl. fimm ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2020, 2021, 2022, 2023 og 2024.
5. Hversu margar íbúðir fyrir eldri borgara voru byggðar í Hafnarfirði sl. fimm ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2019, 2020, 2021, 2022 og 2023. Óskað er eftir að svör berist fyrir bæjarstjórnarfund 4. júní nk.

Valdimar Víðisson tekur til máls og leggur til að málið verði til umræðu en ekki fullnaðarafgreiðslu. Árni Rúnar Þorvaldsson kemur til andsvars sem Valdimar svarar. Árni Rúnar kemur til andsvars öðru sinni sem Valdimar svarar. Þá kemur Stefán Már Gunnlaugsson til andsvars sem Valdimar svarar. Stefán Már kemur til andsvars öðru sinni sem Valdimar svarar.

Þá tekur Stefán Már til máls og leggur til efirfarandi málsmeðferðartillögu:

"Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að húsnæðisáætlun fyrir árið 2025 til umsagnar og umfjöllunar hjá skipulags- og byggingaráði, umhverfis- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði sem og hjá viðkomandi sviðum. Enn fremur verði tillagan send til umsagnar hjá Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Umsagnir berist bæjarstjórn eigi síðar en 16. júní næstkomandi.

Greinargerð:

Húsnæðisáætlun bæjarins er grunngagn og stýritæki þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði til næstu ára. Gæta þarf að því að allir aðilar sem koma beint eða óbeint að þessari uppbyggingu spili saman og rói í sömu átt. Ljóst er að tilurð áætlunarinnar á vinnslustigi hefur ekki fengið umfjöllun hjá kjörnum fulltrúum á ólíkum sviðum stjórnsýslu, né heldur frá hagaðilum, svo sem Meistarafélagi iðnaðarmanna í bænum, sem hefur hagsmuna að gæta hvað varðar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum og mikla þekkingu á málaflokknum.

Árni Rúnar tekur til máls undir fundarstjórn forseta.

Árni Rúnar tekur til máls.

Forseti ber næst upp til atkvæða framkomna málsmeðferðartillögu ásamt því að málið verði tekið fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar til afgreiðslu. Er það samþykkt samhljóða.

Lagt fram til umræðu.

Fjölskylduráð telur mikilvægt að hugað sé að húsnæðisþörfum eldra fólks í húsnæðisáætlun enda mjög vaxandi hópur íbúa í sveitarfélaginu og sérstakur starfshópur að störfum um málið.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka fyrirspurn okkar sem lögð var fram á fundi bæjarráðs þann 30. maí sl. um húsnæðisáætlun 2025 og mikilvægi þess að svör við henni liggi fyrir sem fyrst fyrir næsta fund bæjarstjórnar þann 18. júní nk.

9.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdanráðs frá 11.júní sl.
Húsnæðisáætlun er vísað frá bæjarstjórn til umsagnar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að Húsnæðisáætlun 2025.

11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.júní sl.

Lögð fram til umsagnar Húsnæðisáætlun 2025.

Lagt fram. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs gerir ekki athugasemdir við framlagða Húsnæðisáætlun. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar vekja athygli á að samkvæmt húsnæðisáætluninni hefur íbúðum í byggingu fækkað um 19% eða um 300 íbúðir frá síðasta ári. Nokkur uppbygging fjölbýlishúsa hefur átt sér stað í Hamranesinu síðustu ár og brátt verður það því fullu lokið eins og tölurnar sýna. Engar fjölbýlishúsalóðir eru til í lóðasafni bæjarins, þó er gert ráð fyrir fjölbýli á þéttingarreitum en þar er uppbygging afar hæg. Aðeins á eftir að úthluta einbýlis-, par- og raðhúsum, en meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks státar af því afreki að hafa fækkað íbúðum í skipulagi um 100 með því að taka út allar fjölbýlishúsalóðir í Áslandi 4. Samkvæmt húsnæðisáætluninni er mest eftirspurn eftir íbúðum í fjölbýli. Fyrir vikið getur bærinn ekki staðið við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu íbúða á viðráðanlegu verði, sem kemur harðast niður á ungu fólki og fyrstu kaupendum.
Jafnframt ítreka fulltrúar Samfylkingarinnar fyrirspurn sína sem lögð var fram á fundi bæjarráðs þann 30. maí sl. um húsnæðisáætlun 2025 og mikilvægi þess að svör við henni liggi fyrir sem fyrst fyrir næsta fund bæjarstjórnar þann 18. júní nk.

