| |
| 1. 2206161 - Íbúðir fyrir eldra fólk | Kynning á niðurstöðu starfshóps um uppbyggingu á íðbúðum fyrir eldra fólk. Formaður starfshópsins mætir til fundarins.
| Bæjarráð þakkar kynninguna og vísar málinu í skipulags- og byggingarráð, öldungaráð og til stjórnar FEBH.
Fulltrúar Samfylkingar koma á framfæri eftirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að niðurstöður starfshóps um uppbyggingu á íbúðum fyrir eldra fólk skuli liggja fyrir. Nauðsynlegt er að taka mið af fjölgun eldra fólks við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og gera því mögulegt að búa lengur í sjálfstæðri búsetu. Á fundi bæjarstjórnar í desember 2023 lagði Samfylkingin til að settur yrði á fót starfshópur sem hefði það hlutverk að vinna að undirbúningi uppbyggingar á íbúðum fyrir eldra fólk. Tæpu ári seinna samþykkti bæjarráð tillöguna og skipaði í starfshópinn sem hóf störf í upphafi þessa árs. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á að vinna á grundvelli tillagna starfshópsins hefjist þegar í stað enda eru mörg ár síðan byggðar voru íbúðir fyrir eldra fólk í Hafnafjarðar, á árunum 1989 og 1992 í stjórnartíð jafnaðarmannar og málið því orðið brýnt.
| | |
|
| 2. 2511483 - Krýsuvík, kynning | | Kynning framtíðarhugmynda um Krýsuvíkursvæðið. Fulltrúar Hverabergs ehf. mæta til fundarins. | | Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna. | | |
|
| 3. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029 | | Lögð fram fjárhagsáætlun 2026 til síðari umræðu í bæjarstjórn ásamt gjaldskrá. Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri fjármálsviðs mætir til fundarins. | | Fjárhagsáætlun eins og hún liggur fyrir ásamt gjaldskrá er vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. | | Gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar 2026.pdf | | |
|
| 4. 2503049 - Brynja leigufélag ses., umsókn um stofnframlög 2025 og 2026 | | Brynja og stofnframlög 2025 - 2026 | Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um stofnframlög og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fulltrúar Samfylkingar koma á framfæri eftirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að veitt verði stofnframlög vegna íbúða hjá Brynju leigufélag fyrir öryrkja í Hafnarfirði og að það nýtist til þess að stytta langa biðlista eftir félagslegum íbúðum hjá Hafnarfirði. Einnig hvetja jafnaðarmenn til enn frekara samstarfs við Brynju leigufélag og aðra ámóta aðila. | | Greinargerð með umsókn Brynju leigufélags um stofnframlög - Nóvember 2025.pdf | | Umsókn um stofnframlög 2026_Hafnarfjörður.pdf | | |
|
| 5. 2511579 - Beiðni um lóðaskipti, Jötnahella 11 fyrir Straumhellu 34 | | Tekin fyrir beiðni um skipti á lóðum. | | Bæjarráð samþykkir erindið. Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. | | 20251126_195634.pdf | | |
|
| 6. 2511254 - Hvaleyrarbraut 27, endurnýjun lóðarleigusamnings | | Endurnýjun lóðarleigusamnings | | Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings að Hvaleyrarbraut 27. | | |
|
| 7. 2511213 - Álfaskeið 10, endurnýjun lóðarleigusamnings | | Endurnýjun lóðarleigusamnings | | Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings. | | |
|
| 8. 2410346 - Strandgata 1, Austurgata 4, Austurgata 6, sala eigna | | Tilboð lögð fram til afgreiðslu | Bæjarstjóri gerði grein fyrir samtölum við bjóðendur.
Bæjarráð hafnar framkomnum tilboðum. Bæjarráð samþykkir að auglýsa fasteignirnar áfram til sölu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á, í samræmi við upplýsingar bæjarstjóra, að kallað verði eftir nýju tilboði frá Verkalýðsfélaginu Hlíf, eins og niðurstaða mun hafa verið á fundi bæjarstjóra og fulltrúa Hlífar. Mikilvægt er að starfsemi flytjist í húsið fljótlega eftir flutning Bókasafns Hafnarfjarðar, enda húsnæðið á lykilstað í bænum. | | |
|
| 9. 2509775 - Félag eldri borgara, húsnæðismál | | Til umræðu | Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja eftirfarandi fram: Ljóst er á fyrirliggjandi upplýsingum að enn er óljóst um framtíðarskipan hvað varðar starfsemi Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar minna á að fyrsti kostur félagsins var Strandgata 1 (Bókasafnshúsið), en fékk litlar undirtektir meirihlutans. Mikilvægt er að traust og öryggi fylgi starfsemi félagsins og þar með húsnæði til framtíðar.
