| |
1. 2406200 - Yfirlit á stöðu innritunar í leikskólum | Lagt fram. | Fræðsluráð fagnar því hversu vel hefur gengið að innrita börn í leikskólum bæjarins en öll börn fædd í júni 2024 eða 15 mánaða hafa nú þegar fengið leikskólapláss og börnum fædd í júlí hefur verið boðið leikskólapláss. Einnig fagnar fræðsluráð því að faghlutfall hefur hækkað frá því á síðasta ári og vill þakka því þeim breytingum sem gerðar hafa verið á starfsaðstæðum leikskólakennara. | Minnisblað innritun 2025 og starfshlutfall..pdf | | |
|
2. 2508534 - Námssamningar starfsmanna leikskóla 2025-2026 | Lagt fram til kynningar. | Fræðsluráð hefur lagt áherslu á að styðja við ófagmenntaða starfsmenn leikskóla sem kjósa að hefja nám í leikskólakennarafræðum. Í dag hafa frá því samþykkt var að gera námssamninga 33 starfsmenn útskrifast með leyfisbréf sem leikskólakennarar. Fræðsluráð er stolt af því að hafa tekið þátt í því að efla með þessum hætti faglegt starf og auka stöðuleika í starfsmannahaldi í leikskólum í Hafnarfirði. | Minnisblað_Námssamningar í leikskólum Hafnarfjarðar, september 2025..pdf | | |
|
3. 2409024 - Opinn leikskóli | Lagt fram til kynningar og umræðu. | Fræðsluráð þakkar þróunarfulltrúa fyrir samantekt á starfi opna leikskólans Memmplay. Fræðsluráð fagnar áframhaldandi starfsemi skólans. Skólinn eflir fjölskyldur og börn og stuðlar að þátttöku foreldra og fjölbreyttum menningarbakgrunni. Áherslan á leik, sköpun og fræðslu styrkir börn og foreldra, og er mikilvæg viðbót við fræðslustarf í bænum | Minnisblað_Memmm Play opinn leikskóli..pdf | | |
|
4. 1305252 - Læsisverkefni | Verkefnastóri læsisstefnu fer yfir stefnu bæjarins í læisismálum. | Fræðsluráð þakkar Bjarteyju Sigurðardóttur fyrir greinargóða kynningu og yfirferð á þeim mælingum sem framkvæmdar hafa verið meðal leik- og grunnskólabarna í Hafnarfirði. Ljóst er að umfangsmikil og vönduð vinna liggur að baki þessum mælingum sem veita traustan grundvöll fyrir frekari greiningu og ákvarðanatöku. Hafnarfjörður hefur til langs tíma verið með öflugar mælingar í leikskólum þar sem öll börn er skimuð tvisvar á ári en 5 ára börn eru skimuð sérstaklega til viðbótar. Í grunnskólum bæjarins hefur verið lagt fyrir börn í 1-10 bekk lesskimunarpfór ásamt Logos skimun í 3,6 og 8 bekk. Fræðsluráð vonar að það námsmat og samræmd próf í grunnskólum, sem unnið er á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, skili tilætluðum árangri. Þegar frekari upplýsingar liggja fyrir frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu mun ráðið endurmeta stöðuna og taka upplýstar ákvarðanir um næstu skref. Einnig leggur fræðsluráð áherslu á það að hafin verði vinna við að endurskoða læsistefnu bæjarins.
| | |
|
5. 2507339 - PMTO miðstöð á Íslandi | Lagt fram til samþykktar | Samþykkt. | Fylgiskjal 7. PMTO Miðstöð hýst hjá sveitarfélögum - SVÓT..pdf | | |
|
6. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029 | Til umræðu. | Tímalína fjárhagsáætlunar lögð fram. | | |
|
7. 2507350 - Erindi frá Söngskóla Sigurðar Demetz | Lögð fram svör við fyrirspurn. | Fræðsluráð synjar ósk söngskóla Sigurðar Demetz um styrk vegna námskeiða í söngleikjadeild skólans með þeim rökum að ekki er um að ræða nám sem er skylda samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. | Erindi til fræðsluráðs Hafnarfjarðar.pdf | | |
|
8. 2509043 - Fjöldi barna í frístund | Yfirlit yfir stöðu skráninga í frístundaheimilum lagt fram til kynningar. | Fræðsluráð þakkar Stellu Björgu Kristinsdóttur, fagstjóra frístundastarfs og forvarna fyrir samantektina. Meirihluti fræðsluráðs vekur athygli á því að öll þau börn sem sótt var um áður en umsóknarfresti lauk hafa nú þegar byrjað í frístund og trúir því að þau börn sem nú eru á biðlista eftir plássi muni á næstunni komast inn. | Staða umsókna í frístundaheimilum Hafnarfjarðar 29. ágúst 2025..pdf | | |
|
9. 2509156 - Námsmat í grunnskólum | Til umræðu | Til umræðu. | | |
|
10. 2509070 - Músík og Mótor | Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn. Hvernig verður rekstri úrræðanna Músík annars vegar og Mótor hins vegnar háttað? Á að gera stjórnsýslulegar breytingar á starfsemi úrræðanna eða verður þau áfram rekin sem ein eining undir hatti bæjarins? Þrátt fyrir að úrræðunum hafi verið skipt í tvennt og séu hvort á sínum staðnum í dag.
| Lagt fram. | | |
|
11. 2509071 - Hreiðrið ungmennahús | Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn. Hvernig verður rekstri ungmennahússins Hreiðrinu háttað? Á að reka Hreiðrið sem hluta af Nýsköpunarsetrinu sem heyrir undir verkefnastjóra sem starfar í Nýsköpunarsetrinu eða verður settur deildarstjóri yfir starfsemi Hreiðursins? | Lagt fram. | | |
|
12. 2411219 - Útboð skólamatar 2024-2025 | Samfylkingin óskar eftir umræðu um framkvæmd og stöðu matarmála í skólum bæjarins. | Sviðsstjóra falið að taka saman minnisblað um stöðu fæðis í leik- og grunnskólum. | | |
|