Fulltrúi Viðreisnar gerir ekki athugasemd við áætlunina sem slíka en bendir á að til þess að tryggja framgang raunhæfrar húsnæðisstefnu þarf m.a. að leggja áherslu á aukið framboð félagslegs húsnæðis og ódýrari búsetuúrræða. Taka þarf greiningarvinnu, gæðastjórnun og áhættustýringu föstum tökum í skipulagsmálum, ekki síst í sambandi við innviðauppbyggingu í tengslum við mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Tryggja þarf að fjárfestingar í innviðum komi til framkvæmda á réttum tíma. Þá þarf að styrkja starfsemi umhverfis- og skipulagssvið til að tryggja að hægt verði að anna skipulagsvinnu og byggingareftirliti með skilvirkum og vönduðum hætti.
Valdimar Víðisson tekur til máls. Stefán Már Gunnlaugsson kemur til andsvars.

Þá tekur Stefán Már til máls. Einnig Guðmundur Árni Stefánsson. Orri Björnsson kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar. Orri kemur til andsvars öðru sinni sem Guðmundur Árni svarar. Orri kemur að stuttri athugasemd.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun með 10 samhljóða atkvæðum.

Stefán Már kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á húsnæðismál í bæjarstjórn enda lítur jafnaðarfólk svo á að um velferðarmál sé að ræða. Fyrr á kjörtímabilinu hafnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samninga við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Innviðaráðuneytið um gerð húsnæðissáttmála til 2032 á fundi bæjarstjórnar í febrúar 2023. Húsnæðisáætlunin Hafnarfjarðar hefur frá þeim tíma gert ráð fyrir sömu markmiðum um hagkvæmar íbúðir og voru í tillögu okkar jafnaðarfólks frá febrúar 2023, þess efnis að 30% af öllum nýjum íbúðum verði hagkvæmar íbúðir og að 5% allra nýrra íbúða verði félagslegar íbúðir. Við styðjum að sjálfsögðu þau markmið en bendum hins vegar á að í svörum við fyrirspurn Samfylkingarinnar, sem lögð var fram í bæjarráði þann 30. maí sl. kemur fram að af þeim 1000 íbúðum sem eru á framkvæmdastigi í bænum á þeim tíma þá hafi verið greidd út 177 hlutdeildarlán í Hafnarfirði fyrir árin 2023 og 2024, sem er um 17% af íbúðum sem eru í byggingu, ekki liggur fyrir fjöldi íbúða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Ef 1000 íbúðir eru á framkvæmdastigi í bænum í dag þyrftu 300 þeirra að vera hagkvæmar íbúðir til þess að ná markmiðum um 30% allra nýrra íbúða og 50 að vera félagslegar íbúðir til þess að ná markmiðum um 5% allra nýrra íbúða. Það er því ljóst að langur vegur er frá raunveruleika meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks til þeirra markmiða sem sett eru fram í húsnæðisáætlun 2025.

Fulltrúar Samfylkingarinnar vekja einnig athygli á að samkvæmt húsnæðisáætluninni hefur íbúðum í byggingu fækkað um 19% eða um 300 íbúðir frá síðasta ári. Nokkur uppbygging fjölbýlishúsa hefur átt sér stað í Hamranesinu síðustu ár og brátt verður það því fullu lokið eins og tölurnar sýna. Engar fjölbýlishúsalóðir eru til í lóðasafni bæjarins, þó er gert ráð fyrir fjölbýli á þéttingarreitum en þar er uppbygging afar hæg. Aðeins á eftir að úthluta einbýlis-, par- og raðhúsum, en meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks státar af því afreki að hafa fækkað íbúðum í skipulagi um 100 með því að taka út allar fjölbýlishúsalóðir í Áslandi 4 sem er í algjörri andstöðu við húsnæðisáætlunina þar sem fram kemur að mest eftirspurn er eftir íbúðum í fjölbýli. Fyrir vikið getur bærinn ekki staðið við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu íbúða á viðráðanlegu verði, sem kemur harðast niður á ungu fólki og fyrstu kaupendum.

Munurinn á markmiðum húsnæðisáætlunar og raunveruleikanum er birtingarmynd þess áhuga- og metnaðarleysis sem einkennir öll störf meirihlutans í þessum mikilvæga málaflokki. Jafnaðarfólk mun hér eftir sem hingað til halda áfram að berjast fyrir raunverulegum lausnum í húsnæðismálum til hagsbóta fyrir bæjarbúa.

Margrét Vala kemur að svohljóðandi bókun:

Meirihlutinn í Hafnarfirði hefur sýnt skýra framtíðarsýn og ábyrgð í húsnæðismálum með öflugri og fjölbreyttri uppbyggingu undanfarin ár. Samstarf við Bjarg hefur skilað 148 nýjum hagkvæmum íbúðum í Hamranesi, þar af fjölda í félagslega leigu.
Jafnframt hefur verið lögð rík áhersla á fjölgun íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Nýir búsetukjarnar hafa verið teknir í notkun og áframhaldandi verkefni í vinnslu, með því markmiði að tryggja sjálfstæða búsetu og viðeigandi stuðning. Áhersla er á mannréttindi, aðgengi og valdeflingu.
Þá starfar nú sérstakur starfshópur á vegum bæjarins sem vinnur að greiningu og tillögum um framtíðaruppbyggingu íbúða fyrir eldra fólk, með það að markmiði að mæta fjölbreyttum þörfum þessa ört stækkandi hóps.
Húsnæðisáætlun 2025 - Hafnarfjarðarkaupstaður.pdf
2025 6 16 Umsögn MIH við húsnæðisáætlun Hafnarfjarðar.pdf
Fyrirspurn vegna Húsnæðisáætlunar 2025 lok.pdf
Skipulags- og byggingarráð - 827 (12.6.2025) - Húsnæðisáætlun.pdf
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 471 (11.6.2025) - Húsnæðisáætlun.pdf
Fjölskylduráð - 534 (10.6.2025) - Húsnæðisáætlun.pdf
18. 2506334 - Hjúkrunarheimili í Hafnarfirði
Fulltrúar Samfylkingar óska eftir málinu á dagskrá bæjarstjórnar
Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu til afgrieðslu fyrir fundinn:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að beina þeirri áskorun til félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, að ganga hið fyrsta til samninga við byggingar- og rekstraraðila hjúkrunarheimila í Hafnarfirði. Þar er um að ræða stækkun Hrafnistu í Hafnarfirði annars vegar og nýbyggingu Sóltúns í Hamranesi hins vegar. Allt er til reiðu þannig að byggingarframkvæmdir við 124 rými á Hrafnistu og 96 rými í Hamranesi geta því hafist eins fljótt og auðið er. Verkefnin hafa bæði verið vel undirbúin; lóðir og skipulag liggja fyrir, þörfin er svo sannarlega fyrir hendi og biðlistar eftir rýmum langir. Hafnarfjarðarbær lýsir sig reiðubúinn til að leggja málinu lið á hvern þann hátt, sem þörf er á.

Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar.

Forseti ber næst upp ofangreinda tillögu og er hún samþykkt samhljóða.

Margrét Vala kemur að svohljóðandi bókun:

Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tekur undir áskorunina sem hér er lögð fram enda er hún í fullu samræmi við þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað á vettvangi bæjarins.
Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að skapa skilyrði til að ráðist verði í áframhaldandi uppbyggingu hjúkrunarheimila í Hafnarfirði. Skipulagsmál hafa verið unnin með það að markmiði að heimila stækkun Hrafnistu og jafnframt hefur verið veitt lóðarvilyrði í Hamranesi þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á hjúkrunarheimili.
Þessi verkefni eru bæði vel undirbúin í skipulagi og samstarfi, og eru viðbragð við brýnni og raunverulegri þörf sem meirihlutinn hefur lengi bent á, bæði á vettvangi sveitarfélagsins og gagnvart ríkisvaldinu.
Við fögnum samstöðunni í bæjarstjórn og köllum eftir næsta skrefi hjá ríkisvaldinu sem snýr að samningum svo framkvæmdir geti hafist sem allra fyrst.


Fundargerðir
19. 2501140 - Fundargerðir 2025, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerðir fræðsluráðs frá 11. og 13. júní sl.
a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 3.júní sl.
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12. júní sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 16.júní sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 28.maí sl.
b. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.maí sl.
c. Fundargerð stjórnar Slökkvilðs höfuðborgarsvæðisins frá 25. apríl sl.
d. Fundargerð stjórnar SSH frá 2. júni sl.
e. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 14. maí sl.
Fundargerð fjölskylduráðs frá 10.júní sl.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.júní sl.
Fundargerð forsetanefndar frá 16.júní sl.
Guðmundur Árni stefánsson tekur til máls undir 1 lið í fundargerð fræðsluráðs frá 13. júní sl. Kristín Thoroddsen kemur til andsvars.

Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls undir 9 liður í fundargerð fræðsluráðs frá 11. júní sl. Kristín Thoroddsen kemur til andsvars. Stefán Már svarar andsvari.

Stefán Már tekur til máls öðru sinni undir 4 lið í fundargerð umhverfis- og fræðsluráðs frá 11. júní sl. Kristín Thoroddsen kemur til andsvars. Stefán Már
kemur að andsvari.

Guðmundur Árni tekur til máls undir fundarstjórn forseta. Það gerir einnig Rósa Guðbjartsdóttir.
20. 2208236 - Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2022-2026
1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 16. júní sl.


Forsetanefnd leggur til að sumarleyfi bæjarstjórnar 2025 standi frá mánudeginum 23. júní til og með sunnudeginum 3. ágúst og bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála meðan á sumarleyfinu stendur. Fyrsti fundur bæjarstjórnar að loknu sumarleyfi fari fram miðvikudaginn 13. ágúst, vikan sem hefst 4. ágúst verði fyrsta reglubundin ráðsvika að loknu sumarleyfi, en ráð og nefndir geti að öðru leyti hagað fundum eftir þörfum
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:58 

Til bakaPrenta