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi. Afstaða bæjarins er alveg skýr. FEBH getur verið áfram í núverandi húsnæði í a.m.k. 2 ár til viðbótar þar sem að leigusamningi var ekki sagt upp innan tilskilins frests. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á gott samstarf og samvinnu við FEBH. Fullur vilji er innan samráðshóps um málið að starfsemi FEBH verði áfram að Flatahrauni að sinni. Næstu skref er að vinna að framtíðarlausn fyrir FEBH og er sú vinna í fullum gangi.
| | |
|
| 10. 2511400 - Opinber þjónusta, jöfnun aðgengis, leiðbeiningar | | Lögð fram skýrsla innviðaráðuneytis og Byggðastofnunar um skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna. | | Lagt fram. | | Opinber grunnþjónusta - leiðbeiningar.pdf | | |
|
| 11. 2306006 - Verktakasamningar um ráðgjafastörf | | Lagt fram. | | Svör verða lögð fram á næsta fundi bæjarráðs. | | |
|
| 12. 2306463 - Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins | | Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði lögð fram til afgreiðslu. | | Bæjarráð samþykkir framlagða stefnu. | | Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði.pdf | | |
|
| 13. 2505328 - Flutningur Mótorhússins til Kvartmíluklúbbsins | | Til umræðu. | | Bæjarráð samþykkir erindið. | | Kvartmíluklúbburinn, rekstrar- og samstarfssamningur um vinnuaðstöðu, undirritað eintak.pdf | | |
|
| 14. 2511505 - Ásland 4, 2. áfangi, úthlutun | | Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mætir til fundarins. | Bæjarráð samþykkir að auglýsa umræddar lóðir. Jafnframt að lögaðilar sem sækja um lóð skuli hafi verið í rekstri í a.m.k. 3 ár og hafi komið að byggingu eigna þann tíma.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á kafla 1.0 í úthlutunarskilmálum Áslands 4:
lágmarkslóðarverð (gatnagerðargjald byggingarréttargjald) lóða í öðrum áfanga miðast við ákveðna fm. sem tilteknir eru í skilmálum deiliskipulagsins, útg.06. Lóðarverð er ekki endurgreitt þó lóðarhafi byggi færri fermetra en innifalið er í lóðarverði en á þá inni byggingarrétt fyrir mismuninum í m2. Ef byggt er stærra en fermetrafjöldi lóðarverðs segir til um, þarf að greiða fyrir þann mismun, m.v. gjaldskrá þess mánaðar sem byggingaráform eru samþykkt.
| | Ásland_4 deiliskipulag_uppdráttur 2. áfangi.pdf | | |
|
| 15. 2301769 - Umhverfis- og skipulagssvið, úttekt, tillaga | | Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar óskar eftir máli á dagskrá bæjarráðs. | | Lagt fram og afgreiðslu frestað. | | |
|
| 16. 2503513 - Straumhella 6, breyting | | Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir málinu á dagskrá. | Til umræðu.
Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:
Upplýst er á fundinum að óheimilt virðist samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins að hýsa sprengiefni í viðkomandi húsnæði við Straumhellu. Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar gera ráð fyrir því að gripið verði til viðeigandi aðgerða. | | |
|
| 17. 1506568 - Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði | | Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka ósk sína um upplýsingar um stöðu mála varðandi endurbætur á 5. hæð Sólvangs frá 18. sept. sl. | | Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir öllum samskiptum bæjarins við ríkið vegna málsins sbr. bókun okkar í bæjarráði 18. sept. sl. | | |
|
| |
| 18. 2511009F - Hafnarstjórn - 1693 | | Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 12.nóvember sl. | | |
|
| 19. 2511015F - Menningar- og ferðamálanefnd - 463 | | Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 19.nóvember sl. | | |
|